Morgunblaðið - 21.11.2011, Síða 32

Morgunblaðið - 21.11.2011, Síða 32
MÁNUDAGUR 21. NÓVEMBER 325. DAGUR ÁRSINS 2011 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Demi Moore er tvíkynhneigð 2. Bjarni sigraði 3. Kallar Hawn sjálfhverfa 4. Umferðarslys á Sæbraut »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Sýning Borgarleikhússins, Jesús litli, var sýnd í Principal-leikhúsinu í Vitoria á Spáni á laugardag sem hluti af Alþjóðlegu Vitoria-leiklistarhátíð- inni. Uppselt var í 1.000 manna leik- húsinu og áhorfendur fögnuðu ákaft. Leikritið Jesús litli slær í gegn á Spáni  Sópransöng- konan og Íslands- vinurinn Kiri Te Kanawa mun halda tónleika í Hörpu 5. febrúar næstkomandi og hefst sala að- göngumiða klukk- an 12:00 í dag. Kiri varð heimsfræg þegar hún söng við brúðkaup Karls Bretaprins og Díönu Spencer. Hún syngur nú í Met- ropolitan-óperunni í New York. Miðasala hefst í dag á Kiri Te Kanawa  Sýningargestir urðu dálítið rugl- aðir í ríminu á opnun sýningar Snorra Ásmundssonar á Akureyri á föstudag því verkin voru ólík og ekki gerð af honum sjálfum. Hann var auk þess ekki viðstaddur. Ellefu ólíkir listamenn unnu verkin að beiðni Snorra, m.a. Steingrímur Eyfjörð, Sara Björnsdóttir og Mundi vondi. Gestir á sýningu Snorra ringlaðir Á þriðjudag Gengur í austan 13-20 m/s sunnanlands með rign- ingu og eða slyddu. Mun hægari breytileg átt síðdegis. Á miðvikudag Vestlæg eða breytileg átt, 5-10 en allt að 15 með suðurströndinni. Skúrir eða él í flestum landshlutum. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Sunnan 10-20 vestast en annars 5-10. Skúr- ir eða slydduél sunnan- og vestanlands en skýjað með köflum norðaustantil. Hiti yfirleitt 2 til 8 stig. VEÐUR Landsliðsmarkvörðurinn í handknattleik, Aron Rafn Eðvarðsson, fór á kostum og varði 20 skot í marki Hauka þegar Hafnarfjarðar- liðið vann HK, 22:21, í loka- leik 8. umferðar N1-deildar karla á Ásvöllum síðdeg- is í gær. Þar með komust Aron Freyr og félagar upp að hlið Fram í efsta sæti deildarinnar með 14 stig úr átta leikjum. » 2 Aron Rafn átti stórleik „Það er ekkert leiðinlegt að skora, það er bara svo einfalt. Það er gaman þegar vel gengur og maður nýtur þess að sjálfsögðu,“ segir Heiðar Helguson sem heldur áfram að raða inn mörkum fyrir QPR í ensku úr- valsdeildinni að skora. Bylm- ingshögg frá andstæðing- unum breyta þar engu um eins og fram kemur í viðtali við Heiðar. »4 „Það er ekkert leið- inlegt að skora“ Diego Björn Valencia úr Víkingi varð þrefaldur Íslandsmeistari í ku- mite á Íslandsmótinu í karate um helgina. Telma Rut Frímannsdóttir úr Aftureldingu varð tvöfaldur meistari, bæði í sínum flokki og í opnum flokki annað árið í röð. Henni er ýmislegt fleira til lista lagt í íþróttunum en Telma æfir einnig handbolta með góðum árangri. »2 Diego og Telma meistarar í kumite ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Ylfa Kristín K. Árnadóttir ylfa@mbl.is „Ekki nota þetta upptökutæki á mig, þú sogar úr mér röddina,“ segir Ar- on Máni við blaðamann þegar hann dregur upptökutæki úr tösku sinni í frístundaheimilinu Frostheimum. Aron er einn tíu krakka á aldrinum 8-9 ára í fréttaklúbbi Frostheima sem vinna nú hörðum höndum að því að skrifa fréttir í fréttablaðið Frost- Fréttir sem verður gefið út í byrjun desember. Í blaðinu mun kenna ýmissa grasa. Þar verður m.a. bóka- og kvikmyndagagnrýni, myndir sem krakkarnir taka sjálfir af starfinu á frístundaheimilinu, uppskriftahorn og brandarahorn, auk þess sem krakkarnir taka viðtöl við starfs- menn Frostheima. Miðað við við- brögð Arons Mána má telja ólíklegt að krakkarnir hafi notað upp- tökutæki í viðtölunum. Erfitt að skamma nafnlaus börn Í blaðinu verður sögð saga mann- réttinda og verður þar farið yfir samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins eða Barnasáttmál- ann, eins og hann er oftast kallaður. Sáttmálinn átti 22 ára afmæli í gær og í tilefni af því var síðasta vika helguð honum og krakkarnir lærðu um réttindi sín. Spurð hvaða réttindi sé talað um í Barnasáttmálanum hika krakkarnir aðeins en Álfdís Freyja er með það á hreinu: „Ég á rétt á mínu eigin nafni, rétt á að segja hvað mér finnst, rétt á að vera eins mikið með foreldrum mínum og ég get og ég á rétt á að leika mér,“ segir hún og að- spurðir viðurkenna krakkarnir að það sé dálítið skrýtið ef sumir bera ekkert nafn. Einar Skúli segir að það hljóti að vera erfitt fyrir kenn- ara að kalla á nemendur og skamma þá ef þeir heiti ekki neitt. Þá þurfi kennararnir eflaust að bregða á það ráð að benda mikið. Frekar leikarar en blaðamenn Krakkarnir segjast hafa lært að þegar þeir taka viðtöl eigi þeir ekki að spyrja já- og nei-spurninga held- ur spyrja af hverju, því þá fái þeir betri svör. Blaðamaður freistast til að spyrja hvort þeim hafi ekki þótt gaman að taka viðtöl og hvort þeir geti hugsað sér að verða blaðamenn þegar þeir verða fullorðnir. Nær all- ir segja „nei“ hátt og snjallt og ein- hver segir m.a.s. „aldrei í lífinu!“ Það sé ýmislegt annað sem þau vilji gera, t.d. verða leikarar eða atvinnu- tónlistarmenn. Hrafn Abraham sagði að hann gæti þó kannski hugs- að sér að verða íþróttafréttamaður. Gefa út fjörugar FrostFréttir  Viðtöl, brand- arar og Barna- sáttmálinn Morgunblaðið/Sigurgeir S. Fréttaklúbburinn Alísa, Álfdís Freyja, Benedikt Ingi, Birkir Blær, Einar Skúli, Gylfi, Helgi Níels og Karólína Snót sýna stolt blaðamannaskírteinin sem þau bjuggu til sjálf. Á myndina vantar Hrafn Abraham og Sólveigu Kristínu. Barnasáttmálinn var samþykktur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóð- anna 20. nóvember 1989 og öðl- aðist gildi á Íslandi hinn 27. nóv- ember 1992. Samningurinn felur í sér alþjóð- lega viðurkenningu á að börn séu hópur sem þarfnist sérstakrar verndar umfram hina fullorðnu og að réttinda þeirra hafi ekki verið nægilega gætt í þeim mannrétt- indasamningum sem áður hafa verið gerðir. Jafnframt felst í hon- um viðurkenning á því að börn séu sjálfstæðir einstaklingar með eig- in réttindi, þau eigi sjálfstæð rétt- indi – óháð réttindum hinna full- orðnu. Sáttmálinn kveður m.a. á um vernd tiltekinna grundvallar- mannréttinda barna, svo sem rétt- arins til lífs, friðhelgi fjölskyldu- og einkalífs, félaga-, skoðana-, tjáningar- og trúfrelsis. Heimild barn.is. Verndar grundvallarmannréttindi BARNASÁTTMÁLINN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.