Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2003, Síða 28

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2003, Síða 28
Viðtal mánaðarins Stutt á mið, í flug og í borg Ólafur Þór Ólafsson, bæjarfulltrúi í Sandgerðisbæ, segir atvinnumálin brenna á Sandgerðinum og íbúum Reykjaness. Ýmis tækifæri séu þó fyrir hendi í kjölfari þeirra breytinga er orðið hafa og leynast kunna í framtíðinni. Ólafur Þór Ólafsson, stjórnmálafræðingur og íþrótta- og tómstundafulltrúi Sandgerðis- bæjar, tók sæti í bæjarstjórn þar að loknum síðustu sveitarstjórnarkosningum. Hann seg- ir að stjórnmálaáhugi hafi fylgt sér lengi auk þess sem að hann hafi starfað hjá bæjarfé- laginu frá árinu 1996. Ólafur Þór erVest- firðingur að ætt og uppruna en fjölskylda hans fluttist suður þegar hann var ungur að árum. Ólafur segir margt líkt með aðstæð- um í Sandgerðisbæ og í byggðum vestra. Atvinnulífið byggist að miklu leyti á útgerð þar sem tilfærsla í sjávarútvegi hafi tekið toll af aflaheimildum. Aðeins um tíundi hlutinn sé eftir frá því að þær voru mestar og nú séu spurningar um hversu lengi Bandaríkjaher verði stór vinnuveitandi á svæðinu. „Kaffibollapælingar" í bæjarmálum Ólafur Þór segir að í aðdraganda sveitar- stjórnarkosninganna vorið 2002 hafi nokkrir í Sandgerðisbæ tekið að ræða um að stefndi í fremur litlausa og kraftlitla kosningabar- áttu og líkur yrðu á óbreyttri bæjarstjórn. „Við urðum sammála yfir kaffibollunum að það væri ekki viðunandi og tæpast líklegt til þess að fá fram umræður og íbúana til þess að velta bæjar- málunum fyrir sér. Okkur fannst líka óeðlilegt að þeir sömu fjölluðu um málefni sveitarfélagsins kjörtímabil eftir kjörtímabil og nauðsynlegt væri að fylgja málinu eftir með framboði til bæjarstjórnar. Yngra fólkinu fannst einnig að hinir kjörnu fulltrúar væru nokkuð einsleitur hópur og orðnir svolítið fjarlægir. Út frá þessari hugmynd og einnig ------------------------------- þeirri að betur mætti vinna að nokkrum málum kviknaði hugmynd um að setja saman fram- boðslista sem fékk heitið Sandgerðislistinn." Þetta er ekki flokkspólitískur listi og Ólafur Þór segir að fólk sem hafi stutt hann hafi síðan unnið fyrir hina ýmsu stjórnmálaflokka f Alþing- Ólafur Þór Ólafsson, bæjarfulltrúi f Sandgeröisbæ. „Ég var elstur íþessum hópi og eftil vill var þaö ástæöa þess að ég fékk þaö hlutverk aö leiöa list- Hún var dálítið skondin staðan sem kom upp í sumar að íslenskir vinstrimenn og Bandaríkjastjórn iskosningunum árið eftir. Þátttakan í þessu bæjarmálaframboði hafi þannig ýtt ungu fólki af stað til þess að taka þátt í stjórn- málastarfi. Ólafur Þór segir að hugmynda- fræðin hafi fyrst orðið til en síðan farið að huga að fólki til þess að manna framboðs- listann og hvort hljómgrunnur væri fyrir því sem hann kallar „kaffibollapælingar" í bæj- armálum. Elstur í hópnum „Ég var elstur í þessum hópi og ef til vill var það ástæða þess að ég fékk það hlutverk að leiða listann. En eftir að ákvörðunin um famboð lá fyrir sigldum við inn í ákaflega skemmtilega og einnig lærdómsríka kosn- ingabaráttu sem skilaði okkur einum manni í bæjarstjórn." Ólafur Þór segir að umræðan í aðdraganda kosninganna hafi verið mjög lífleg og allir frambjóðendur, hvar á lista sem þeir voru, hafi tekið þátt í henni og trú- lega lagt meira til kosningabaráttunnar en þeir hefðu gert hefði Sandgerðislistans ekki notið við. „Við náðum að koma ýmsum sjónarmiðum á framfæri og þótt Sandgerðis- listinn starfi í minnihluta í bæjarstjórninni þá höfum við tekið þetta hlutverk alvarlega. Við höfum haldið tvo opna fundi þar sem við lögðum áherslu á að fá fólk til þess að koma og skipt- ast á skoðunum um málefni bæjarfélagsins." skyldu orðin nánast sammála í hermálinu. En þessi staða, hversu skondin sem hún kann að vera í Ijósi sögunnar, hlýtur að vekja okkur til vitundar og umhugsunar um að við verðum að huga að at- vinnumálum í Ijósi þess að störfum á vegum varn- arliðsins muni fækka. Stóru vinnustaðirnir hafa horfið Um 1.400 manns búa í Sand- gerðisbæ. Ólafur Þór segir samfélagið eiga í nokkurri til- vistarkreppu vegna þess að það byggist einkum á sjávarút- ------------------------------ vegi. „Atvinnumálin voru mik- ið til umræðu í kosningabar- áttunni og hafa einnig verið rædd á meðal okkar frá því við urð- um aðilar að bæjarstjórninni. Við höfum rætt um á hvern hátt sveitarfélagið geti komið að því að byggja það upp og tryggja. AflaheimiIdir í Sandgerði voru allt að 11 þúsund tonn í 28 ------

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.