Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1997, Blaðsíða 45

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1997, Blaðsíða 45
AFMÆLI Samband sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi 30 ára Smári Geirsson, forseti bœjarstjórnar, Neskaupstað Hinn 8. október 1996 voru 30 ár frá stofnun Sam- bands sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi. Stofnfundur þess var haldinn í Egilsbúð í Neskaupstað, í sama sal og aðalfundur þess 1996. í tilefni þessara tímamóta verður hér rakinn aðdragandinn að stofnun sambandsins og far- ið nokkrum orðum um samstarf austfirskra sveitarstjóm- armanna áður en SSA kom til. Fjóröungsþing Austfiröinga Á árinu 1943 höfðu Seyðfirðingarnir Hjálmar Vil- hjálmsson og Gunnlaugur Jónasson frumkvæði að stofn- un Fjórðungsþings Austfirðinga. Fjórðungsþingið var nánar tiltekið stofnað þann 14. ágúst árið 1943 og var megintilgangur þingsins sá að móta hugmyndir um nauðsynlegar breytingar á íslenska stjómkerfinu og berj- ast síðan fyrir framgangi þeirra. Auk þess var þessari samstarfsstofnun ætlað að fjalla um málefni fjórðungs- ins almennt. Ekki er hægt að segja að Fjórðungsþing Austfirðinga hafi verið samtök allra sveitarstjóma í fjórðungnum því árlega fundi þess sátu fulltrúar bæjarstjóma og fulltrúar sýslunefnda en hreppsfélög áttu ekki fulltrúa á fundum þingsins. Þeir menn sem höfðu frumkvæði að stofnun Fjórð- ungsþings Austfirðinga álitu byggðarröskunina í landinu komna á hættulegt stig. Gjarnan var bent á að íbúar fjórðungsins væm álíka margir og þeir hefðu verið um síðustu aldamót og áberandi væri að ungt fólk flytti bú- ferlum til höfuðborgarsvæðisins. Því var óhikað haldið fram að orsökin fyrir hinum mikla vexti höfuðborgarinn- ar væm forréttindi umfram aðra staði sem fyrst og fremst mætti rekja til aðseturs Alþingis, ríkisstjómar og stjóm- sýslustofnana þar. Þá var og lögð á það áhersla að í sí- vaxandi mæli þyrftu íbúar landsbyggðarinnar að sækja lífsnauðsynjar sínar, bæði andleg- ar og líkamlegar, til höfuðstaðar- ins og virtust stjómvöld ýta undir þá þróun. Fjórðungsþingið mótaði ítarleg- ar tillögur um breytingar á stjóm- kerfinu og á árinu 1949 gaf það í samvinnu við Fjórðungssamband Norðlendinga út bækling sem innihélt hvorki meira né minna en tillögu að nýrri stjórnarskrá fyrir íslenska lýðveldið. Fyrirmyndin að stjórnarskrártillögunni var að mestu sótt til bandaríska stjórn- kerfisins. Gerði tillagan ráð fyrir ýmsum grundvallarbreytingum á stjómkerfinu og má þar t.d. nefna að fylkjaskipulagi skyldi komið á með stórauknu valdi héraða, vald forseta skyldi aukið til muna og einmenningskjördæmi tekin upp. Tillögur fjórðungsþinganna um nýja stjórnarskrá vöktu allmikið umtal en reyndin var sú að stjóm- málamenn og helstu kerfiskarlar í afmælishófinu léku Ágúst Ármann Porláksson, skólastjóri Tónskóla Neskaupstaöar, og sonur hans Bjarni saman á flygil og trompet. 1 07
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.