Sveitarstjórnarmál - 01.10.2003, Qupperneq 20
Rangarþing eystra
Engar neikvæðar raddir
Ágúst Ingi Ólafsson hefur verið sveitarstjóri Rangarþings eystra frá því sveitarfélagið tók til starfa.
Hann segir engar neikvæðar raddir hafa komið fram vegna sameiningarinnar eða starfsemi hins nýja
sveitarfélags.
Rangárþing eystra var myndað eftir samein-
ingu sex sveitarfélaga á vordögum 2002.
Þessi sveitarfélög voru Austur-Eyjafjalla-
hreppur, Austur-Landeyjahreppur, Fljótshlíð-
arhreppur, Hvolhreppur, Vestur-Eyjafjalla-
hreppur og Vestur-Landeyjahreppur. Sveitar-
félagið nær frá Jökulsá í austri til Eystri
Rangár í vestri og tók formlega til starfa að
loknum sveitarstjórnarkosningunum 9. júní
2002. Fyrsta desember á síðasta ári voru
1.655 íbúar í Rangarþingi eystra. Hátt í
helmingur þeirra, eða rúmlega 800 manns,
bjó áður í Hvolhreppi en hinn helmingur-
inn í fimm dreifbýlishreppum. Hinn gamli
Hvolhreppur eða Hvolsvöllur er eina þétt-
býlið í Rangaárþingi eystra að öðru leyti en
að vísir að þéttbýli er í Skógum undir Eyja-
fjöllum. Aðrar byggðir eru dreifðar þar sem
atvinnulíf byggist einkum á landbúnaði en
frítímabyggðir og ferðaþjónusta hafa farið
vaxandi á undanförnum árum.
Ákveðið að starfrækja
skólana áfram
Ágúst Ingi Ólafsson, sveitarstjóri á Hvols-
velli, segir að sameiningin hafi gengið vel
fyrir sig en tímabilið fram að næstu sveitarstjórnarkosningum
verði notað til þess að móta sveitarfélagið sem eina heild. Dæmi
um arf frá fyrra fyrirkomulagi megi nefna að sex félagsheimili eru
í Rangarþingi eystra og fjórir grunnskólar. Ágúst Ingi segir að
hugmyndir séu um að skapa verkaskiptingu á milli félagsheimil-
anna en nýting þeirra sé misjöfn og fari að nokkru eftir íbúafjölda
í nágrenni hvers þeirra um sig. Hann segir að ákveðið hafi verið
strax í upphafi sameiningar-
ferlisins að starfrækja alla
grunnskólana að minnsta kosti
fyrst um sinn en vinna fremur
að samstarfi þeirra og samein-
ingu eftir því hver íbúaþróun-
in verði. Þrír efstu bekkir
grunnskólans sækja skóla í
Hvolsskóla á Hvollsvelli en
yngri nemendur af öðrum
skólasvæðum hafa einnig farið þangað í nokkrum mæli og fjöldi
þeirra einkum ráðist af stærð árganga. Á síðasta vetri sótti til
dæmis fimmti til sjöundi bekkur úr Austur-Landeyjum Hvols-
skóla. „Þessir þrír skólar eru allir litlir en Hvolsskóli hefur verið
að stækka nokkuð á kostnað þeirra. Engin
ákvörðun liggur þó fyrir um að leggja þessa
skóla niður. Það mun fyrst og fremst ráðast
af fjölda nemenda á næstu árum," segir
Ágúst Ingi og telur vandann við að sameina
allt grunnskólastarfið á Hvolsvelli einkum
felast í vegalengdum innan sveitarfélagsins
en nær 60 kílómetrar eru á milli enda þess
til austurs og vesturs. Hliðarvegum sé
einnig víða ábótavant þótt leiðin um hring-
veginn sé mjög greið.
„Sá vandi sem að okkur snýr er annars
vegar að starfrækja mjög fámenna skóla úti
í dreifbýlinu en hins vegar að annast skóla-
akstur þegar börn þurfa að dvelja mjög
lengi í skólabílnum á hverjum degi. Nú er
verið að reka skóla með á bilinu 15 til 20
nemendur en alls eru rúmlega 50 nemend-
ur í þessum þremur skólum." Ágúst Ingi
segir að úrbætur í vegamálum myndu auð-
velda sameiningu grunnskólans á einum
stað. Hins vegar hafi verið erfitt að fá fjár-
muni til að lagfæra þessa vegi eins og
nauðsynlegt sé. „Við reynum þó eftir föng-
um að skipuleggja skólaaksturinn þannig að
börnin þurfi að vera sem styst í skólabílnum
á hverjum degi." Þessa dagana er verið að
undirbúa nýbyggingu við skólann á Hvolsvelli. Hún er þó ekki
einvörðungu til þess að taka við nemendum fámennari skólanna
í sveitarfélaginu vegna þess að Hvolsskóli hefur búið við þrengsli
á undanförnum árum og þurft að notast við lausar kennslustofur
af þeim sökum. Með nýrri byggingu á skólalóðinni er ætlunin að
taka þann húsakost úr notkun. Auk grunnskólanna rekur Rangar-
þing eystra tvo leikskóla; ann-
an á Hvolsvelli en hinn á
Seljalandi undir Eyjafjöllum
þar sem einn hinna fjögurra
grunnskóla sveitarfélagsins er
einnig til staðar.
Ferðaþjónustan að
sækja sig í veðrið
íbúafjöldi hefur verið nokkuð
stöðugur í Rangarþingi eystra að undanförnu. Ágúst lngi segir
ekki mikla tilflutninga á fólki innan sveitarfélagsins og að íbúum
Hvolsvallar hafi ekki fjölgað að neinu ráði á kostnað þeirra
byggða sem mynduðu gömlu sveitarfélögin. Hann segir þennan
Ágúst Ingi Ólafsson sveitarstjóri.
„Sá vandi sem að okkur snýr er annars vegar að
starfrækja mjög fámenna skóla úti í dreifbýlinu en
hins vegar að annast skólaakstur þegar börn þurfa
að dvelja mjög lengi í skólabílnum á hverjum
degi."
20 -----