Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1997, Blaðsíða 40

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1997, Blaðsíða 40
FRÁ LAN DSHLUTASAMTÖKUNUM 30. aðalfundur SSA 29. og 30. ágúst 1996 Björn Hafþór Guðmundsson fi'amkvœmdastjóri Þrítugasti aðalfundur Sambands sveitarfélaga í Aust- urlandskjördæmi (SSA) var haldinn í Egilsbúð í Nes- kaupstað 29. og 30. ágúst 1996. Samhliða venjulegum aðalfundarstörfum var haldið upp á 30 ára afmæli SSA, en sambandið var einmitt stofnað í Neskaupstað og bar fundurinn nokkur merki þess, svo sem hvað varðaði efnisval helstu mála er þar voru til umfjöllunar. Aðalfundinn sátu 56 fulltrúar frá 25 af 27 aðildar- sveitarfélögunum og voru aðstæður til fundarhalda allar eins og best verður á kosið og nægt gistirými, einkurn á heimavist Verkmenntaskóla Austurlands. Fyrri daginn var farin kynnisferð í nýja íþróttahúsið í Neskaupstað og jafnframt skoðað verknámshús Verk- menntaskóla Austurlands, en öll sveitarfélögin í fjórð- ungnum komu honum á laggimar á sínum tíma. Afmælishóf Að kvöldi fyrri fundardags var haldið sérstakt afmæl- ishóf og voru heiðursgestir í því Guðmundur Magnús- son, fyrrverandi fræðslustjóri Austurlands, og kona hans, Anna A. Frímannsdóttir. Veisluna sátu ennfremur margir fyrrverandi formenn sambandsins og tveir af þremur fyrrverandi framkvæmdastjórum þess, Ingi- mundur Magnússon og Sigurður Hjaltason. í hófinu flutti Smári Geirsson, forseti bæjarstjómar Neskaupstaðar, samantekt úr sögu SSA og er það birt aftan við þessa frásögn. Kór aldraðra í Neskaupstað söng undir stjóm Agústs Armanns Þorlákssonar og allir fyrrverandi formenn og framkvæmdastjórar voru kallað- ir upp ásamt mökum og þeim færður virðingarvottur fyrir störf að sveitarstjómarmálum í fjórðungnum. Vil- hjálmur Hjálmarsson flutti ávarp fyrir hönd fyrrverandi formanna og Ingimundur Magnússon sagði frá eftir- minnilegum mönnum og málefnum. Veislustjóri var Guðmundur Bjarnason bæjarstjóri og flutti hann nt.a. tvær vísur eftir framkvæmdastjóra SSA. Kveikjan að hinni fyrri var sú að Guðmundur og Smári Geirsson tóku upp þann sið sl. vor að fara upp fyrir allar aldir að skokka í norðfirskri náttúm. Tók Guðmundur fljótlega eftir því að kríununt á staðnum virtist sérlega illa við Smára og tóku þær gjarnan langt aðflug áður en þær komu bmnandi í stefnu beint á koll hans. Varð Smára helst til bjargar að beygja sig í keng og einu sinni of mikið með þeim afleiðingum að hann valt um koll og brákaði rifbein. Taldi Guðmundur að oft hefði verið gerð vísa af minna tilefni: Kríumar kommana hata, í kollinn á Smára þær rata og beygja í keng þennan blessaða dreng; skyldu þær kjósa krata? Þetta fannst Smára ekki góð vísa og heimtaði aðra um Guðmund, lífvörð sinn. Kvaðst hann sem forseti bæjar- stjórnar ekki hafa nema einn vesælan lífvörð, er gæti ekki einu sinni bægt frá sér kríustóði, meðan Bandaríkja- forseti hefði a.m.k. 20 þegar hann færi út að skokka á fá- fömum stígum í heimalandi sínu eða hvar svo sem hann kysi annars staðar í ferðum sínum um heiminn. Eigi er Clinton varða vant þá vill hann stígi þræða. En Smára aðeins gætir grannt Gvendur fuglahræða. Þessa vísu mun Smári hafa talið sýnu betri en hina fyrri. Aöalfundarstörfin Aðalfundurinn hófst kl. 10 og voru fundarstjórar Smári Geirsson og Steinunn L. Aðalsteinsdóttir, bæjar- fulltrúi þar. Fundarritarar voru Þórður Kr. Jóhannsson, Guðmundur Steingrímsson og Hermann V. Guðmunds- son. Formaður SSA. Broddi B. Bjamason, bæjarfulltrúi í Egilsstaðabæ, setti fundinn og fór síðan nokkrum orðum um tildrögin að stofnun samtakanna. Að því búnu var lögð fram starfsskýrsla stjómar og ársreikningar SSA. Ávörp gesta Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands ís- lenskra sveitarfélaga, flutti SSA ámaðaróskir í tilefni af afmælinu. Einnig ræddi hann flutning gmnnskólans og fjármál sveitarfélaganna. Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, formaður Sambands sunnlenskra sveitarfélaga, mælti fyrir hönd landshluta- samtaka sveitarfélaga og færði SSA borðfánastöng að gjöf í tilefni 30 ára afmælisins. 1 02
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.