Sveitarstjórnarmál - 01.06.1997, Blaðsíða 51
FRÆÐSLUMAL
Fötfuö börn og ófötluö saman
í Egilsstaöaskóla.
vinnu og umfjöllun um þessi efni.
Fjöldi ábendinga um þörf fyrir ráð-
gjöf, námskeiðahald, menntun, þró-
unarverkefni og samvinnu um sér-
kennslumál styrkir þessar niðurstöð-
ur. Það sýnir einnig að starfsmenn
grunnskólanna gera sér grein fyrir
þessari þörf og hafa hug á að halda
áfram þróun sérkennslumála.
• Mikil áhersla var lögð á þörf fyrir
fræðslu- og ráðgjafarþjónustu
grunnskóla og bent á mikilvægi
þess að bæta þessa þjónustu. Mörg-
um hagnýtum ábendingum var
komið á framfæri í þessu sambandi.
• Margar upplýsingar og ábending-
ar um samstarf menntamála-,
félagsmála- og heilsugæsluaðila,
leikskóla, grunnskóla, framhalds-
skóla, sveitarfélaga og atvinnulífs,
fræðsluskrifstofu og Svæðisskrif-
stofu málefna fatlaðra benda til að
skólafólk í heimahéraði og fræðslu-
yfirvöld leggi áherslu á að styrkja
þróun og samvinnu í málefnum fatl-
aðra innan fjórðungsins. Einnig
komu fram skýrar óskir um að sam-
starf við sérstofnanir á vegum rikis-
ins yrði aukið og bætt.
• Margar upplýsingar og ábending-
ar, sem varða samstarf fleiri aðila
innan og utan skólans í heimahér-
aði, benda til þess að mikil áhersla
sé lögð á að kennsla og önnur þjón-
usta við nemendur með sérkennslu-
þarfír eigi að fara fram í heimahér-
aði og að samstarf um þetta sé þegar
komið vel af stað í nokkrum sveitar-
félögum.
Hugmyndir um þróun sér-
kennslumáia í umdæminu
Eins og fram kom framar í grein-
inni var fjórða markmið könnunar-
innar að leita eftir hugmyndum
þeirra sem starfa í grunnskólum um
áframhaldandi þróun sérkennslu-
mála í fjórðungnum. I þessum kafla
verður greint frá mati á þróun sér-
kennslumála fram til dagsins í dag
og hugmyndum um áframhaldandi
þróun.
Viðmælendur voru spurðir hvem
þeir teldu vera helsta ávinninginn af
því að skapa menntunarskilyrði fyrir
nemendur sem þurfa á sérkennslu
að halda í grunnskólum umdæmis-
ins síðan lög um gmnnskóla öðluð-
ust gildi árið 1974.
Fræðslustjóri benti sérstaklega á
tvennt:
• framboð á sérkennslunámi fyrir
austan
• tilboð Kennaraháskóla íslands um
annað ár í sérkennslufræðum.
Frá viðmælendum í gmnnskólum
úrtaksins komu eftirtalin atriði:
• aukinn fjöldi sérkennslustunda
(7 skólar)
• viðhorfsbreyting (6 skólar)
• framhaldsnám í sérkennslufræð-
um (5 skólar)
• viðhorfsbreyting í samfélaginu
(2 skólar)
• viðhorfsbreyting hjá kennurum
(2 skólar)
• ráðgjöf á vegum fræðsluskrifstofu
(2 skólar)
• betri kennaramenntun (2 skólar)
Eftirtalin atriði voru nefnd einu
sinni:
Tilkoma reglugerðar um sér-
kennslu, aukin umræða um sér-
kennslu, viðhorfsbreyting hjá for-
eldrum, sérkennslunám á Austur-
landi, meiri sérkennslu inn í bekk,
þátttaka sveitarstjórna í kostnaði,
aukið framboð á námsgögnum til
sérkennslu og aukin sérkennslu-
fræðileg þekking og fæmi.
Spurt var hvaða atriði viðmæl-
endur teldu að ætti að þróa áfram til
að tryggja og bæta kennslu nem-
enda í heimaskóla sem þurfa á sér-
1 1 3