Sveitarstjórnarmál - 21.10.2008, Side 14
Sveitamennt
Kristín Njálsdóttir skrifar um Sveitamennt
( byrjun ársins 2007 tók nýr fræðslu-
sjóður til starfa, Sveitamennt SGS og
LN, starfsmenntunarsjóður starfsmanna
sveitarfélaga á landsbyggðinni innan
aðildarfélaga Starfsgreinasambands
íslands.
Sveitamennt tók formlega til starfa 1. janúar
2007 og byggir á gr. 13.4.3 um starfsmennt-
unarsjóð í kjarasamningum Launanefndar
sveitarfélaga (LN) og Starfsgreinasambands
Islands (SGS). Hér er um álíka fræðslusjóð að
ræða og Rikismennt SGS sem stofnað var til i
kjarasamningi ríkisins við Starfsgreinasam-
band íslands. Einnig eru Landsmennt og
Starfsafl mjög sambærilegir sjóðir en þeir
hafa verið starfræktir sl. sjö ár skv. kjarasamn-
ingi Starfsgreinasambands íslands og Sam-
taka atvinnulífsins annars vegar og Flóabanda-
lagsins og Samtaka atvinnulífsins hins vegar.
Þjónustusamningur við
Landsmennt
Ákveðið var að gera þjónustusamning við
skrifstofu Landsmenntar um rekstur og um-
sjón með starfseminni þannig að skrifstofa
Sveitamenntar er sú sama og Landsmenntar
að Skeifunni 8 í Reykjavík. Þá er rekstur Ríkis-
menntar einnig staðsettur á sama stað en
aðildarfélög þessara þriggja sjóða eru þau
sömu, þ.e. aðildarfélög Starfsgreinasambands
Islands á landsbyggðinni. Samningsaðilar eru
sammála um mikilvægi starfsmenntunar.
Aukin hæfni og starfstengd menntun félags-
manna aðildarfélaga Starfsgreinasambands-
ins, sem starfa hjá sveitarfélögunum, eru
nauðsynlegir þættir vegna sífellt fjölbreyttari
verkefna. Þvl er markmið sjóðsins annars
vegar að auka möguleika sveitarfélaga og
stofnana þeirra á að þróa starfssvið sitt
þannig að það samræmist þeim kröfum sem
gerðar eru til þeirra á hverjum tlma og efla
starfsmenntun starfsmanna með það fyrir
augum að þeir verði færari til að takast á við
sífellt fjölbreyttari verkefni.
Tvær deildir
Sveitamennt skiptist I tvær deildir og sinnir
hlutverki sínu með eftirfarandi hætti: Sveit-
arfélagadeild sinnir hlutverki slnu með því að
veita styrki til fræðsluverkefna á sviði starfs-
menntunar sem eru I samræmi við markmið
sveitarfélaga, sem I sjóðinn greiða, stéttar-
félaga sem að sjóðnum standa eða verk-
efna sem sjóðstjórn skipuleggur. Auk þess
styrkir deildin verkefni sem aðilar semja um I
kjarasamningi.
Einstaklingsdeild veitir styrki til einstak-
linga, félagsmanna aðildarfélaganna til þess
að þeir eigi kost á að sækja nám/námskeið
með vinnu án verulegs kostnaðar.
Sá háttur er hafður á afgreiðslu einstak-
lingsstyrkja að hver félagsmaður getur sótt
um styrk til síns verkalýðsfélags sem metur
umsóknina og afgreiðir styrkinn eftir starfs-
reglum Sveitamenntar. Verkalýðsfélagið sæk-
ir slðan um endurgreiðslu til sjóðsins. Þannig
eru það verkalýðsfélögin sem sjá alfarið
um afgreiðslu einstaklingsstyrkjanna enda I
mestri nálægð við sína félagsmenn. Þær
umsóknir sem berast til sveitarfélagadeildar
sjóðsins eru sendar á skrifstofu sjóðsins og
afgreiddar af stjórn sjóðsins sem kemur
saman að lágmarki einu sinni I mánuði.
Farið vel af stað
Það er óhætt að segja að starfsemi Sveita-
menntar hafi farið mjög vel af stað. Strax og
sjóðurinn varð til fóru stéttarfélögin að af-
greiða styrki úr honum til félagsmanna sinna
en lögðu út fyrir þeim fyrsta hálfa árið. Öll
aðildarfélögin stóðu saman að þvl að gefa
Kristín Njálsdóttir, forstöðumaður
Sveítamenntar.
sjóðnum frest til þess að endurgreiða styrk-
ina til hvers félags um sig þangað til nægi-
legt fjármagn hafði safnast í hann og var þá
miðað við að fyrsta endurgreiðsla til félag-
anna færi fram í júní 2007. Þá tók stjórn
sjóðsins þá ákvörðun að opna ekki fyrir um-
sóknir í sveitarfélagadeild sjóðsins fyrr en
1. september 2007. Þessi tilhögun var bráð-
nauðsynleg til þess að sjóðurinn gæti vaxið
og þannig skapað ákveðinn höfuðstól til að
byggja á.
Um 20% hafa þegar nýtt
sér sjóðinn
Eftirspurn eftir styrkjum til fræðslu var mikil
Styrkir til fræðsluverkefna
og einstaklinga
endi
Nánari upplýsingar og einföld ráð u
www.urvinnslusjodur.is/endurvinns
Það er í þínum höndum að ákveí
endurvinnslu. Vel gæti reynst að byr
þú venst hugmyndinni. í öllum sveil
þeirra taka við pappa, pappír og pla
14
aUwtuap
SGRPA
P '