Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1997, Page 48

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1997, Page 48
AFMÆLI „Milli ykkar mun vera um 420 km vegalengd eftir þjóðveginum, svo þaö er rétt aö nota tækifærið og tala saman, meöan kaffihlé varir." Á myndinni eru, taliö frá vinstri, Ólafur Sigurösson, vara- oddviti í Hofshreþþi í Austur-Skaftafellssýslu, Björn Aöalsteins- son, varaoddviti í Borgarfjaröarhreppi, og Einar Rafn Haralds- son, formaöur bæjarráös á Egilsstööum. Myndin er tekin á fjár- málaráöstefnu sambandsins í Reykjavík í nóvember. Ljósm. Gunnar G. Vigfússon. Fljótlega eftir umræddan Egilsstaðafund kaus bæjar- stjórn Neskaupstaðar fimm manna nefnd undir forsæti Bjama Þórðarsonar bæjarstjóra til að undirbúa stofnun sambands sveitarfélaga í kjördæminu. Nefnd þessi hóf fyrst störf af alvöru í júlímánuði 1966 og hélt hún þrjá fundi. Sendi nefndin bréf til allra sveitarfélaga í kjör- dæminu í þeim tilgangi að kanna hug þeirra til sam- bandsstofnunar jafnframt því sem hún hóf undirbúning dagskrár væntanlegs stofnfundar. Undirtektir sveitar- stjóma við hugmyndinni um stofnun austfirsks sveitar- stjórnasambands voru þokkalegar og í byrjun október höfðu 13 sveitarfélög af 35 tilkynnt þátttöku í stofnfundi sem boðaður hafði verið í Neskaupstað dagana 8. og 9. október á þessu herrans ári 1966. Stofnfundur SSA 8. október 1966 Klukkan 2 eftir hádegi laugardaginn 8. október setti Bjami Þórðarson, formaður undirbúningsnefndar, stofn- fund sambands sveitarfélaga á Austurlandi. Að lokinni setningarræðu Bjarna flutti Unnar Stefánsson, fulltrúi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, ávarp. Því næst var Jóhannes Stefánsson, forseti bæjarstjómar Nes- kaupstaðar, kjörinn fundarstjóri og Hrólfur Ingólfsson, bæjarstjóri á Seyðisfirði, varamaður hans. Ritarar voru kjörnir Páll Þorsteinsson alþingismaður og Sigurður Hjaltason, sveitarstjóri á Höfn. Á stofnfundinum var lögð fram skrá yfir þau sveitar- félög sem tilkynnt höfðu þátttöku í stofnfundinum og reyndust þau vera 17, eða u.þ.b. helmingur austfirskra sveitarfélaga. Á stofnfundinn komu hins vegar alls 26 fulltrúar 15 sveitarfélaga. Auk hefðbundinna stofnfundarstarfa voru sérstaklega tekin fyrir þrjú málefni á stofnfundinum. I fyrsta lagi var fjallað um stækkun sveitarfélaga og hafði Bjami Þórðar- son, bæjarstjóri í Neskaupstað, framsögu um það mál- efni. Þá var fjallað um skipulagsmál og hafði Zóphónías Pálsson skipulagsstjóri framsögu og í þriðja lagi hafði Jón Jónsson jarðfræðingur framsögu um neysluvatnsöfl- un. Eftirtektarvert er að stofnfundurinn lýsti yfir eindregn- um stuðningi við hugmyndina um stækkun sveitarfélaga og taldi störf stjómskipaðrar nefndar, sem um þetta leyti fjallaði um sameiningu sveitarfélaga, afar þörf. Tillaga þessa efnis var samþykkt með öllum greiddum atkvæð- um og skal hér sérstaklega tekið fram að Fljótsdælingar áttu fulltrúa á stofnfundinum! Á fundinum var samþykkt að stofna samband sveitar- félaga sem bæri nafnið Samband sveitarfélaga í Austur- landskjördæmi og vom lög þess samþykkt, en lög Sam- bands sveitarfélaga í Reykjaneskjördæmi voru notuð sem fyrirmynd. Undir lok stofnfundarins var kjörin stjórn hins ný- stofnaða sambands og strax að fundinum loknum skiptu stjómarmenn með sér verkum. Sveinn Jónsson á Egils- stöðum var kjörinn fyrsti formaður sambandsins og Bjami Þórðarson frá Neskaupstað varaformaður. Ritari var kjörinn Hrólfur Ingólfsson frá Seyðisfirði, gjaldkeri Jóhann Klausen frá Eskifirði og meðstjórnandi Stefán Bjömsson frá Berunesi í Fáskrúðsfjarðarhreppi. Hin nýkjöma stjóm hóf þegar störf og lagði áherslu á að fá fleiri sveitarfélög til liðs við sambandið. Sú vinna gekk vel því að á aðalfundi sambandsins 1967 höfðu öll austfirsk sveitarfélög, að einu undanskildu, hafið þátt- töku í störfum þess. Strax á fyrsta starfsári Sambands sveitarfélaga í Aust- urlandskjördæmi efndi það til funda um mikilvægustu hagsmunamál Austfirðinga. Á þessum fundum var m.a. fjallað um raforkumál, atvinnumál og bankamál. Fundir þessir vöktu talsverða athygli og stuðluðu að því að íbú- ar Austurlands skynjuðu tilkomu þessa nýja sveitar- stjómasambands með skýmm hætti. Hér er ekki rúm til að rekja sögu Sambands sveitarfé- laga í Austurlandskjördæmi frekar. Segja má að sam- bandið hafi lifað góðu lífi allt frá stofnun og því geta austfirskir sveitarstjórnarmenn bæði óskað því og sér sjálfum til hamingju með þrítugsafmæli þess. 1 1 O

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.