SunnudagsMogginn - 13.11.2011, Side 9

SunnudagsMogginn - 13.11.2011, Side 9
13. nóvember 2011 9 Vináttulandsleikir eru eitt það óáhugaverðasta við fót-boltann. Þjálfarar nota oft slíkar viðureignir til þessað prófa sig áfram, gefa leikmönnum tækifæri sem allajafna komast ekki í liðið eða reyna nýjar leikaðferðir. Vináttuleikir eru tilraunastarfsemi, eðlilega. Frí er í deildakeppni flestra Evrópulanda um helgina en vináttulandsleikir þess í stað á dagskrá. Nokkrir voru í gær, fá- einir í dag og fjöldi eftir helgi. Fótboltafíklar þurfa þó ekki að örvænta því sérlega áhugaverður leikur fer fram – þótt það sé æfingaleikur; viðureign Englands og Spánar á Wembley- leikvanginum í London í dag. Tvær vinsælustu deildir í heimi í dag eru hin enska og sú spænska. En knattspyrnuhefðin er gjörólík í löndunum tveimur. Englendingar eru þekktir fyrir djörfung og dug, fyrir að vera stórir, sterkir, fljótir og baráttuglaðir. Þeir gefast aldrei upp fyrr en í rauðan dauðann. Einkenni Spánverja hafa í áránna rás verið önnur; þeir hafa verið einstaklega leiknir og skemmtilegir á að horfa en kraftinn hefur oft vantað þegar tekið hefur verið hressilega á þeim. Þeim var álasað fyrir að þola illa spennuna sem fylgdi stórmótum; ná ekki að sýna sitt besta þegar á reyndi. Að vera ekki nógu harðir af sér. Nú er öldin önnur; á því er enginn vafi að Spánverjar eiga besta lið heims. Breiddin er svo mikil að sumir þeirra sem verma varamannabekkinn myndu ekki bara komast í flest önnur landslið heldur styrkja þau. Það sem virðist fimur ballettdansari er í raun nautabani í dul- argervi, reiðubúinn að stinga and- stæðinginn til bana hvenær sem er. Nokkrir Spán- verjar leika með liðum á Englandi og hafa staðið sig framúrskarandi vel. Enginn betur í vetur en hinn smá- vaxni David Silva, sem farið hefur hamförum með topp- liði Manchester City. Það segir meira en mörg orð að hann á ekki víst sæti í spænska liðinu! Hefur reyndar mjög lítið leikið með því síðustu misseri. Einhver kann að spyrja hvernig í ósköpunum standi á því. Þjálfari Spánar getur spurt á móti: Hvern á ég að taka úr liðinu í staðinn? Ekkert svar... Sem dæmi um gæðin í hópnum má nefna að Pepe Reina, einn besti markvörður heims, er vara- maður í liði Spánar. Valdes, markvörður Barcelona, besta félagsliðs heims, er þriðji á listanum. David de Gea, sem stendur í markinu hjá ensku meisturunum í Manchester United, er ekki einu sinni í hópnum. Hann er í landsliði 21 árs og yngri. Þannig mætti lengi telja. Í stuttu máli má segja að flestir leikmenn Spánar myndu styrkja lið Englands, en ólíklegt að nokkur hinna ensku kæmist í spænska liðið. Samt gæti leikurinn orðið spennandi. Það er hið skemmtilega við þessa frábæru íþrótt. Aldrei er neitt öruggt. Davíð gæti sigrað Golíat, en maður veit aldrei... ’ Ekki er víst að besti leikmaður ensku úrvals- deildarinnar komist í lið Spánar í dag. Það segir meira en mörg orð um hvespænska liðið er gríðarlega sterkt. David Silva besti leikmaðurinn í Eng- landi í vetur með Manchester City. Kemst hann í lið Spánar í dag? Reuters Meira en bara leikur Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Nautabani í líki ballettdansara Basarinn, nytjamarkaður Kristniboðssambandsins, er í Austurveri, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík. Opiðmánudaga til föstudaga kl. 11-18. Opið á laugardögum í desember. Tekið er ámóti munum á sama stað. Skrifstofa Kristniboðssambandsins er flutt á Háaleitisbraut 58-60. Opið hús á kristniboðsdaginn kl. 15-17 og húsblessun í umsjá sr. Kristjáns Vals Ingólfssonar vígslubiskups kl. 15:30. Allar nánari upplýsingar á www.sik.is og í síma 533 4900. Kristniboðsdagurinn 13.nóvember2011 Ítrú, von og kær lei ka Boðunogkærleiksþjónusta í rúm100ár. Starfssvæði í Kína,Eþíópíu,Keníu, JapanogMið-Austurlöndum. Innlendarkirkjurkomnar í hendur heimamanna. StarfKristniboðssambandsinsbyggir á góðumundirbúningi kristniboða,þekkinguámenningu,hugsunarhætti, tungumáli heimamannaog siðareglum í starfi. 70grunnskólar, 9 framhaldsskólar ogháskóli í Pókothéraði,Keníu. Af götu í skóla, stutt viðbörnHIV smitaðra, færri stúlkurumskornar. Áhersla ámenntun ogheilsugæslu. Lestrarverkefni. Hér á landi er unnið að boðun, fræðslu, kynningu og vitundarvakningu með heimsóknum, útgáfu fréttabréfs, vefsíðu, námskeiðum og vikulegum samkomum. Fjáröflun svo semminningarspjöld, jólakort, kaffisölur, jólabasar, nytja- markaðurinn Basarinn, mynt- og frímerkjasöfnun. Við viljum fá frímerkin á umslögunum ef unnt er. Móttaka á pósthúsum í janúar, en allan ársins hring í Basarnum, Háaleitisbraut 68, Reykjavík og Litla húsinu, Strandgötu 13a, Akureyri. Landsbankinn 117-26-2800 Arion 328-26-2800 Íslandsbanki 515-26-2800 MP banki 701-26-2800 Sparisj. Byr 1195-26-2800 Kennitala 550269-4149 Kristniboðssambandið BASARINN NYTJAMARKAÐURKRISTNIBOÐSSAMBANDSINSAusturveri, Háaleitisbraut 68 www.sik.is facebook.com/kristnibod Í 75 ár hefur þjóðkirkjan haldið kristniboðsdag og hvatt til samskota fyrir starfinu. Einnig er tekið við gjöfum á eftirtalda gjafareikninga:

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.