Sveitarstjórnarmál - 01.10.2003, Qupperneq 37
Sameiginleg sýn
og sameining sveitarfélaga
Fjórðungsþing Vestfirðinga ítrekaði fyrri ályktanir um nauðsyn þess að lögboðnum verkefnum sveitarfé-
laga fylgi nægjanlegir tekjustofnar auk áherslu á sameiginlega sýn og sameiningu sveitarfélaga vestra.
Þetta kemur fram í ályktunum þingsins, sem haldið var á Reykja-
nesi við ísafjarðardjúp 5. og 6. september síðastliðinn. í ályktun-
inni er sjónum einkum beint að greiðslum daggjalda vegna
rekstrar dvalar- og hjúkrunarheimila, þátttöku ríkisins í greiðslu
húsaleigubóta og verkaskiptingu rfkis og sveitarfélaga í þeim efn-
um. Einnig segir í ályktuninni að sveitarfélögunum verði bætt það
tekjutap sem þau hafa orðið fyrir í kjölfar fjölgunar einkahlutafé-
laga en sem kunnugt er greiða einkahlutafélög lægri tekjuskatts-
prósentu en einstaklingar. Fjórðungsþingið gagnrýndi niður-
greiðslu húsahitunar harðlega og skoraði á iðnaðarráherra að
beita sér fyrir breytingum á lögum um húshitunarkostnað frá 8.
maí 2002 er tóku gildi á liðnu sumri. Ástæður þessarar gagnrýni
og áskorunar eru þær að umrædd lög fela meðal annars í sér að
jöfnuður til hitunar húsnæðis þar sem enginn er með skráð lög-
heimili er felldur niður og benti þingið á að þetta lagaákvæði
væri verulega íþyngjandi fyrir sveitarfélög og ferðaþjónustu á
svonefndum köldum svæðum. í ályktunini segir að aukning
kostnaðar geti numið allt að 66% af þessum sökum.
Byggðastofnun kanni sameiningu sveitarfélaga
Fjórðungsþing Vestfirðinga taldi mikilvæg sóknarfæri felast í sér-
stöku skipulagi eða framtíðarsýn fyrir landshlutann er byggi á
hugmyndafræði um sjálfbæra þróun og nýtingu landshlutans með
þeim hætti að eftir verði tekið verði það unnið. Með þessu er
ekki átt við lögformlegt svæðaskipulag heldur að mótuð verði
sameiginleg sýn sveitarfélaga áVestfjörðum til framtíðar með
þessi markmið í huga. Þingið fól stjórn FSV að vinna að stefnu-
mótun í samræmi við þessa samþykkt auk þess að óska eftir því
við Byggðastofnun að starfsmönnum stofnunarinnar á Vestfjörð-
um verði falið að kanna kosti þess og galla að sameina ísafjarðar-
bæ, Tálknafjarðarhrepp og Vesturbyggð í eitt sveitarfélag þar sem
ein af forsendum sameiningar verði tenging á milli Auðkúlu og
Bíldudals með hraðferju ásamt jarðgöngum undir Hrafnseyrar-
heiði.
Tillögur um skýra verkaskiptingu liggi fyrir
Sameiningarmál sveitarfélaga og samgöngumál voru til umræðu á aðalfundi Eyþings ásamt fleiru. Áhersla
er lögð á breytta verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga og einnig brýna þörf á bættum samgöngum.
Aðalfundur Eyþings, sem haldinn var í Ólafsfirði dagana 26. og
27. september sl., lagði áherslu á að tillögur um skýra verkaskipt-
ingu ríkis- og sveitarfélaga verði að liggja fyrir áður en tillögur um
sameiningu þeirra, sem boðaðar eru í sérstöku sameiningarátaki,
verði Iagðar fram. Fundurinn lagði einnig áherslu á að tillögur um
breytta tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga, breytingu á Jöfnunar-
sjóði og aðlögun að breyttum og nýjum verkefnum sveitarfélag-
anna verði auk þess að liggja fyrir áður en gengið verður frá hug-
myndum um sameiningu og nýja sveitarfélagaskipan.
Hálendisvegir og jarðgöng
Samgöngumál settu einnig svip á aðalfund Eyþings. Hvatti fund-
urinn samgönguyfirvöld til þess að hefja þegar í stað vinnu við
mótun heildstæðrar samgöngustefnu. í ályktun fundarins kemur
fram að hálendisvegir séu vel fallnir til þess að stytta vegalengdir
og tengja þannig saman landshluta með fljótfarnari hætti en
byggðavegir gera auk þess að auðvelda almenningi aðgang að
hálendi íslands. Fundurinn átaldi þau vinnubrögð er viðhöfð voru
við frestun á byggingu Héðinsfjarðarganga en lagði áherslu á að
tímarammi annarra framkvæmda standi eins og gert sé ráð fyrir í
samgönguáætlun. Fundurinn taldi einnig nauðsynlegt að Vaðla-
heiðargöng verði tekin inn á samgönguáætlun hið fyrsta og hvatti
samgönguyfirvöld til þess að láta hefja nauðsynlegar rannsóknir
vegna gangagerðar í samvinnu við Greiða leið ehf. Auk þess taldi
fundurinn nauðsynlegt að stefnumótun um gjaldtöku fyrir afnot af
Vaðlaheiðargöngum liggi fyrir hið fyrsta.
Brúarási • 701 Egilsstaðir • Sími 471-2715
Opnunartími: 09.00 til 17.00
• Grunnskóli
Tónlistaskóli
• Leikskóli
----- 37