Sveitarstjórnarmál - 01.06.1997, Blaðsíða 9
AFMÆLI
sína skólagöngu en 6.-10. bekkur stunda nám í gagn-
fræðaskólanum. Báðir þessir skólar eru nú þegar of litlir
fyrir þá starfsemi sem í þeim á að fara fram og á næstu
mánuðum verða bæjaryfirvöld að ákveða hvemig mál
skólanna verða leyst.
Tveir leikskólar em á Sauðárkróki í mjög nýlegum og
vistlegum húsum. Tekist hefur að koma til móts við ósk-
ir foreldra um vistun og em ekki biðlistar við leikskól-
ana.
í tónlistarskólanum stendur til boða kennsla á flest
hljóðfæri og oftast hefur verið starfrækt söngdeild við
skólann.
íþ róttastarf
Öflugt íþrótta- og æskulýðsstarf er á vegum Sauðár-
krókskaupsstaðar og ungmennafélagsins Tindastóls auk
annarra félagasamtaka. Gert hefur verið átak í að koma
íþróttamannvirkjum í sem best horf og á árinu verður
glæsilegt íþróttahús fullbyggt. Fyrir liggur að endurbæta
þarf sundlaug og aðstöðu fyrir frjálsar íþróttir. Bærinn
hefur átt hlut að uppbyggingu golfvallar svo og aðstöðu
fyrir hestamenn. Einnig er unnið að skíðasvæði í vestur-
hlíðum Tindastóls.
Samstarf
Sauðárkróksbær er aðili að héraðsnefnd Skagfirðinga
og þeir málaflokkar sem undir þetta samstarf falla eru
bamavemdarmál, Bmnavamir Skagafjarðar, ferðamál,
safnastjóm og fleira.
Árið 1992 var hafist handa við að breyta húsnæði sem
keypt var af Kaupfélagi Skagfirðinga og var áður mat-
vömverslun og því breytt í stjómsýsluhús. Að breyting-
unum stóðu Sauðárkróksbær, héraðsnefnd Skagfirðinga
og Byggðastofnun. Nú þykir hús þetta hið fallegasta, en
í því hafa aðsetur, auk héraðsnefndar og Byggðastofn-
unar, Félagsmálastofnun Sauðárkróks, Héraðsdómur
Norðurlands vestra, Heilbrigðiseftirlit Norðurlands
vestra, Vinnueftirlit ríkisins, Verkakvennafélagið Aldan,
Rauði krossinn og fleiri.
Nú em í gangi viðræður allra sveitarfélaga í Skaga-
firði, nema Akrahrepps, um sameiningu í eitt sveitarfé-
lag og er stefnt að fjölda kynningarfunda á næstu vikum
og síðar í haust atkvæðagreiðslu um sameiningu. Gangi
það eftir verða almennar sveitarstjómarkosningar í nýju
sameinuðu sveitarfélagi vorið 1998.
Á afmælisárí
Nú á afmælisárinu hefur verið lögð rækt við að draga
fram sögu staðarins og sérkenni. Bæjarstjórn tók
ákvörðum um að koma á fót bæjarsafni, en tvö stór söfn
gamalla muna em í eigu bæjarins, safn Andrésar Val-
bergs og Kristjáns Runólfssonar. Keypt var stórt hús,
sem nú er verið að breyta í safnahús, og stendur til að
opna húsið nú í sumar í tilefni afmælisins.
Afmælisnefndin, sem hafði forgöngu um mikla hátíð í
Úr Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Ljósm. Oddný Finn
bogadóttir.
upphafi afmælisársins, hefur verið ötul við að skipu-
leggja fjölbreytta dagskrá, þar sem allir geta fundið eitt-
hvað við sitt hæft.
I tilefni afmælanna var ákveðið að taka saman Sauðár-
króksannál, frá þeim tíma er Sauðárkrókur varð kaup-
staður og til dagsins í dag. Áætlað er að annállinn komi
út í haust.
Endurvakinn var Ræðuklúbbur Sauðárkróks, en hann
var við lýði 1894—1902. Nýlega fannst fundargerðabók
þessa klúbbs og var hún gefin út í tilefni afmælisins.
Ræðuklúbburinn hefur svo staðið fyrir fundum um
margvísleg málefni, s.s. um húsfriðun, um Danina á
Sauðárkróki, Guðrúnu frá Lundi, nýtingu jarðvarma og
um Sauðárkrók og samvinnuhreyfinguna, svo nokkuð sé
talið. Fram til 20. júlí næstkomandi verður síðan dagskrá
á vegum Ræðuklúbbsins og afmælisnefndar, sem endar
með lokahátíð helgina 19. til 20 júlí.
Fjölmargir brottfluttir Sauðkrækingar hafa gert sér
ferð hingað til þess að fagna með bæjarbúum og vinum
sínum í tilefni af þessum merkisafmælum bæjarins.
7 1