Morgunblaðið - 21.11.2011, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 21.11.2011, Qupperneq 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. NÓVEMBER 2011 105 Hugmyndin er sú að allt líf Bar- bie sé ævintýri, takið eftir skónum. Morgunblaðið/Eggert Vinningshafi Fjaðrahamur Zero varð hlut- skarpastur. Stíll, hönnunarsamkeppni Samfés var haldin með pomp og prakt um helgina en alls tóku 55 félags- miðstöðvar hvaðanæva af land- inu þátt í keppninni. Þemað í ár var ævintýri en það var félags- miðstöðin Zero frá Flúðum sem bar sigur úr býtum. Í öðru sæti var Ecco Félags- miðstöðin í Kópavogi, Pegasus í þriðja, Hólma- sel í fjórða og fimmta sæti Þrykkjan. Þetta var í 11. sinn sem keppnin er haldin en inn- tak hennar er að hönnunar- teymi félagsmiðstöðvanna vinni lokaútfærslu á sýning- aratriði sem byggist á hár- greiðslu, förðun og fata- hönnun sem fellur að þema keppninnar. Hvert hönnunar- teymi samanstendur af tveimur til fjórum unglingum og þar af einu módeli. Liðin fá takmarkaðan tíma til að koma hugmynd sinni í framkvæmd á staðnum en undir- búningsvinna hefur staðið yfir hjá mörgum þeirra vikurnar áður en að keppni kemur. Markmið keppninnar er að hvetja unglinga til listsköpunar innan veggja félagsmiðstöðvanna og að vekja athygli samfélagsins á jákvæðum viðfangsefnum ung- linga á sviði sköpunar og að skapa aðstæður fyrir unglinga til að koma hugmyndum sín- um og verkum á framfæri. Hönnunarsamkeppni Samfés Félagsmiðstöðin Zero frá Flúðum bar sigur úr býtum Svanhildur Eiríksdóttir svei@simnet.is Af hverju segir þú lángar?“spyr Lisa Buhofer ís-lenskukennara sinn HildiHarðardóttur og það er von hún spyrji. Lisa fékk fyrir nokkrum árum brennandi áhuga á að læra íslensku, auglýsti í Morgun- blaðinu og Hildur Harðardóttir kennari las auglýsinguna. Hún stóð á tímamótum, var nýorðin ekkja, sótti um starfið og fékk. Höf og lönd skilja þær stöllur ekki að í náminu, þær nýta sér tæknina og Hildur fer til heimalands Lisu, Spánar, einu sinni á ári. Hún er nú nýkomin heim eftir kennaradvöl í landinu og þær féllust á að deila þessari reynslu með blaðamanni. Lisa er mikil málamanneskja, að sögn Hildar, og lærði germönsk mál þegar hún nam við háskólann í Zürich á 10. áratugnum. Þar var kennd forn-þýska, gotneska, engilsaxneska og forn- íslenska. Auk þess voru þrjú norræn tungumál í boði, norska, danska og sænska og valdi Lisa sænskuna, þar sem henni þótti hún auðveldust í fram- burði. „Í forn- íslensku voru Eddukvæði lesin og heillaðist Lisa af þeim. Þó þetta mörg ár séu liðin síðan hún var í skólanum, man hún enn eitt kvæðanna og hefur farið með það fyrir mig,“ sagði Hildur í samtali við blaðamann. Frá sænskunni fór Lisa hins vegar að draga sig að ís- lenskunni vegna málfræðinnar. Hún hlær við þegar hún hugsar um hvað tungumálið var henni erfitt og segir við kennara sinn: „Hefði ég vit- að hve erfið íslenskan er, hefði ég aldrei lagt á þessa braut.“ Það var hins vegar engin uppgjöf í nemand- anum og þrátt fyrir stritið fór hana að langa til að kynnast sögu og menningu Íslands betur. „Með lestri Íslendingasagna fékk Lisa hugmynd um landnámið. Hún fikraði sig nær í tíma, lærði um lífið undir Dönum og Íslenskukennsla án landamæra Hildur Harðardóttir, kennari á eftirlaunum, heldur fast í ástríðu sína að kenna og gerðist fyrir nokkrum árum íslenskukennari svissneskrar konu á áttræðisaldri, sem vildi bæta íslenskunni í tungumálaflóruna sína. Íslenskukennarinn Hildur Harðardóttir. Það er gott að geta nuddað auman háls, herðar og höfuð eftir langan og strangan vinnudag. Svo ekki sé talað um ef einhver annar býðst til að vera svo góð/ur að nudda þig. Það er hægt að ná góðum árangri með því að nudda sjálfan sig reglulega og sjá þannig til þess að ekki fari allt al- gjörlega í hnút. Fyrir þá sem vilja læra að nudda heima fyrir er sniðugt að kíkja á vefsíðuna www.howto- massage.org. Þar er hægt að lesa sér til um og horfa á myndbönd t.d. af höfuð- og andlitsnuddi. Þetta getur reynst ágætis leið til að byrja en inn á milli er jú einna best að fara til nudd- ara og láta hann um að nudda úr manni streituna. Létt axla- og hálsnudd er gott að gera sjálfur í sturtunni á morgnana og rúlla til höfðinu og teygja á í leið- inni. Fyrir þá sem sitja við tölvu allan daginn er mikilvægt að rétta reglu- lega úr sér og svo er hægt að nota nuddbolta eða jafnvel nuddmottu á bakið á stólnum til að koma blóðinu aðeins af stað. Heima fyrir er svo hægt að nota góða nuddolíu og biðja kannski betri helminginn um gott nudd að loknum löngum degi. Það er bæði rómantískt og notalegt að eiga slíka stund í skammdeginu. Vefsíðan www.howtomassage.org Morgunblaðið/Golli Slökun Það er ótrúlega afslappandi að láta nudda andlit sitt og herðar. Gott nudd á hverjum degi Samtök lífrænna neytenda sýna heimildarmyndina One Man, One Cow, One Planet í kvöld klukkan 20.30 í Norræna húsinu. Þessi ein- staka, margverðlaunaða heimild- armynd fjallar um lífeflda ræktun og hvers vegna hún sé lausnin við vandamálum hins iðnvædda landbún- aðar. Í myndinni er fylgst með lífefldri ræktun (bíódýnamískri) á Indlandi sem eyðir ekki jarðveginum en nærir hann. Þar geta gamall maður og fata af taði reynst lausnin í mörgum til- fellum. Þessi kvikmynd er einstök leið til að kynnast lífefldri ræktun en aðgangur er ókeypis og eru allir vel- komnir á meðan húsrúm leyfir. Samtök lífrænna neytenda voru stofnuð formlega í Norræna húsinu í mars síðastliðnum. Tilgangur þeirra er að stuðla að aukinni framleiðslu og neyslu vottaðra lífrænna vara á Ís- landi með velferð almennings, búfjár og umhverfisins að leiðarljósi. Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðu samtakanna. Endilega … … kynnið ykkur lífeflda ræktun Morgunblaðið/Eggert Fróðleg One Man, One Cow, One Planet. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Nemandi og kennari Lisa Buhofer auglýsti eftir íslenskukennara. Tekið verður á móti umsóknum vegna jólaaðstoðar á eftirfarandi tímum að Hátúni 12b Þriðjudaginn 22. nóv. kl. 10-14 Þriðjudaginn 29. nóv. kl. 10-14 Fimmtudaginn 1. des. kl. 10-14 Þriðjudaginn 6. des. kl. 10-14 Fimmtudaginn 8. des. kl. 10-14 www.birkiaska.is Birkilauf- Betulic Birkilauf hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox).

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.