Sveitarstjórnarmál - 01.06.1997, Blaðsíða 27
FÉLAGSMÁL
Reynsla undanfarinna tveggja ára
Þegar litið er til gagnrýni sveitarfélaganna sem áður er
vitnað í hefur sýnt sig nú, að tveimur árum liðnum, að
vamaðarorð þeirra áttu rétt á sér a.m.k. að nokkru leyti:
1. Sveitarfélögin hafa alfarið borið kostnað af umsjón
með og afgreiðslu bótanna og er sá kostnaður t.d. í
Reykjavík um 6,5 milljónir króna árið 1996. Akvörðun
fjármálaráðuneytis um að taka staðgreiðslu af bótunum
hefur aukið þessi umsvif og þar með kostnað.
2. Ríkisvaldið (fjármálaráðuneytið) lagði drög að því
strax við gerð fjárlaga fyrir árið 1996 að hætta þátttöku í
húsaleigubótakerfmu við árslok 1996.
3. A fjárlögum fyrir árið 1995 er gert ráð fyrir að ríkið
leggi 400 milljónir króna til húsaleigubóta. Fyrir árið
1996 er upphæðin lækkuð niður í 200 milljónir og í við-
ræðum sem nú standa yfir virðist sú tala vera orðin
„heilög“ tala í fjármálaráðuneytinu.
4. í kjölfar samþykktar laga um húsaleigubætur var
skattlagning leigutekna lækkuð þannig að leiga undir 25
þúsund varð skattfrjáls. Var þetta gert til þess að hvetja
leigusala til að gefa upp rétta leigufjárhæð og gera leigu-
samninga við leigjendur. Eins og margir efasemdamenn
gagnvart ríkisvaldinu spáðu hefur þessari skipan verið
breytt á nýjan leik og nú tekinn upp 10% fjármagns-
skattur á allar fjármagnstekjur, m.a. húsaleigutekjur.
Reyndar hafa fulltrúar fjármálaráðuneytis fullyrt að út-
koman verði sú sama fyrir leigusala þegar upp er staðið.
En óstöðugleiki sem þessi hefur í för með sér að tiltrú
einstaklinga og sveitarfélaga gagnvart ríkisvaldinu
minnkar og í Reykjavík er hægt að merkja nú þegar
aukna andstöðu leigusala að veita leigjendum leigu-
samning og auk þess merki um hækkun húsaleigu.
Björtu hlióarnar
Það sem aftur á móti hefur gengið vel (andstætt spá
margra sveitarfélaga) er samstarf ríkis og sveitarfélaga
við framkvæmd laganna og endurgreiðslu ríkis til sveit-
arfélaga. Verkefnið hefur gengið snurðulaust og ekki
verið flókið í þeim skilningi.
Enn fremur er það mat þeirra sent komið hafa að
þessu máli hjá sveitarfélögunum að verkefnið eigi vel
heima hjá sveitarfélögunum og falli að öðrum stuðn-
ingsúrræðum sem þau veita íbúum sínum.
Afgreiðslan hefur gengið mjög vel og úrræðið hefur
nýst tekjulitlum íbúum sveitarfélaganna. Rétt er að
benda á að það er mun stærri hópur en áður fékk fjár-
hagsaðstoð vegna hárrar húsaleigu í samræmi við lög
um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991. Markmið
húsaleigubótalaganna var líka að ná til breiðari hóps en
fellur undir reglur um fjárhagsaðstoð og það hefur geng-
ið eftir. Til þess að nefna dæmi voru þeir sem fengu
húsaleigubætur og einnig fjárhagsaðstoð einungis
17,4% þess hóps sem fékk fjárhagsaðstoð í Reykjavík
árið 1995.
Mikilvægt hefur verið að hægt hefur verið að greiða
bætumar í takt við húsaleiguna sem ekki hefði verið gert
ef bætumar hefðu farið um skattakerfið (eins og vaxta-
bætur).
Endurskoóun laga nr. 100/1994 um húsa-
leigubætur
Félagsmálaráðherra skipaði 17. maí 1996 starfshóp til
þess að gera tillögur um framtíð húsaleigubóta. f starfs-
hópnum eiga sæti Lára Björnsdóttir, félagsmálastjóri
Reykjavíkur, Karl Bjömsson, bæjarstjóri á Selfossi, f.h.
Sambands íslenskra sveitarfélaga, Arnar Jónsson, f.h.
fjármálaráðuneytis, og þau Aslaug Friðriksdóttir og Ingi
Valur Jóhannsson, f.h. félagsmálaráðuneytis.
Starfshópurinn átti að skila niðurstöðum fyrir árslok
1996. í septembermánuði 1996 var fyrirséð að starfshóp-
urinn myndi ekki ljúka störfum á tilsettum tíma en jafn-
framt var ljóst að einhverja ákvörðun varð að taka um
húsaleigubótakerfið á þeim tíma svo málið færi ekki í
uppnám með tilheyrandi óþægindum fyrir viðkomandi
sveitarfélög og húsaleigubótaþega.
Fulltrúar Sambands íslenskra sveitarfélaga í nefndinni
rituðu þá stjóm sambandsins bréf þar sem kynnt var bók-
un þeirra á fundi starfshópsins þann 12. september 1996
þess efnis að framlengja skyldi gildandi reglur um húsa-
leigubótakerfið óbreyttar um eitt ár svo starfshópnum
gæfist tími til að ljúka störfum sínum á viðunandi hátt.
I framhaldi þessa og eftir viðræður formanns og fram-
kvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga við fé-
lagsmálaráðherra og fjármálaráðherra var eftirfarandi
samþykkt gerð á fundi stjórnar sambandsins þann 30.
október 1996:
„Fyrir liggur að húsaleigubótakerfið verður óbreytt á
næsta ári og endurskoðunamefnd laga um húsaleigubæt-
ur hefur verið falið að móta tillögur að nýju kerfi fyrir
árslok 1997.
Stjómin leggur þunga áherslu á að endurskoðunar-
nefndin hraði störfum og telur að til greina komi að
sveitarfélögin taki að fullu að sér greiðslu húsaleigubóta
að því gefnu að tillaga um nýtt fyrirkomulag verði ásætt-
anleg frá sjónarhóli sveitarfélaganna og að fullt sam-
komulag náist um fjárhagshlið málsins milli ríkis og
sveitarfélaga.“
I minnisblaði félagsmálaráðherra til formanns starfs-
hópsins, dags. 1. nóvember 1996, sem lagt var fram á
fundi starfshópsins sama dag, kemur eftirfarandi fram:
„Samkomulag félagsmálaráðherra og fjármálaráðherra
annars vegar og formanns og framkvæmdastjóra Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga hins vegar felur það í sér að
þessir aðilar stefna sameiginlega að því að sveitarfélögin
yfirtaki alfarið greiðslu húsaleigubótanna um áramótin
1997/1998. Að sjálfsögðu þarf nefndin að taka mið af
þessu í störfum sínum.
Þar sem ætlunin er að sveitarfélögin taki alfarið að sér
þetta verkefni er eðlilegt að sjónarmið fulltrúa sveitarfé-
laganna í nefndinni hafi mikið vægi.
89