Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1997, Blaðsíða 48

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1997, Blaðsíða 48
AFMÆLI „Milli ykkar mun vera um 420 km vegalengd eftir þjóðveginum, svo þaö er rétt aö nota tækifærið og tala saman, meöan kaffihlé varir." Á myndinni eru, taliö frá vinstri, Ólafur Sigurösson, vara- oddviti í Hofshreþþi í Austur-Skaftafellssýslu, Björn Aöalsteins- son, varaoddviti í Borgarfjaröarhreppi, og Einar Rafn Haralds- son, formaöur bæjarráös á Egilsstööum. Myndin er tekin á fjár- málaráöstefnu sambandsins í Reykjavík í nóvember. Ljósm. Gunnar G. Vigfússon. Fljótlega eftir umræddan Egilsstaðafund kaus bæjar- stjórn Neskaupstaðar fimm manna nefnd undir forsæti Bjama Þórðarsonar bæjarstjóra til að undirbúa stofnun sambands sveitarfélaga í kjördæminu. Nefnd þessi hóf fyrst störf af alvöru í júlímánuði 1966 og hélt hún þrjá fundi. Sendi nefndin bréf til allra sveitarfélaga í kjör- dæminu í þeim tilgangi að kanna hug þeirra til sam- bandsstofnunar jafnframt því sem hún hóf undirbúning dagskrár væntanlegs stofnfundar. Undirtektir sveitar- stjóma við hugmyndinni um stofnun austfirsks sveitar- stjórnasambands voru þokkalegar og í byrjun október höfðu 13 sveitarfélög af 35 tilkynnt þátttöku í stofnfundi sem boðaður hafði verið í Neskaupstað dagana 8. og 9. október á þessu herrans ári 1966. Stofnfundur SSA 8. október 1966 Klukkan 2 eftir hádegi laugardaginn 8. október setti Bjami Þórðarson, formaður undirbúningsnefndar, stofn- fund sambands sveitarfélaga á Austurlandi. Að lokinni setningarræðu Bjarna flutti Unnar Stefánsson, fulltrúi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, ávarp. Því næst var Jóhannes Stefánsson, forseti bæjarstjómar Nes- kaupstaðar, kjörinn fundarstjóri og Hrólfur Ingólfsson, bæjarstjóri á Seyðisfirði, varamaður hans. Ritarar voru kjörnir Páll Þorsteinsson alþingismaður og Sigurður Hjaltason, sveitarstjóri á Höfn. Á stofnfundinum var lögð fram skrá yfir þau sveitar- félög sem tilkynnt höfðu þátttöku í stofnfundinum og reyndust þau vera 17, eða u.þ.b. helmingur austfirskra sveitarfélaga. Á stofnfundinn komu hins vegar alls 26 fulltrúar 15 sveitarfélaga. Auk hefðbundinna stofnfundarstarfa voru sérstaklega tekin fyrir þrjú málefni á stofnfundinum. I fyrsta lagi var fjallað um stækkun sveitarfélaga og hafði Bjami Þórðar- son, bæjarstjóri í Neskaupstað, framsögu um það mál- efni. Þá var fjallað um skipulagsmál og hafði Zóphónías Pálsson skipulagsstjóri framsögu og í þriðja lagi hafði Jón Jónsson jarðfræðingur framsögu um neysluvatnsöfl- un. Eftirtektarvert er að stofnfundurinn lýsti yfir eindregn- um stuðningi við hugmyndina um stækkun sveitarfélaga og taldi störf stjómskipaðrar nefndar, sem um þetta leyti fjallaði um sameiningu sveitarfélaga, afar þörf. Tillaga þessa efnis var samþykkt með öllum greiddum atkvæð- um og skal hér sérstaklega tekið fram að Fljótsdælingar áttu fulltrúa á stofnfundinum! Á fundinum var samþykkt að stofna samband sveitar- félaga sem bæri nafnið Samband sveitarfélaga í Austur- landskjördæmi og vom lög þess samþykkt, en lög Sam- bands sveitarfélaga í Reykjaneskjördæmi voru notuð sem fyrirmynd. Undir lok stofnfundarins var kjörin stjórn hins ný- stofnaða sambands og strax að fundinum loknum skiptu stjómarmenn með sér verkum. Sveinn Jónsson á Egils- stöðum var kjörinn fyrsti formaður sambandsins og Bjami Þórðarson frá Neskaupstað varaformaður. Ritari var kjörinn Hrólfur Ingólfsson frá Seyðisfirði, gjaldkeri Jóhann Klausen frá Eskifirði og meðstjórnandi Stefán Bjömsson frá Berunesi í Fáskrúðsfjarðarhreppi. Hin nýkjöma stjóm hóf þegar störf og lagði áherslu á að fá fleiri sveitarfélög til liðs við sambandið. Sú vinna gekk vel því að á aðalfundi sambandsins 1967 höfðu öll austfirsk sveitarfélög, að einu undanskildu, hafið þátt- töku í störfum þess. Strax á fyrsta starfsári Sambands sveitarfélaga í Aust- urlandskjördæmi efndi það til funda um mikilvægustu hagsmunamál Austfirðinga. Á þessum fundum var m.a. fjallað um raforkumál, atvinnumál og bankamál. Fundir þessir vöktu talsverða athygli og stuðluðu að því að íbú- ar Austurlands skynjuðu tilkomu þessa nýja sveitar- stjómasambands með skýmm hætti. Hér er ekki rúm til að rekja sögu Sambands sveitarfé- laga í Austurlandskjördæmi frekar. Segja má að sam- bandið hafi lifað góðu lífi allt frá stofnun og því geta austfirskir sveitarstjórnarmenn bæði óskað því og sér sjálfum til hamingju með þrítugsafmæli þess. 1 1 O
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.