Sveitarstjórnarmál - 01.10.2003, Qupperneq 33
Þær myndu trúlega ekki gera mikið gagn í nútímahernaði þessar byssur en
þóttu nothæfar á sinni tíð og eru nú til sýnis í Stríðsminjasafni íslands á Reyð-
arfirði.
Dodge Weapon herbíll Stríðsminjasafnsins, upprunalegur og óbreyttur frá
stríðsárunum. Að stíðinu loknu þóttu þessir bílar þarfaþing á slæmum vegum
og vegleysum landsins löngu áður en bílbelti og barnastólar tóku að teljast til
lögformlegs búnaðar ökutækja.
I
safninu aðsetur í gömlu verslunarhúsi
Örum og Wulfffrá 19. öld, Gömlu búð,
þar sem sagan hefur verið sett á svið með
einkar myndrænum hætti. Húsið sjálft er
hluti af verslunar- og sjóferðasögunni auk
þess sem sýningin, sem þar hefur verið
sett saman, geymir lifandi lýsingu á at-
vinnuháttum fyrri tíma. í fremri hluta sýn-
ingarrýmisins hefur verið sett upp verslun
eða krambúð eins og verslanir fyrri tíma
litu út. Svo raunveruleg er verslunin að
halda mætti að hlutirnir væru enn til sölu
á verðlagi fyrri tíma. í innri hluta Gömlu
búðar er sjóferða- og sjávarútvegssýning
sem að hluta er byggð í kringgm árabát,
hið hefðbundna fiskiskip fyrri tíma. Á efri
hæð safnhússins gefur svo að líta sýningu
sem byggð er á munum og tólum er notuð
voru til iðnaðar og raunar margvíslegra
verka. Þar má meðal annars augum líta
tæki til brjóstsykursgerðar, skósmíða og
Ijómyndunar að ógleymdri læknastofu og
tækjum til tannlækninga. Þar á meðal fót-
stignum og vatnslausum tannbor sem fáir
myndu trúlega vilja fá upp í sig í dag.
Gamla búð stendur á verslunarreit í kaup-
staðnum en að sögn Péturs Sörenssonar,
starfsmanns Fjarðabyggðar á Eskifirði, er
hugmyndin að flytja húsið á sjávarlóð
nokkru utar í bænum þar sem sjóbúð
stendur fyrir og geymir meðal annars vist-
arverqr sjómanna, rúm og hluta af dagleg-
um áhöldum þeirra. Með því móti myndi
sjóminjasafnið hljóta enn sterki skírskotun
mæmm
Gamlir bátar hvíla á kambnum við Eskifjörð til hliðar við gömlu sjóbúðina þar sem hugmyndin er að
byggja Sjóminjasafnið upp í framtíðinni.
til útvegshátta fyrri tíma þar sem þá yrði
til einskonar sjósóknarsvæði þar sem
ganga mætti á milli staða fortíðarinnar og
upplifa atvinnuhættina eins og þeir voru á
fyrri dögum.
Náttúrugripir og nútímalist
Þrjú söfn eru í Neskaupstað. Fyrst má
nefna einstakt náttúrugripasafn þar sem
finna má fjölbreytt safn fugla, skeldýra og
steina. Náttúrugripasafnið er með nokkuð
hefðbundnu sniði og byggir á gömlum
merg.
Annað nýrri safna í Neskaupstað er Sjó-
minja- og smiðjusafn Jósafats Hinriksson-
ar. Jósafat rak lengi vélsmiðju í Reykjavík
og starfaði mikið fyrir sjávarútveginn.
Hann var ættaður úr Norðfirði og hafði
jafnan sterkar taugar til heimahaganna
sem sjá má af því að fjölskylda hans gaf
fjölda muna til stofnunar safnsins. Þar má
augum líta fjölbreytt val muna sem tengist
eldri atvinnuháttum, einkum sjávarútvegi,
sjómennsku og sjósókn en einnig smiðju-
rekstri. Safninu hefur verið komið fyrir í
myndarlegum salarkynnum í Hafnarhús-
inu í Neskaupstað. Að síðustu er svo safn
Tryggva Ólafsonar myndlistarmanns.
Tryggvi er Norðfirðingur en hefur lengst af
búið og starfað í Kaupmannahöfn. Hann
er af þeirri kynslóð myndlistarmanna er
þróaði íslenska myndlistfrá hinu hefð-
bundna landslagsmálverki til vfðtækari
túlkunar og nýrra forma. í myndum
Tryggva, sem eru til sýnis í glæsilegum
tveggja hæða sýningarsal í miðbæ Norð-
fjarðar, má þó víða líta áhrif frá landsköp-
un og landslagi þótt stíll hans hafi þróast í
takt við þær formbyltingar sem listasaga
síðari hluta 20. aldar hefur að geyma.
33