Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1997, Blaðsíða 11

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1997, Blaðsíða 11
AFMÆLI ráðs, heimsótti bæinn. Þá hafa verið haldnar ráðstefnur um málefni er snerta framtíð bæjar- ins. I samvinnu við Kaupfélag Skagfirðinga var haldin ráðstefna undir yfirskriftinni „Samvinnu- hreyfingin og bærinn“ og í sam- vinnu við Félag stjómmálafræðinga var haldin ráðstefna um stjómmála- flokka og sveitarstjómir. Við upphaf afmælisárs var Ræðu- klúbbur Sauðárkróks endurreistur en hann starfaði á ámnum 1894 til 1902. Klúbburinn hefur verið vett- vangur umræðna um Krókinn í for- tíð, nútíð og framtíð. Afmælisnefnd Sauðárkróks hefur styrkt sérstaklega ýmis félagasamtök í bænum sem ráðist hafa í sérstök verkefni á af- mælisárinu. 19. júní var opnuð sýning um líf og starf kvenna á Sauðárkróki, „Konur á Króknum“. Kvenfélögin í bænum hafa undirbúið sýninguna. I tengslum við hana hefur nú verið sett upp kaffistofa, „Guðrúnarlund- ur“, en þar verður flutt ýmislegt efni um konur. Hinn 20. júní var frum- sýnd á vegum ungmennafélagsins Tindastóls revían Góðar tíðir — gamalt og nýtt. Laugardaginn 21. júní var síðan haldið Niðjamót Sauðárkróks, þar sem var fjölbreytt dagskrá. Hinn 28. júní verður haldin al- þýðusönghátíð. A sönghátíðinni koma fram ýmsir kórar, sönghópar og einsöngvarar. Þá verður flutt dagskrá í tali og tónum um nokkra af þeim hagyrðingum sem sett hafa svip sinn á Krókinn. Hinn 5. júlí verður opnuð sýning á vatnslita- myndum eftir Ástu Pálsdóttur list- málara. Helgina 12.-13. júlí verður haldin ráðstefna undir yfirskriftinni „Heilsa og heilbrigðir lífshættir". Að ráðstefnunni standa afmælis- nefnd Sauðárkróks, Sjúkrahús Skagfirðinga, Náttúrulækningafélag íslands og heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytið. Þessa sömu helgi verður fjölskyldudagur íþróttanna þar sem íþrótta- og útivistarfélög á Sauðárkróki kynna starfsemi sína. Lokahátíð afmælisársins verður helgina 19.-20. júlí. Á henni verður söguleiksýning, kameval, tónleikar og dansleikir og hinn 19. júlí kemur forseti Islands, Olafur Ragnar Grímsson, í heimsókn. Velkomin! Egilsstadabœr Fimmtíu ára afmæli Egilsstaðabæjar í ár eru 50 ár frá því að sveitarfé- lagið Egilsstaðabær var stofnað með lögum frá Alþingi og verður margt gert til hátíðabrigða á árinu 1 tilefni af því. Árið hófst með Evrópskri kvik- myndahátíð og afmælissundi er stóð til 24. maí. Menningardagar voru haldnir í mars þar sem m.a. var sýn- ing á málverkum Hrings Jóhannes- sonar. Þá var einnig frumsýnt spunaverk Leikfélags Fljótsdalshér- aðs og Leikfélags Menntaskólans á Egilsstöðum, „Þetta snýst ekki um ykkur“. í apríl bar hæst keppni um afmælislag sem haldin var af Harm- óníkufélagi Fljótsdalshéraðs. Hinn 24. maí voru 50 ár frá því að lög um stofnun sveitarfélagsins voru samþykkt og 10 ár frá því að bærinn hlaut bæjarréttindi. Á þessum degi kom út bókin um sögu Egilsstaða og í safnahúsinu var opnuð sýning á skjölum, ljósmyndum og gripum er tengjast Egilsstöðum. Aðalhátíðarhöldin verða á tíma- bilinu 21.-29. júní. Leikfélag Fljóts- dalshéraðs frumsýnir í Egilsstaða- skógi Draum á Jónsmessunótt, Uti- leikhúsið heldur hátíðarsýningu, blandaður kór frá Runavik, vinabæ Egilsstaða í Færeyjum, heldur tón- leika í Egilsstaðakirkju, flutt verður dagskrá tileinkuð frumbyggjum bæjarins, golfmót verður á vegum Golfklúbbs Fljótsdalshéraðs, Egils- staðamaraþon og margt fleira. Djasshátíð Egilsstaða á 10 ára af- mæli í ár og verður hún sett 25. júní og þá mun hinn heimsfrægi djassisti Sven Asmundsen spila með hljóm- sveit sinni, en formlegri djasshátíð lýkur svo á laugardeginum 28. júní m.a. með frumflutningi á djassverki eftir Ólaf Gauk, „Ormi í lygnum Legi“, en það er sérstaklega samið í tilefni 10 ára afmælisins. Djass verður síðan leikinn í einhverju af veitingahúsunum á svæðinu á hverj- um einasta degi í sex vikur. Hinn 28. júní verður hátíðarsam- koma og munu forsetahjónin heim- sækja bæinn á þeim degi. Hinn 1. júlí verða 50 ár frá því að lögin öðluðust gildi og 8. júlí 50 ár frá því að fyrsta hreppsnefndin kom saman og verður þá hátíðarfundur í bæjarstjóm. Dagana 1 .-4. ágúst verður fjöl- skylduhátíð í samvinnu við ferða- þjónustuaðila og í lok ágúst verður bæjarhátíð, Ormsteiti. Þá stendur enn yfir ljósmynda- samkeppni um óyggjandi mynd af Lagarfljótsorminum, en unnt er að skila myndum í samkeppnina fram í lok ágústmánaðar og í september mun dómnefnd kynna niðurstöður sínar. Dagskrána í heild sinni má lesa m.a. á Intemetinu slóð: http:ll www.eldhorn. is/Egilsstadir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.