Sveitarstjórnarmál - 01.06.1997, Blaðsíða 14
FERÐAMÁL
Gönguferö á Reykjaneshyrnu í Árneshreppi er viö flestra hæfi og fjallasýnin fögur. í sumar stendur til aö gera miklar úrbætur á
gönguleiöum á Ströndum. Ljósm. Valgeir Benediktsson.
Nýsköpun á Ströndum:
Ferðaþjónusta og þjóðmenning
Jón Jónsson, þjóðjrœðingur Jrá Steinadal
Síðastliðin tvö ár hefur Héraðsnefnd Strandasýslu haft
forgöngu um átaksverkefnið Ferðaþjónusta og þjóð-
menning og fengið til þess vænan styrk frá Nýsköpunar-
sjóði námsmanna. Markmið átaksins er hefðbundið - að
auka vægi ferðaþjónustu í atvinnulífi sýslubúa og stuðla
að bættri þjónustu við ferðamenn.
Að ýmsu leyti er verkefnið þó frábrugðið öðru fram-
taki í ferðaþjónustu. Það beinist fyrst og fremst að því
að setja sögu svæðisins, þjóðsagnaarfinn og lífshætti
íbúanna í aldanna rás í öndvegi við uppbyggingu afþrey-
ingar og upplýsingaþjónustu í héraðinu. Jafnframt er
leitast við að markaðssetja Strandir og byggja upp
ímynd sýslunnar á sömu forsendum.
I. Stefnumótun og hugmyndafræöi
Vorið 1995 var verkefninu ýtt úr vör að frumkvæði
Jóns Jónssonar, þjóðfræðings og meistaraprófsnema í
sagnfræði. Um sumarið vann hann að hugmyndaskýrslu
sem fjallaði um möguleika Strandamanna í ferðaþjón-
ustu en Stefán Gíslason, framkvæmdastjóri héraðsnefnd-
ar og sveitarstjóri Hólmavíkurhrepps, var umsjónarmað-
ur með verkefninu. Afrakstur erfiðisins lá síðan fyrir í
febrúar 1996 og var Ferðaþjónustu og þjóðmenningu -
sextíu síðna skýrslu - þá dreift til sveitarstjómarmanna
og ferðaþjóna á Ströndum. í henni er að finna ítarlega út-
tekt á sögulegri sérstöðu svæðisins, dregnir eru fram at-
hyglisverðir staðir og söguslóðir ásamt sérstæðu mann-
lífi og náttúru, og gerð tillaga að hugmyndafræði og
heildarskipulagi ferðaþjónustu í héraðinu. Þá eru settar
fram fjölmargar hugmyndir um hvemig nýta megi sér-
stöðuna og kappkostað að þær leiðir séu í takt við að-
stæður - mannfæð og fremur takmörkuð fjárráð.