Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1997, Blaðsíða 47

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1997, Blaðsíða 47
AFMÆLI Þeir hafa lengi veriö í fararbroddi austfirskra sveitarstjórnarmanna, taliö frá vinstri, Albert Kemp, oddviti Búöahrepps, Hjörtur E. Kjerúlf, oddviti Fljótsdalshrepps, Magnús Þorsteins- son, oddviti Borgarfjaröarhrepps, og Þorsteinn Geirsson, oddviti Bæjarhrepps í Austur- Skaftafellssýslu. Myndirnar frá fundinum og úr hófinu tók Ásta Snædis Guðmundsdóttir. matvörur og vinnufatnað en því fer fjarri að fulltrúar á fjórðungs- þinginu árið 1948 hafi verið svona frjálslyndir á öllum sviðum. Það var nefnilega talsvert rætt um áfengismál á þessu þingi og þar kom fram tillaga sem fól í sér þá áskorun til Alþingis að það setti ótvírætt bann við innflutningi og framleiðslu áfengra drykkja. Snarpar umræður urðu um tillög- una og ríkti spenna þegar greidd voru um hana atkvæði. Niðurstað- an varð sú að tillagan féll á jöfnu en þess í stað var svofelld tillaga samþykkt samhljóða: „Fjórðungsþing Austfirðinga skorar á Alþingi að taka nú þegar upp skömmtun á áfengi. Skömmt- unarákvæðum verði m.a. þannig háttað að þeir einir fái skömmtun- armiða fyrir áfengi sem greitt hafa opinber gjöld stn lögum sam- kvæmt. Ennfremur sé þeim synj- að um áfengi sem brotlegir hafa gerst við áfengislög." Afengismál voru ekki rædd frekar á fundum Fjórð- ungsþings Austfirðinga, kannski sem betur fer! Fjórðungsþing Austfirðinga hélt sitt síðasta ársþing árið 1964 en þá hafði aldur færst mjög yfir helsta for- vígismann og driffjöður sambandsins, Gunnlaug Jónas- son. Ef einhverjir sveitarstjómarmenn vilja kynna sér störf og stefnumið Fjórðungsþings Austfirðinga vil ég benda á hið merka tímarit, Gerpi, sem fjórðungsþingið gaf út á árunum 1947-1951. Úr afmælishófinu, taliö frá vinstri, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Þorvaldur Jóhannsson á Seyöisfiröi, Helga M. Steinsson, skóla- meistari Verkmenntaskóla Austurlands í Neskaupstaö, og eigin- maöur hennar, Smári Geirsson. Fyrsti vísir aö stofnun SSA Fljótlega eftir að Fjórðungsþing Austfirðinga hætti starfsemi hófust umræður um nauðsyn þess að stofna til samtaka allra sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi. Skal hér stuttlega rakið hver aðdragandi stofnunar slíkra sam- taka var. Segja má að fyrsti vísirinn að SSA haft litið dagsins ljós á fundum hreppsnefndar Eskifjarðar á árunum 1963 og 1964. Þá hófst umræða innan hreppsnefndarinnar að fmmkvæði Jóhanns oddvita Klausen um möguleikann á því að austfirsk sveitarfélög stæðu fyrir stofnun aust- firsks vátryggingafélags. Á fundi í hreppsnefndinni þann 3. mars 1964 var samþykkt tillaga þess efnis að öllum sveitarfélögum á Austurlandi yrði send fyrirspurn um þátttöku í stofnun vátryggingafélags fyrir kjördæmið. Allmörg sveitarfélög sýndu máli þessu áhuga og var ákveðið að boða fulltrúa áhugasamra sveitarstjóma til fundar á Egilsstöðum þann 17. október árið 1965. Á þessum Egilsstaðafundi var fleira gert en að ræða trygg- ingamál. Þar var samþykkt að fela bæjarstjóm Neskaup- staðar að kanna áhuga austfirskra sveitarstjóma á stofnun sambands sveitarfélaga í kjördæminu og boða til stofn- fundar slíks sambands ef vilji reyndist vera fyrir hendi. Fram kom á Egilsstaðafundinum að mikill og vaxandi áhugi væri meðal sveitarstjómarmanna hér eystra á því að sveitarfélögin efndu til samtaka á svæðinu. Fjallað var um starfsemi Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem þá hafði starfað í 20 ár, og eins rætt um kosti þess að koma á fót landshlutasamtökum, en stofnun Sambands sveitarfélaga í Reykjaneskjördæmi var einmitt í undir- búningi um þetta leyti. 1 09
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.