Morgunblaðið - 21.11.2011, Síða 11

Morgunblaðið - 21.11.2011, Síða 11
Skrautleg Sagan um Lísu í Undralandi er sannkallað ævintýri. Ísdrottning Byggð á persónu úr Narníu, grimm en tignarleg um leið. Stíll Fjölmargar félagsmiðstöðvar tóku þátt í keppninni um helgina. Casa Chica Þetta er útsýnið úr húsi Hildar sem hún hefur til umráða meðan á kennaradvölinni stendur á Spáni. síðan um 20. öldina með lestri nú- tímabókmennta. Okkar tímum kynnist hún svo með lestri bóka eftir núlifandi höfunda.“ Eftir að Lisa heimsótti Ísland ásamt hópi eldri borgara frá Sviss árið 2005 komst hún í kynni við nú- tímaíslenskuna og langaði að fá kennslu í framburðinum. Það var þá sem hún ákvað að auglýsa eftir ís- lenskukennara og eftir að Hildur hafði svarað kallinu var ljóst að kennarinn og nemandinn áttu margt sameiginlegt. Það sem hefur komið þeim að mestu notum í náminu er sameiginlegur áhugi á bóklestri og hann hefur Hildur mikið nýtt í nám- inu. Hildur hefur auk þess áratuga reynslu af kennslu, í íslensku, ensku og á tölvur. Lásu saman Laxdælu „Áður en ég fór að fara til Spánar, höfðum við skrifast á á ís- lensku og þar komst ég að raun um að Lisa var mjög fær í ritmálinu. Svo fórum við að lesa saman, t.d. Laxdælu og sögur eftir Viktor Arn- ar Ingólfsson og Kristínu Mörju Baldursdóttur. Eftir lestur hverrar bókar ræðum við þær okkar á milli.“ Hildur segir Lisu hafa verið ótrúlega fljóta að ná framburð- inum, enda tungumál lengi verið hennar ástríða. Hún talar sviss- nesk-þýsku, sem er forn háþýska, þýsku, ensku, frönsku og spænsku og les sænsku, ítölsku, frönsku og þýsku, auk íslenskunnar. Í íslensk- unni stendur málfræðin henni næst og því er henni oft meira í mun að hafa hana rétta heldur en fram- burðinn. „Í byrjun skildi hún ekki orð af því sem ég var að segja! Þetta er bara ekki sama málið og stendur hér í bókunum, sagði hún. Af hverju segir þú lángar?“ Hildur fer til Spánar einu sinni á ári og er nýkomin heim úr kennaradvöl þessa árs. Á milli heimsóknanna skrifast þær Lisa á, oftast á íslensku en einnig á ensku. „Á Spáni er hefðbundin kennsla um einn og hálfan tíma á morgnana og síðan aftur síðdegis. Lisa er farin að skilja mig miklu betur og því nota ég oft íslenskuna, þó svo að hún svari á ensku. Við ræðum mikið um bækurnar sem við lesum saman, Lisa segir mér frá söguþræðinum og við skiptumst á skoðunum. Ég spyr hana líka að því hvaða bók- menntir hún sæki helst í, á hvaða tungumáli hún kjósi að lesa og eftir hvaða höfunda. Það skal viðurkenn- ast að stundum dettum við niður í enskuna, sérstaklega þegar um- ræðuefnið er flókið,“ sagði Hildur að lokum. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. NÓVEMBER 2011 Í kvöld er komið að hinum ómót- stæðilega Harrison Ford í hlutverki Indiana Jones að birtast aftur á hvíta tjaldinu í Mánudagsbíói í Háskólabíó. Sýnd verður kvikmyndin Indiana Jones and the Temple of Doom en myndin er önnur í röðinni um æv- intýri fornleifafræðingsins Indiana Jones í leikstjórn Stevens Spielbergs. Myndinni var mjög vel tekið og er talin ein af bestu ævintýramyndum níunda áratugarins. Myndin var hins vegar gagnrýnd fyrir að bregða upp rangri mynd af hindúatrú á Indlandi og var hún bönnuð þarlendis um tíma. Myndin hlaut á sínum tíma Ósk- arsverðlaunin fyrir bestu sjónrænu brellurnar og fékk einnig tilnefningu fyrir besta frumsamda lagið. Hér gefst einstakt tækifæri til að sjá In- diana Jones á hvíta tjaldinu. Mánudagsbíó Leikarinn Harrison Ford hefur elst ágætlega og er ekki hættur að vera töffari. Ævintýri Indiana Jones Það er skemmtilegt að sjá litríka og glæsilega tísku hvaðanæva úr heiminum. Þessi fyrirsæta sýnir hér það nýjasta úr smiðju malasíska hönnuðarins Hajaba en þessi lína kallast Shades of Qipao. Fyrisætan var ein fjöl- margra sem sýndu fatnað á svokallaðri Ori- ental Charm-tískusýningu í Kúala Lúmpúr á dögunum. Hajaba er frumkvöðull í tískufatn- aði í Malasíu sem samræmist kröfum um klæðaburð kvenna þar í landi. Hajaba hef- ur hannað frá árinu 2008 og rekur nú ell- efu verslanir víða um Malasíu. Fatnaður- inn er hugsaður fyrir nútímakonuna sem er mikið á ferðinni þannig að hann er þægilegur en glæsilegur um leið og gerð- ur úr hágæðaefnum. Sannarlega litrík og glæsileg tíska úr smiðju Hajaba. Tíska Reuters Hönnuðurinn Hajaba áberandi frumkvöðull í Malasíu Ársfundur Úrvinnslusjóðs Ársfundur Úrvinnslusjóðs verður haldinn á Grand Hótel, 4. hæð, Háteigi A, þriðju- daginn 22. nóvember kl. 13:30 • Formaður stjórnar setur fundinn • Ávarp umhverfisráðherra • Ávarp formanns stjórnar Úrvinnslusjóðs • Ársreikningur 2010 kynntur • Yfirlit yfir starfsemi Úrvinnslusjóðs • Umræður Dagskrá Fundargögn munu liggja frammi á fundarstað Stjórn Úrvinnslusjóðs

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.