Sveitarstjórnarmál - 01.06.1997, Blaðsíða 45
AFMÆLI
Samband sveitarfélaga í
Austurlandskjördæmi 30 ára
Smári Geirsson, forseti bœjarstjórnar, Neskaupstað
Hinn 8. október 1996 voru 30 ár frá stofnun Sam-
bands sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi. Stofnfundur
þess var haldinn í Egilsbúð í Neskaupstað, í sama sal og
aðalfundur þess 1996. í tilefni þessara tímamóta verður
hér rakinn aðdragandinn að stofnun sambandsins og far-
ið nokkrum orðum um samstarf austfirskra sveitarstjóm-
armanna áður en SSA kom til.
Fjóröungsþing Austfiröinga
Á árinu 1943 höfðu Seyðfirðingarnir Hjálmar Vil-
hjálmsson og Gunnlaugur Jónasson frumkvæði að stofn-
un Fjórðungsþings Austfirðinga. Fjórðungsþingið var
nánar tiltekið stofnað þann 14. ágúst árið 1943 og var
megintilgangur þingsins sá að móta hugmyndir um
nauðsynlegar breytingar á íslenska stjómkerfinu og berj-
ast síðan fyrir framgangi þeirra. Auk þess var þessari
samstarfsstofnun ætlað að fjalla um málefni fjórðungs-
ins almennt.
Ekki er hægt að segja að Fjórðungsþing Austfirðinga
hafi verið samtök allra sveitarstjóma í fjórðungnum því
árlega fundi þess sátu fulltrúar bæjarstjóma og fulltrúar
sýslunefnda en hreppsfélög áttu ekki fulltrúa á fundum
þingsins.
Þeir menn sem höfðu frumkvæði að stofnun Fjórð-
ungsþings Austfirðinga álitu byggðarröskunina í landinu
komna á hættulegt stig. Gjarnan var bent á að íbúar
fjórðungsins væm álíka margir og þeir hefðu verið um
síðustu aldamót og áberandi væri að ungt fólk flytti bú-
ferlum til höfuðborgarsvæðisins. Því var óhikað haldið
fram að orsökin fyrir hinum mikla vexti höfuðborgarinn-
ar væm forréttindi umfram aðra staði sem fyrst og fremst
mætti rekja til aðseturs Alþingis, ríkisstjómar og stjóm-
sýslustofnana þar. Þá var og lögð á það áhersla að í sí-
vaxandi mæli þyrftu íbúar landsbyggðarinnar að sækja
lífsnauðsynjar sínar, bæði andleg-
ar og líkamlegar, til höfuðstaðar-
ins og virtust stjómvöld ýta undir
þá þróun.
Fjórðungsþingið mótaði ítarleg-
ar tillögur um breytingar á stjóm-
kerfinu og á árinu 1949 gaf það í
samvinnu við Fjórðungssamband
Norðlendinga út bækling sem
innihélt hvorki meira né minna en
tillögu að nýrri stjórnarskrá fyrir
íslenska lýðveldið. Fyrirmyndin
að stjórnarskrártillögunni var að
mestu sótt til bandaríska stjórn-
kerfisins. Gerði tillagan ráð fyrir
ýmsum grundvallarbreytingum á
stjómkerfinu og má þar t.d. nefna
að fylkjaskipulagi skyldi komið á
með stórauknu valdi héraða, vald
forseta skyldi aukið til muna og
einmenningskjördæmi tekin upp.
Tillögur fjórðungsþinganna um
nýja stjórnarskrá vöktu allmikið
umtal en reyndin var sú að stjóm-
málamenn og helstu kerfiskarlar
í afmælishófinu léku Ágúst Ármann Porláksson, skólastjóri Tónskóla Neskaupstaöar, og
sonur hans Bjarni saman á flygil og trompet.
1 07