Sveitarstjórnarmál - 01.06.1997, Blaðsíða 30
FÉLAGSMÁL
3. mynd. Skattlagning húsaleigubóta
Samkvæmt athugun Þjóðhagsstofnunar greinist skattlagning
húsaleigubóta á eftirfarandi hátt miðað við árið 1997:
Heildarupphæö Skattur Húsaleigu- Greiðsluhlutur Greiðsluhlutur
húsateigubóta bætur nettó rikis eftir skatt sveit. eftirskatt
Fjárhæðir 320 90 230 130 100
Hlutfall af heild 100% 28% 72% 41% 31%
Skipting eftir skatt 57% 43%
Allar fjárhæöir í millj. kr.
4. mynd. Húsaleigubætur hjá öllum sveitarfélögum
Upphæð Greiðsluhlutur Greiðsluhlutur
húsaleigubóta ríkis sveitarfélaga
Fjárhæðir 450 270 180
Hlutfall af heild 100% 60% 40%
Skattur 130 90 40
Nettógreiðslur eftir skatt 320 180 140
Hlutfall af nettógreiðslum 100% 57% 43%
Allar fjárhæðir i millj. kr.
greiddar hjá sveitarfélögum
að nettóupphæð um 300
millj. kr. vegna alls leiguhús-
næðis í þeirra eigu og annarra
opinberra aðila sem leigt yrði
út á markaðsverði eða a.m.k.
kostnaðarverði er óeðlilegt að
skattleggja þessar nýju bætur
sem myndi þýða að brúttó-
upphæð bótanna þyrfti að
nema 420 millj. króna. Af-
nám skattlagningarinnar er
forsenda þess að sveitarfélög-
in taki allar íbúðir inn í húsa-
leigubótakerfið og þar með
gera stuðninginn sýnilegan
og kerfið heilbrigðara.
• Skattlagning bótanna
verður að teljast brot á jafn-
ræðisreglu þeirri sem er tal-
inn einn megingrundvöllur
skattaréttar.
• Annars staðar á Norður-
löndum þar sem löng reynsla
er af greiðslu húsaleigubóta
eru þær hvergi skattlagðar.
TÖLVUMÁL
Skýrr hf. og Tölvuþjónusta sveitarfélaga
vinna saman að öryggishandbók
Skýrr hf. og Tölvuþjónusta sveitarfélaga hafa tekið upp
samstarf um öryggishandbók sem sérstaklega á að bæta
öryggi tölvukerfa sveitarfélaganna. I handbókinni og
meðfylgjandi námskeiði er tekið á aðgangs- og rekstrarör-
yggi tölvukerfanna. Þar með er talið ytra og innra öryggi
kerfanna, öryggi í meðhöndlun gagna og almennt öryggi
sem á beinan eða óbeinan hátt hefur áhrif á öryggi tölvu-
kerfa og gagna sem í þeim em geymd.
Þar sem rekstur og upplýsingaveitur sveitarfélaga eru
byggð að vemlegu leyti á notkun tölvukerfa þarf að gera
ákveðnar kröfur til aðgangs- og rekstraröryggis þeirra,
segir í sameiginlegri tilkynningu Skýrr hf. og Tölvuþjón-
ustunnar um þessa öryggishandbók. Þegar öryggið brest-
ur, t.d. vegna tölvuþrjóta, vírussýkinga, skemmda í bún-
aði og gögnum, tölvuþjófnaða eða atburða í rekstri, getur
það valdið eigendum verulegu tjóni og skert þjónustu við
íbúa sveitarfélagsins, segir ennfremur.
Öll sveitarfélög eiga þess kost að nýta sér handbókina
og þar með áratugareynslu Skýrr hf. í þessum efnum.
Hannes Sigurösson fyrir hönd Skýrr hf. og Logi Kristjánsson
fyrir hönd Tölvuþjónustu sveitarfélaga undirrita samkomulag
um samstarf aö auknu öryggi á sviöi tölvumála.
Nánari upplýsingar veita Hannes Sigurðsson hjá Skýrr
hf. í síma 569-5159 og hannes@skyrr.is og Logi Krist-
jánsson í síma 581-3711 og logi@svf.is.
92