Sveitarstjórnarmál - 01.06.1997, Síða 11
AFMÆLI
ráðs, heimsótti bæinn.
Þá hafa verið haldnar ráðstefnur
um málefni er snerta framtíð bæjar-
ins. I samvinnu við Kaupfélag
Skagfirðinga var haldin ráðstefna
undir yfirskriftinni „Samvinnu-
hreyfingin og bærinn“ og í sam-
vinnu við Félag stjómmálafræðinga
var haldin ráðstefna um stjómmála-
flokka og sveitarstjómir.
Við upphaf afmælisárs var Ræðu-
klúbbur Sauðárkróks endurreistur
en hann starfaði á ámnum 1894 til
1902. Klúbburinn hefur verið vett-
vangur umræðna um Krókinn í for-
tíð, nútíð og framtíð. Afmælisnefnd
Sauðárkróks hefur styrkt sérstaklega
ýmis félagasamtök í bænum sem
ráðist hafa í sérstök verkefni á af-
mælisárinu.
19. júní var opnuð sýning um líf
og starf kvenna á Sauðárkróki,
„Konur á Króknum“. Kvenfélögin í
bænum hafa undirbúið sýninguna. I
tengslum við hana hefur nú verið
sett upp kaffistofa, „Guðrúnarlund-
ur“, en þar verður flutt ýmislegt efni
um konur. Hinn 20. júní var frum-
sýnd á vegum ungmennafélagsins
Tindastóls revían Góðar tíðir —
gamalt og nýtt. Laugardaginn 21.
júní var síðan haldið Niðjamót
Sauðárkróks, þar sem var fjölbreytt
dagskrá.
Hinn 28. júní verður haldin al-
þýðusönghátíð. A sönghátíðinni
koma fram ýmsir kórar, sönghópar
og einsöngvarar. Þá verður flutt
dagskrá í tali og tónum um nokkra
af þeim hagyrðingum sem sett hafa
svip sinn á Krókinn. Hinn 5. júlí
verður opnuð sýning á vatnslita-
myndum eftir Ástu Pálsdóttur list-
málara.
Helgina 12.-13. júlí verður haldin
ráðstefna undir yfirskriftinni
„Heilsa og heilbrigðir lífshættir".
Að ráðstefnunni standa afmælis-
nefnd Sauðárkróks, Sjúkrahús
Skagfirðinga, Náttúrulækningafélag
íslands og heilbrigðis- og trygginga-
málaráðuneytið. Þessa sömu helgi
verður fjölskyldudagur íþróttanna
þar sem íþrótta- og útivistarfélög á
Sauðárkróki kynna starfsemi sína.
Lokahátíð afmælisársins verður
helgina 19.-20. júlí. Á henni verður
söguleiksýning, kameval, tónleikar
og dansleikir og hinn 19. júlí kemur
forseti Islands, Olafur Ragnar
Grímsson, í heimsókn.
Velkomin! Egilsstadabœr
Fimmtíu ára afmæli
Egilsstaðabæjar
í ár eru 50 ár frá því að sveitarfé-
lagið Egilsstaðabær var stofnað með
lögum frá Alþingi og verður margt
gert til hátíðabrigða á árinu 1 tilefni
af því.
Árið hófst með Evrópskri kvik-
myndahátíð og afmælissundi er stóð
til 24. maí. Menningardagar voru
haldnir í mars þar sem m.a. var sýn-
ing á málverkum Hrings Jóhannes-
sonar. Þá var einnig frumsýnt
spunaverk Leikfélags Fljótsdalshér-
aðs og Leikfélags Menntaskólans á
Egilsstöðum, „Þetta snýst ekki um
ykkur“. í apríl bar hæst keppni um
afmælislag sem haldin var af Harm-
óníkufélagi Fljótsdalshéraðs.
Hinn 24. maí voru 50 ár frá því að
lög um stofnun sveitarfélagsins voru
samþykkt og 10 ár frá því að bærinn
hlaut bæjarréttindi. Á þessum degi
kom út bókin um sögu Egilsstaða
og í safnahúsinu var opnuð sýning á
skjölum, ljósmyndum og gripum er
tengjast Egilsstöðum.
Aðalhátíðarhöldin verða á tíma-
bilinu 21.-29. júní. Leikfélag Fljóts-
dalshéraðs frumsýnir í Egilsstaða-
skógi Draum á Jónsmessunótt, Uti-
leikhúsið heldur hátíðarsýningu,
blandaður kór frá Runavik, vinabæ
Egilsstaða í Færeyjum, heldur tón-
leika í Egilsstaðakirkju, flutt verður
dagskrá tileinkuð frumbyggjum
bæjarins, golfmót verður á vegum
Golfklúbbs Fljótsdalshéraðs, Egils-
staðamaraþon og margt fleira.
Djasshátíð Egilsstaða á 10 ára af-
mæli í ár og verður hún sett 25. júní
og þá mun hinn heimsfrægi djassisti
Sven Asmundsen spila með hljóm-
sveit sinni, en formlegri djasshátíð
lýkur svo á laugardeginum 28. júní
m.a. með frumflutningi á djassverki
eftir Ólaf Gauk, „Ormi í lygnum
Legi“, en það er sérstaklega samið í
tilefni 10 ára afmælisins. Djass
verður síðan leikinn í einhverju af
veitingahúsunum á svæðinu á hverj-
um einasta degi í sex vikur.
Hinn 28. júní verður hátíðarsam-
koma og munu forsetahjónin heim-
sækja bæinn á þeim degi.
Hinn 1. júlí verða 50 ár frá því að
lögin öðluðust gildi og 8. júlí 50 ár
frá því að fyrsta hreppsnefndin kom
saman og verður þá hátíðarfundur í
bæjarstjóm.
Dagana 1 .-4. ágúst verður fjöl-
skylduhátíð í samvinnu við ferða-
þjónustuaðila og í lok ágúst verður
bæjarhátíð, Ormsteiti.
Þá stendur enn yfir ljósmynda-
samkeppni um óyggjandi mynd af
Lagarfljótsorminum, en unnt er að
skila myndum í samkeppnina fram í
lok ágústmánaðar og í september
mun dómnefnd kynna niðurstöður
sínar.
Dagskrána í heild sinni má lesa
m.a. á Intemetinu slóð:
http:ll www.eldhorn. is/Egilsstadir.