Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1997, Blaðsíða 60

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1997, Blaðsíða 60
ERLEND SAMSKIPTI „GOD MORGEN, NORDEN“ Norræn bókasafnavika í nóvember 1997 Pálína Magnúsdóttir bœjarbókavörður, Bókasafni Seltjarnarness PR-félag norrænna bókasafna í samvinnu við Nordliv-verkefnið og Norrænu félögin vinnur nú að undirbúningi Nor- rænu bókasafnavikunnar, sem verður á Norður- löndunum vikuna 10.-16. nóvember 1997. Islendingar fara fyrir hópnum. Tilgangurinn er að nokkru í anda Nordliv-verkefnis- ins: að draga fram sameiginlegan menningararf þjóðanna á Norður- löndum og kynnast daglegu lífi fólks fyrr og nú. Kynningarþáttur- inn (Pé-errið) er svo að sjálfsögðu að kynna bókasöfnin, efla lestur og sýna fram á stórkostlegt gildi bóka- safna. Þegar hafa komið fram ýmsar hugmyndir og eru þessar helstar: I Ijósaskiptunum Yfirskrift vikunnar verður ,,/ Ijósaskiptunum: orðið í norðri. Vís- að er til þess að áður fyrr á öldum voru ljósaskiptin notuð til að segja sögur. Vikan hefst á sameiginlegri dag- skrá á sem flestum bókasöfnum á Norðurlöndum með því að lesa kafla úr Egilssögu. Hugmyndin er að byrja vikuna á sama tíma alls staðar á Norðurlöndunum, kl. 18.00 að íslenskum tíma, og lesa kaflann um dauða Böðvars. Þar lokkar Þor- gerður föður sinn Egil til að hætta við að svelta sig í hel með því að drekka mjólk, borða söl og hvatti hann til að yrkja Sonatorrek. Er talið að þessi gjörð Þor- gerðar sé ein af fyrstu heimildunum um sam- talsþerapíu. Því er þessi þáttur gott dæmi um mátt orðsins, hins talaða orðs; fyrst úr munni Þor- gerðar og síðan Egils er hann yrkir sig frá sorg- inni. Veggspjöld, bæklingur og póstkort Ætlunin er að prenta veggspjöld og póstkort. Einnig er unnið að gerð bæklings með hugmyndum og til- lögum um hvað söfnin gætu/geta gert þessa umræddu viku til að vekja athygli á norrænni menningu og bókmenntum. Verður hann send- ur öllum bókasöfnum þegar þar að kemur. Einnig verða prentuð vegg- spjöld og póstkort til að kynna vik- una fyrir almenningi. Efnt hefur verið til samkeppni meðal nema á síðasta ári í grafískri hönnun í Myndlista- og handíða- skóla Islands um gerð veggspjalds- ins og póstkortsins. Styrkur Verið er að undirbúa umsóknir um styrki til ýmissa norrænna sjóða og stofnana og einnig er ætlast til að undirbúningshópamir í hverju landi sæki um styrki til stofnana hver í sínu landi. Verum meö Allir bókaverðir á Islandi eru hvattir til að fylgjast vel með undir- búningi og leggja sitt af mörkum með hugmyndum, tillögum og góð- um ráðum. Veittir verða styrkir til bókasafna til að þau geti tekið þátt í vikunni til Nordliv á Islandi. Þessir styrkir verða auglýstir síðar. I desember sl. var haldinn fundur hér á landi með hinum fulltrúum Norðurlandanna í PR-félagi nor- rænna bókasafna þar sem lagðar voru línurnar fyrir vikuna. Einnig hafa verið haldnir símafundir með hinum fulltrúum Norðurlandanna í hópnum. Annar fundur var haldinn í Kaupmannahöfn í maí sl. Á forstöðumannafundi í Bolung- arvík í maí 1996 var myndaður svo- kallaður bókasafnahópur Nordliv á íslandi til að undirbúa vikuna. I þeim hópi sitja fulltrúar úr PR-hópi bókavarða á Islandi ásamt verkefn- isstjóra Nordliv á Islandi og tveimur bókavörðum að auki. Þessir eiga sæti í bókasafnahópi Nordliv á íslandi: Hrafn Harðarson, Bókasafni Kópavogs, Hrafnhildur Jósefsdóttir, verkefnisstjóri Nordliv á íslandi, Lisbeth Ruth, Bókasafni Norræna hússins, Marta Hildur Richter, Bókasafni Mosfellsbæjar, Pálína Magnúsdóttir, Bókasafni Sel- tjamamess, og Þórdís Þorvaldsdótt- ir, Borgarbókasafni. Þessir eiga sæti í íslenska PR- hópnum: Hrafn Harðarson, Bóka- safni Kópavogs, Hólmkell Hreins- son, Amtsbókasafninu á Akureyri, Hulda Björk Þorkelsdóttir, Bóka- safni Reykjanesbæjar, Ingibjörg Rögnvaldsdóttir, Borgarbókasafni, Marta Hildur Richter, Bókasafni Mosfellsbæjar, Pálína Magnúsdótt- ir, Bókasafni Seltjarnarness, og Rósa Traustadóttir, Fjölbrautaskóla Suðurlands. Þessir eru í forsvari fyrir PR-for- eningen for nordiske biblioteker: Bjöm Lindwall, Svíþjóð, Live Guls- rud, Noregi, Anne-Marie Mar- strand, Danmörku, Riitta Myllyla, Finnlandi, Marta Hildur Richter, Is- landi. 1 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.