Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1997, Blaðsíða 29

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1997, Blaðsíða 29
FÉLAGSMÁL öllum sveitarfélögum en greiðslur fari fram ígegnum skattakerfið á vegum ríkisins: - Húsaleigubótakerfið næði til 165 sveitarfélaga með um 268 þús. íbúa eða 100% landsmanna og 100% af leiguhúsnæði í eigu annarra en ríkis og sveitarfélaga. - Heildarupphæð bótanna verður um 450 millj. kr. en nettóupphæð þeirra eftir að tekið hefur verið tillit til skattalegra áhrifa um 320 millj. kr. - Obeinn stuðningur rfkis og sveitarfélaga við leigj- endur mun áfram nema um 400-500 millj. kr. - Ríkið annist framkvæmd húsaleigubótakerfisins um skattakerfið. 4. valkostur Óbreytt kerfi frá því sem nú er en kerfið tekið upp hjá öllum sveitarfélögum en greiðslur fari fram hjá sveit- arfélögunum án þátttöku ríkisins: - Húsaleigubótakerfið næði til 165 sveitarfélaga með um 268 þús. íbúa eða 100% landsmanna og 100% af leiguhúsnæði í eigu annarra en ríkis og sveitarfélaga. - Heildarupphæð bótanna verður um 450 millj. kr. en nettóupphæð þeirra eftir að tekið hefur verið tillit til skattalegra áhrifa um 320 millj. kr. - Óbeinn stuðningur ríkis og sveitarfélaga við leigj- endur mun áfram nema um 400-500 millj. kr. - Sveitarfélögin annist framkvæmd húsaleigubóta- kerfisins með hefðbundnum aðferðum. 5. valkostur Óbreytt kerfifrá því sem nú er en kerfið tekið upp hjá öllum sveitarfélögum, greiðslur fari fram hjá sveitar- félögunum án þátttöku ríkisins og húsaleigubœtur nái til alls íbúðarhúsnœðis. Skattlagning bótayrði aflögð: - Húsaleigubótakerfið næði til allra sveitarfélaga og alls íbúðarhúsnæðis óháð eignaformi þess. - Heildarupphæð bótanna verður um 620 millj. kr., þ.e. 320 millj. nettó miðað við núverandi kerfi í öllum sveitarfélögum að viðbættum um kr. 300 millj. nettó vegna félagslegs íbúðarhúsnæðis sveitarfélaga o.fl. - Óbeinn stuðningur ríkis og sveitarfélaga við leigj- endur fellur niður að undanskildum niðurgreiddum vöxtum vegna hluta leiguíbúða sveitarfélaga. - Sveitarfélögin annist framkvæmd húsaleigubóta- kerfisins með hefðbundnum aðferðum að því viðbættu að allar leiguíbúðir á þeirra vegum yrðu leigðar á mark- aðsleigu og húsaleigubætur greiddar vegna þeirra. Tillögur fulltrúa sambandsins Þótt bæta megi við ofangreinda valkosti nýjum út- færslum hefur ekki þótt ástæða til þess að sinni. Fulltrú- ar sveitarfélaganna telja að framkomnir valkostir lýsi helstu atriðum sem rædd hafa verið í nefndinni og víðar um endurbætur á húsaleigubótakerfinu. Tillögur fulltrúa sveitarfélaganna eru eftirfarandi: 1. Að halda áfram greiðslu húsaleigubóta á vegum sveitarfélaga á grundvelli endurbœtts kerfis. Rökstuðningur: • Húsaleigubótakerfið hefur reynst vel sem mikilvægt úrræði fyrir tekjulága leigjendur til að standa undir kostnaði við leiguhúsnæði. • Framkvæmd laga um húsaleigubætur hefur tekist vel al' hálfu sveitarfélaga. Nálægð þess við skjólstæðinga kerfisins eykur skilvirkni og tryggir eins rétta fram- kvæmd og nokkur kostur er miðað við núverandi og fyr- irsjáanlegt skipulag á starfsemi rikis og sveitarfélaga. 2. Að húsaleigubœtur nái til alls fbúðarliúsnœðis í öllum sveitarfélögum. Rökstuðningur: • Ekki er talið eðlilegt að húsaleigubætur nái einungis til hluta sveitarfélaga og þar með til einungis hluta lands- manna, sérstaklega m.t.t. þess að ríkissjóður hefur fram til þessa tekið þátt í greiðslu bótanna. Jafnræði ríkir því ekki milli allra landsmanna ef einungis sum sveitarfélög greiða húsaleigubætur. • Sé gert ráð fyrir því að allt íbúðarhúsnæði sem leigt er út verði leigt á markaðsleigu/kostnaðarleigu er eðlilegt að húsaleigubætur verði greiddar vegna alls íbúðarhús- næðis. Þannig verði unnt að mæla þennan húsnæðis- stuðning við leigjendur á nákvæman hátt og tryggja með þeim hætti að stuðningurinn verði samræmdur til allra sem á honum eiga rétt. 2. mynd. Heildargreiðslur húsaleigubóta Ár Fjöldi íbúafjöldi ibúafj. sem hlutfall Greiöslur I sveitarfélaga sveitarfélaga af heildaribfjölda millj. kr. 1995 28 158.009 59% 215 1996 35 167.556 63% 311 1997 39 173.553 65% 320 1998 165 267.809 100% 450 3. Að afnema eigi skattlagningu húsaleigubóta. Rökstuðningur: • Ekki getur talist í raun eðlismunur á stuðningi hins opinbera við öflun íbúðarhúsnæðis hvort heldur er um eignar- eða leiguhúsnæði að ræða. Vaxtabætur að upp- hæð 3.300 millj. kr., niðurgreidd lán í félagslega íbúða- kerfinu að upphæð 1.130 millj. kr. og óbeinar niður- greiðslur leiguíbúða í eigu ríkis og sveitarfélaga að upp- hæð 500 millj. kr. eða samtals 4.930 ntillj. kr. eru hús- næðisstuðningur sem ekki er skattlagður á sama tíma og húsaleigubætur að upphæð 311 millj. kr. eru skattlagðar þannig að nettóstuðningurinn er um 214 kr. millj. eða um 4% af heildarstuðningi hins opinbera á árinu 1996. • Á grundvelli þess að auknar húsaleigubætur verði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.