Sveitarstjórnarmál - 01.06.1997, Blaðsíða 50
FRÆÐSLUMÁL
sem vinna að þessum málum um
áframhaldandi þróun.
Hér var ekki einungis könnuð
þjónusta grunnskóla við fatlaða
heldur kennsla fatlaðra, sérkennsla
og kennsla við hæfi. Því verður gerð
grein fyrir þessum þremur hugtök-
um með skírskotun til laga. Spurt er
hvort sérkennsla merki það sama og
kennsla fatlaðra, hvemig er hugtak-
ið fatlaður túlkað lagalega og hvem-
ig er hugtakið sérkennsla skilgreint í
lögum?
I lögum um málefni fatlaðra nr.
59/1992, 2. gr., telst líkamleg eða
andleg fötlun eiga við þroskahöml-
un, geðfötlun, hreyfihömlun, sjón-
og heyrnarskerðingu. Ennfremur
getur fötlun verið afleiðing af
langvarandi veikindum, svo og slys-
um. Markmið laganna er að tryggja
fötluðum jafnrétti og sambærileg
lífskjör á við aðra þjóðfélagsþegna
og skapa þeim skilyrði til að lifa
eðlilegu lífi (1. gr.).
I lögum um grunnskóla nr.
66/1995, 37. gr., segir m.a. að böm
og unglingar, sem eiga erfitt með
nám sökum sértækra námsörðug-
leika, tilfinningalegra eða félags-
legra örðugleika og/eða fötlunar,
sbr. 2. gr. laga um málefni fatlaðra,
eigi rétt á sérstökum stuðningi í
námi.
Af þessu má sjá að fleiri böm og
unglingar eiga rétt á sérkennslu en
þeir sem skilgreindir eru með fötl-
un. Dæmi eru um nemendur sem
eru fatlaðir en þurfa ekki á sér-
kennslu að halda. Á hinn bóginn eru
margir nemendur sem hafa sérþarfir
í námi og skóla án þess að teljast
fatlaðir. Aðrir hlutar heildarkönnun-
arinnar fjalla um aðstæður fyrir og
aðstoð við fólk með fötlun, en þessi
hluti beinist að þróun og stöðu sér-
kennslumála.
í lögum um grunnskóla nr.
66/1995, 2. gr., segir m.a. að gmnn-
skólinn skuli leitast við að haga
störfum sínum í sem fyllstu sam-
ræmi við eðli og þarfir nemenda og
stuðla að alhliða þroska, heilbrigði
og menntun hvers og eins. Þessi
markmið eru mjög þýðingarmikil
fyrir nemendur með sérþarfir þar
sem þau tryggja lagalegan rétt allra
nemenda - einnig nemenda með
sérstakar námsþarfir - til að fá
kennslu við hæfi bæði í sérkennslu-
stundum, almennum kennslustund-
um og öðm því sem fram fer á veg-
um skólans. Þessi könnun athugaði
því bæði þætti sem eiga við sér-
kennslu og kennslu við hæfi.
Könnunaraöferö, fram-
kvæmd og takmarkanir
Eins og komið hefur fram var
þetta viðtalskönnun. Hún náði til
upplýsinga fræðslustjóra sem varð-
aði alla grunnskóla eins landshluta
ásamt upplýsingum viðmælenda úr
12 grunnskólum. í úrtakinu voru
bæði fámennir skólar og skólar í
bæjarfélögum.
Til þess að tryggja möguleika
viðmælenda til að afla sér áreiðan-
legra upplýsinga um þær staðreynd-
ir sem spurt var um, og einnig til að
ræða hugmyndir og tillögur við
samstarfsaðila, var spurningum
komið í hendur viðmælenda á und-
an viðtalinu. Eftir viðtalið voru
svörin skráð og send viðmælendum.
Þeim var gefinn kostur á að leiðrétta
túlkun spyrjandans, draga úr eða
bæta við upplýsingum. Var þetta
gert til að tryggja sem best að skoð-
anir viðmælenda - en ekki túlkun
spyrjanda á skoðunum þeirra -
kæmu fram í könnuninni. Einnig
var þetta gert til að ná fram eins ít-
arlegum upplýsingum og kostur var.
Mikilvægt er að hafa í huga að
könnun sem þessi greinir einungis
frá hluta af þróun og stöðu sér-
kennslumála. Ég vil hér benda sér-
staklega á nokkrar takmarkanir.
Þessi könnun gerði að hluta til
grein fyrir staðreyndum sem varða
þróun og stöðu sérkennslumála í
einum fjórðungi og í einstökum
grunnskólum. Á þetta við um tölu-
legar upplýsingar frá fræðsluskrif-
stofu og frá grunnskólunum um tak-
markanir og möguleika til kennslu
við hæfi og sérkennslu. Að öðru
leyti gerði þessi könnun einungis
grein fyrir túlkunum, viðhorfum og
mati fræðslustjóra, skólastjóra og
nokkurra samstarfsaðila þeirra til
þróunar, stöðu og framtíðarmögu-
leika í sérkennslu. Hvort skoðanir
sem hér er greint frá samsvara þeim
raunveruleika sem nemendur með
sérkennsluþarfir búa við og er túlk-
að eins af þeim og aðstandendum
þeirra gæti verið efni í aðra könnun.
Stutt samantekt á heild-
arniöurstööum
í skýrslunni var greint frá niður-
stöðum í þremur aðalköflum. Byrj-
að var á að skýra frá upplýsingum
um svokallaða ytri áhrifaþætti
kennslu, eins og stærð skóla, fjölda
nemenda, menntun og starfsálag
kennara og fjölda nemenda sem fá
sérkennslu.
í næsta kafla var fjallað um túlk-
un á lögum og reglugerðum sem
varða ábyrgð á að úrskurða hvaða
nemendur eigi rétt á sérkennslu.
Einnig var greint frá einum af meg-
ináhrifaþáttum innra skólastarfs,
sem er skipulag kennslu við hæfi og
sérkennslu. Sagt var frá ráðgjöf og
samvinnu um sérkennslumál og
hugmyndum um að bæta þessa
þætti. Með þessum tveimur köflum
var ætlunin að svara þremur fyrstu
aðalspurningum könnunarinnar. í
þriðja kaflanum var greint nánar frá
hugmyndum viðmælenda um
áframhaldandi þróun og samvinnu
um þennan málaflokk. Niðurstöður
voru bomar saman við sambærileg-
ar athuganir, aðallega íslenskar.
Af þeim upplýsingum, sem fram
komu, eru eftirfarandi atriði sérstak-
lega athyglisverð þegar huga á að
áframhaldandi þróun:
• Oöryggi, sem fram kom þegar
spurt var um ábyrgð á að úrskurða
um þörf á sérkennslu, bendir til að
þörf sé fyrir nánari umfjöllun um
þessi mál. Einnig mætti athuga
hvort æskilegt væri að hafa skýrari
ákvæði í lagatextum og reglugerð-
um.
• Dræm svör við spurningum um
skipulagsþætti sérkennslumála í
innra starfi grunnskólanna benda til
þess að þörf sé á menntun, sam-
1 1 2