Sveitarstjórnarmál - 21.10.2008, Page 26
Viðtal mánaðarins
i
þess sem nemendum var gjarnan raðað niður eftir ákveðnum mæli-
kvörðum. Til dæmis eftir því hvort börn höfðu lært að lesa heima áður
en þau komu í skólann. Það hafði gjarnan áhrif á hvar þeim var komið
fyrir í bekk. Barn sem var sett í „bestu bekkjardeildina" strax við
komuna í barnaskólann vegna þess að foreldrar þess höfðu kennt því
að lesa og skrifa gat auðveldlega mótað það til framtíðar og ekki síður
mótað afstöðu skólans til þess. Lestrarkunnátta var ákveðinn
mælikvarði en ef til vill var ekki tekið nægjanlegt tillit til færni í öðrum
fögum. Það er gríðarlega mikilvægt að börnum sé gefinn kostur á að
njóta styrkleika sinna hvar sem þeir koma fram og að unnið sé með þá
til þess að efla þroska þeirra og færni."
Kennarinn er lykilþáttur
Ragnar segir það vera verkefni næstu missera að sveitarfélögin í
landinu, og Reykjavíkurborg þar á meðal, taki þessa skólastefnu lands-
ins í heild og aðlagi hana að staðháttum á hverjum stað sem vissulega
geti verið mismunandi. Heildarstefnan vísi veginn þangað sem sveitar-
félögin gangi með sína skóla þótt taka verði tillit til aðstæðna og vinna
að því að renna hugmyndum sem mótast kunna af þörfum á mis-
munandi stöðum inn í hinn sameiginlega ramma. Þar geti verið um að
ræða aðstæður sem skapast af fámenni. Þar sem kenna þurfi ár-
göngum saman, mikill skólaakstur sé nauðsynlegur eða að hagræða
þurfi í rekstri skóla í samræmi við getu viðkomandi sveitarfélaga til
fjárútláta. Skólastarfið geti því reynst fámennum sveitarfélögum erfitt.
„En hvað sem ytri aðstæðum líður þá er kennarinn lykilþátturinn í
þessu. Því miður hefur gengið misjafnlega að fá kennara til starfa. Ég
get þó sagt frá því að mun auðveldara hefur verið að ráða kennara að
grunnskólunum nú í haust en áður. Launamálin hafa valdið þessu að
miklu leyti og ég álít að kjarasamningarnir frá liðnu vori hafi komið
nokkuð til móts við kennara. Að mínu viti voru tekin ágætis skref fram
á við í þeim samningum til þess að bæta kjör kennara sem vissulega
höfðu dregist aftur úr um árabil. Það er morgunljóst að ef við ætlum
Stöðugt algengara er að börn taki þátt í skipulögðu sumarstarfi. Þessi börn voru á sumarnámskeiðum á vegum Miðbergs í Breiðholti á liðnu sumri.
ö
TOLVUMIÐLUN
SFS
www.tolvumidlun.is