Sveitarstjórnarmál - 01.06.1997, Side 60
ERLEND SAMSKIPTI
„GOD MORGEN,
NORDEN“
Norræn bókasafnavika í nóvember 1997
Pálína Magnúsdóttir bœjarbókavörður,
Bókasafni Seltjarnarness
PR-félag norrænna
bókasafna í samvinnu
við Nordliv-verkefnið og
Norrænu félögin vinnur
nú að undirbúningi Nor-
rænu bókasafnavikunnar,
sem verður á Norður-
löndunum vikuna
10.-16. nóvember 1997.
Islendingar fara fyrir
hópnum. Tilgangurinn er
að nokkru í anda Nordliv-verkefnis-
ins: að draga fram sameiginlegan
menningararf þjóðanna á Norður-
löndum og kynnast daglegu lífi
fólks fyrr og nú. Kynningarþáttur-
inn (Pé-errið) er svo að sjálfsögðu
að kynna bókasöfnin, efla lestur og
sýna fram á stórkostlegt gildi bóka-
safna.
Þegar hafa komið fram ýmsar
hugmyndir og eru þessar helstar:
I Ijósaskiptunum
Yfirskrift vikunnar verður ,,/
Ijósaskiptunum: orðið í norðri. Vís-
að er til þess að áður fyrr á öldum
voru ljósaskiptin notuð til að segja
sögur.
Vikan hefst á sameiginlegri dag-
skrá á sem flestum bókasöfnum á
Norðurlöndum með því að lesa
kafla úr Egilssögu. Hugmyndin er
að byrja vikuna á sama tíma alls
staðar á Norðurlöndunum, kl. 18.00
að íslenskum tíma, og lesa kaflann
um dauða Böðvars. Þar lokkar Þor-
gerður föður sinn Egil til að hætta
við að svelta sig í hel með því að
drekka mjólk, borða söl og hvatti
hann til að yrkja Sonatorrek. Er
talið að þessi gjörð Þor-
gerðar sé ein af fyrstu
heimildunum um sam-
talsþerapíu. Því er þessi
þáttur gott dæmi um
mátt orðsins, hins talaða
orðs; fyrst úr munni Þor-
gerðar og síðan Egils er
hann yrkir sig frá sorg-
inni.
Veggspjöld, bæklingur og
póstkort
Ætlunin er að prenta veggspjöld
og póstkort. Einnig er unnið að gerð
bæklings með hugmyndum og til-
lögum um hvað söfnin gætu/geta
gert þessa umræddu viku til að
vekja athygli á norrænni menningu
og bókmenntum. Verður hann send-
ur öllum bókasöfnum þegar þar að
kemur. Einnig verða prentuð vegg-
spjöld og póstkort til að kynna vik-
una fyrir almenningi.
Efnt hefur verið til samkeppni
meðal nema á síðasta ári í grafískri
hönnun í Myndlista- og handíða-
skóla Islands um gerð veggspjalds-
ins og póstkortsins.
Styrkur
Verið er að undirbúa umsóknir
um styrki til ýmissa norrænna sjóða
og stofnana og einnig er ætlast til að
undirbúningshópamir í hverju landi
sæki um styrki til stofnana hver í
sínu landi.
Verum meö
Allir bókaverðir á Islandi eru
hvattir til að fylgjast vel með undir-
búningi og leggja sitt af mörkum
með hugmyndum, tillögum og góð-
um ráðum. Veittir verða styrkir til
bókasafna til að þau geti tekið þátt í
vikunni til Nordliv á Islandi. Þessir
styrkir verða auglýstir síðar.
I desember sl. var haldinn fundur
hér á landi með hinum fulltrúum
Norðurlandanna í PR-félagi nor-
rænna bókasafna þar sem lagðar
voru línurnar fyrir vikuna. Einnig
hafa verið haldnir símafundir með
hinum fulltrúum Norðurlandanna í
hópnum. Annar fundur var haldinn í
Kaupmannahöfn í maí sl.
Á forstöðumannafundi í Bolung-
arvík í maí 1996 var myndaður svo-
kallaður bókasafnahópur Nordliv á
íslandi til að undirbúa vikuna. I
þeim hópi sitja fulltrúar úr PR-hópi
bókavarða á Islandi ásamt verkefn-
isstjóra Nordliv á Islandi og tveimur
bókavörðum að auki.
Þessir eiga sæti í bókasafnahópi
Nordliv á íslandi: Hrafn Harðarson,
Bókasafni Kópavogs, Hrafnhildur
Jósefsdóttir, verkefnisstjóri Nordliv
á íslandi, Lisbeth Ruth, Bókasafni
Norræna hússins, Marta Hildur
Richter, Bókasafni Mosfellsbæjar,
Pálína Magnúsdóttir, Bókasafni Sel-
tjamamess, og Þórdís Þorvaldsdótt-
ir, Borgarbókasafni.
Þessir eiga sæti í íslenska PR-
hópnum: Hrafn Harðarson, Bóka-
safni Kópavogs, Hólmkell Hreins-
son, Amtsbókasafninu á Akureyri,
Hulda Björk Þorkelsdóttir, Bóka-
safni Reykjanesbæjar, Ingibjörg
Rögnvaldsdóttir, Borgarbókasafni,
Marta Hildur Richter, Bókasafni
Mosfellsbæjar, Pálína Magnúsdótt-
ir, Bókasafni Seltjarnarness, og
Rósa Traustadóttir, Fjölbrautaskóla
Suðurlands.
Þessir eru í forsvari fyrir PR-for-
eningen for nordiske biblioteker:
Bjöm Lindwall, Svíþjóð, Live Guls-
rud, Noregi, Anne-Marie Mar-
strand, Danmörku, Riitta Myllyla,
Finnlandi, Marta Hildur Richter, Is-
landi.
1 22