Sveitarstjórnarmál - 01.06.1997, Síða 47
AFMÆLI
Þeir hafa lengi veriö í fararbroddi austfirskra sveitarstjórnarmanna, taliö frá vinstri, Albert
Kemp, oddviti Búöahrepps, Hjörtur E. Kjerúlf, oddviti Fljótsdalshrepps, Magnús Þorsteins-
son, oddviti Borgarfjaröarhrepps, og Þorsteinn Geirsson, oddviti Bæjarhrepps í Austur-
Skaftafellssýslu. Myndirnar frá fundinum og úr hófinu tók Ásta Snædis Guðmundsdóttir.
matvörur og vinnufatnað en því
fer fjarri að fulltrúar á fjórðungs-
þinginu árið 1948 hafi verið
svona frjálslyndir á öllum sviðum.
Það var nefnilega talsvert rætt um
áfengismál á þessu þingi og þar
kom fram tillaga sem fól í sér þá
áskorun til Alþingis að það setti
ótvírætt bann við innflutningi og
framleiðslu áfengra drykkja.
Snarpar umræður urðu um tillög-
una og ríkti spenna þegar greidd
voru um hana atkvæði. Niðurstað-
an varð sú að tillagan féll á jöfnu
en þess í stað var svofelld tillaga
samþykkt samhljóða:
„Fjórðungsþing Austfirðinga
skorar á Alþingi að taka nú þegar
upp skömmtun á áfengi. Skömmt-
unarákvæðum verði m.a. þannig
háttað að þeir einir fái skömmtun-
armiða fyrir áfengi sem greitt hafa
opinber gjöld stn lögum sam-
kvæmt. Ennfremur sé þeim synj-
að um áfengi sem brotlegir hafa gerst við áfengislög."
Afengismál voru ekki rædd frekar á fundum Fjórð-
ungsþings Austfirðinga, kannski sem betur fer!
Fjórðungsþing Austfirðinga hélt sitt síðasta ársþing
árið 1964 en þá hafði aldur færst mjög yfir helsta for-
vígismann og driffjöður sambandsins, Gunnlaug Jónas-
son.
Ef einhverjir sveitarstjómarmenn vilja kynna sér störf
og stefnumið Fjórðungsþings Austfirðinga vil ég benda
á hið merka tímarit, Gerpi, sem fjórðungsþingið gaf út á
árunum 1947-1951.
Úr afmælishófinu, taliö frá vinstri, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson,
Þorvaldur Jóhannsson á Seyöisfiröi, Helga M. Steinsson, skóla-
meistari Verkmenntaskóla Austurlands í Neskaupstaö, og eigin-
maöur hennar, Smári Geirsson.
Fyrsti vísir aö stofnun SSA
Fljótlega eftir að Fjórðungsþing Austfirðinga hætti
starfsemi hófust umræður um nauðsyn þess að stofna til
samtaka allra sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi. Skal
hér stuttlega rakið hver aðdragandi stofnunar slíkra sam-
taka var.
Segja má að fyrsti vísirinn að SSA haft litið dagsins
ljós á fundum hreppsnefndar Eskifjarðar á árunum 1963
og 1964. Þá hófst umræða innan hreppsnefndarinnar að
fmmkvæði Jóhanns oddvita Klausen um möguleikann á
því að austfirsk sveitarfélög stæðu fyrir stofnun aust-
firsks vátryggingafélags. Á fundi í hreppsnefndinni þann
3. mars 1964 var samþykkt tillaga þess efnis að öllum
sveitarfélögum á Austurlandi yrði send fyrirspurn um
þátttöku í stofnun vátryggingafélags fyrir kjördæmið.
Allmörg sveitarfélög sýndu máli þessu áhuga og var
ákveðið að boða fulltrúa áhugasamra sveitarstjóma til
fundar á Egilsstöðum þann 17. október árið 1965. Á
þessum Egilsstaðafundi var fleira gert en að ræða trygg-
ingamál. Þar var samþykkt að fela bæjarstjóm Neskaup-
staðar að kanna áhuga austfirskra sveitarstjóma á stofnun
sambands sveitarfélaga í kjördæminu og boða til stofn-
fundar slíks sambands ef vilji reyndist vera fyrir hendi.
Fram kom á Egilsstaðafundinum að mikill og vaxandi
áhugi væri meðal sveitarstjómarmanna hér eystra á því
að sveitarfélögin efndu til samtaka á svæðinu. Fjallað
var um starfsemi Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem
þá hafði starfað í 20 ár, og eins rætt um kosti þess að
koma á fót landshlutasamtökum, en stofnun Sambands
sveitarfélaga í Reykjaneskjördæmi var einmitt í undir-
búningi um þetta leyti.
1 09