SunnudagsMogginn - 13.11.2011, Page 14

SunnudagsMogginn - 13.11.2011, Page 14
14 13. nóvember 2011 Hér á landi eru settar upp fínar sýningar enmyndlistarmarkaðurinn er nánast dauður,það er ekki hægt að lifa af myndlistinni hér,því miður,“ segir Sigurður Árni Sigurðsson myndlistarmaður. Hann er í stuttu stoppi hér heima, en nánast allt þetta ár hefur hann verið með vinnustofu á vegum Parísarborgar og í Frakklandi er nóg að gera hjá listamanninum. Í vor sem leið lauk tveggja og hálfs árs ferli við hönnun og uppsetningu útilistaverks Sigurðar Árna í borginni Loupian í Suður-Frakklandi, á árinu hef- ur hann hefur haldið einkasýningu og tekið þátt í sam- sýningum og listkaupstefnum þar í landi, og framundan eru nokkrar sýningar í galleríum og söfnum í Frakklandi. „Ég var mjög heppinn að vinna samkeppnina um úti- listaverkið í Loupian og ég upplifi mig í dag eins og iðn- aðarmennina sem flykkjast til Noregs að vinna,“ segir Sigurður Árni, sem hefur um árabil verið í framvarðasveit íslenskra myndlistarmanna og var meðal annars fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum árið 1999. „Myndlistar- senan er afskaplega takmörkuð hérna,“ bætir hann við þegar spurt er um muninn á umhverfinu í Frakklandi, þar sem hann hefur unnið í París og í Montpellier, en í síð- arnefndu borginni hefur hann verið gestakennari við listaháskóla síðustu árin. „Til að mynda er staðan skelfileg hvað sýningarými fyrir myndlistarmenn varðar hér – en engu að síður kemur maður nú heim og sér mjög fínar sýningar, eins og á teikningum í eigu Péturs Arasonar og Rögnu Róbertsdóttur í Hafnarhúsinu, sýninguna sem Jón Proppé setti saman á Kjarvalsstöðum og sýningu á verk- um Roni Horn í i8. Það eru því settar upp góðar sýningar en mér finnst þó vanta að söfnin setji til dæmis upp sam- sýningar í samvinnu við myndlistarmenn með nýjum verkum, og svo er grafalvarlegt hvað lítil umræða er um myndlist. Umræðuna vantar til að mynda í fjölmiðlana – ef eina myndlistarumræðan er um það hverja vantar í Listasöguna þá er ekki skrýtið að almenningur nenni ekki að taka þátt í henni.“ Sigurður Árni segir að eftir doða undanfarinna ára hér sé upplífgandi að vera vitni að lifandi umræðu um list- irnar og sýningahald í Frakklandi. Er ekki franskur listamaður Nú eru nær tuttugu ár síðan blaðamaður flaug til Parísar að skoða sýningu á verkum Sigurðar Árna í samtíma- listasafni Parísarborgar, en þar var hann valinn í hóp efni- legustu listamanna Frakka á þeim tíma. Hann hafði sótt framhaldsnám í París og búið þar í nokkur ár. Er hann ekki bara franskur listamaður? „Nei, nei,“ svarar hann ákveðið. „Það er ég ekki þótt ég hafi þessi tengsl við listalífið í Frakklandi. Myndlistar- senan í París er mjög alþjóðleg, til að mynda er hún oft sögð alþjóðlegri en myndlistarlífið í New York.“ Eftir að hafa unnið samkeppnina um útilistaverkið þurfti Sigurður Árni að vera mikið í Frakklandi og því sótti hann um vinnustofu hjá Parísarborg og fékk út- hlutað afar góðri aðstöðu í miðri borg. Hann hefur unnið með Galerie Aline Vidal í París síðustu tvo áratugi en mestallan þann tíma verið búsettur á Íslandi. Hann við- urkennir að galleristinn sé ánægður með að hafa hann aftur í borginni og að vera hans þar hafi kallað á fleiri sýn- ingar sem eru á döfunni. „Jú, það er gríðarlegur munur að vera á svæðinu – gall- eristanum mínum finnst ekki koma til greina að ég fari aftur að vinna alfarið hér á landi,“ segir Sigurður Árni. „Það er líka góð tilfinning að sjá fram á nokkrar sýn- ingar næstu tvö árin, það er mjög hvetjandi, vinnulega séð. Að mörgu leyti getur verið erfitt að vinna hér heima og halda sambandi við sýningavettvanginn úti, það er dýrt að fljúga og dýrt að flyta verk. En hinsvegar fer líka mikil orka í Parísarborg,“ segir hann og brosir. „En þótt það séu ákveðnir erfiðleikar, þá er margt frábært við að vinna hér heima; það er ákveðinn lúxus hvað margt er miklu ein- faldara hér. Til dæmis er auðvelt að finna hluti hér og hafa aðgengi að ýmsu, eins og fagþekkingu. Slíkt getur orðið mjög flókið úti. Þar tók langan tíma að finna rétta mann- inn til að reikna út fyrir mig sólarganginn og skuggaföll fyrir verkið sem ég gerði í Loupian, en þegar ég gerði Sól- öldu á Sultartangavirkjun á sínum tíma, þá bankaði ég bara upp á næstu verkfræðistofu og þar gengu menn í málið.“ Ímyndað rými í verkunum Listaverkið sem vígt hefur verið við skólann í Loupian nefnist L’Eloge de la Nature, Hylling náttúrunnar. Þetta er verk sem gefur tilfinningu fyrir tímanum, árstíðunum, staðsetningu sólarinnar og halla jarðar. Í steyptum vegg sem er 3,8 metrar á hæð er gat með nákvæmlega útreikn- uðum fláa. Veggurinn varpar skugga sem er 1,38 metra langur á hádegi þegar sólin er hæst á lofti en tæplega níu metrar á stysta deginum. Áletraðir bronsrenningar í steyptri plötu marka lengsta og stysta skuggafallið. Við jafndægur á vori og hausti myndar sólargeislinn sem fell- ur um gatið hreinan hring á jörðinni og lýsir þar upp platta með mósaíkverki sem felldur er í jörðina. Sigurður Árni fékk stjarneðlisfræðing til að sjá um út- reikningana á skugga og birtuföllum í verkinu, og sýnir hann mér lærða grein sem skrifuð hefur verið í franskt tímarit um sólúr. „Þetta er ein ánægjulegasta grein sem ég hef séð um verkin mín og þarna er allur útreikningurinn sýndur og formúlurnar sem notaðar eru, en ég skil ekki bofs í þeim!“ segir hann og hlær. En reikningurinn var réttur, skugginn fellur á rétta staði? „Þetta er allt kórrétt. Við eigum reyndar enn eftir að sjá hvort skugginn á vetrarsólstöðum sé réttur, en hann var réttur á jafndægrum og sumarsólstöðum.“ Nú í vikunni opnar Sigurður Árni einkasýningu í Galer- ie Domi Nostrae í Lyon og er sýningin hluti af Lyon- tvíæringnum sem hefur notið sívaxandi athygli. Hann hefur þrisvar sinnum haldið sýningar í þessu galleríi – og þar var fyrsta einkasýning hans í Frakklandi, árið 1992. Lyon segir hann vera áhugaverða borg og listasenan þar sé kraftmikil: gott listasafn og fín gallerí. „Ég hef ekki sýnt þarna í ein tíu ár þannig að það verð- ur gaman að koma aftur til Lyon með sýningu,“ segir hann. „Sýning byggist á nýjum málverkum en ég sýni líka vatnslitamyndir og teikningar. Ég er í verkunum oft að leika mér með rými sem hægt er að ímynda sér milli strigans og málaða flatarins, en að auki ákvað ég í þessari sýningu að vinna með rýmið á nýjan hátt. Galleríið er í nokkrum herbergjum og ég leik mér ekki bara með rýmið innan verkanna heldur líka með rýmið milli þeirra; á einu málverki eru til að mynda tveir grunnfletir, grænn og appelsínugulur, í öðru herbergi er málverk með hinum helmingnum af græna hluta verksins og í þriðja herberg- inu verk með hluta appelsínugula flatarins. Verkin kallast þannig á milli herbergja.“ Í lok nóvember tekur Sigurður Árni síðan þátt í lista- kaupstefnu í Montpellier með galleríi sem hann vinnur með þar í borg. Þar verður áherslan lögð á teikningar. Er verkið póstkortið eða teikningin? Árið 1990 byrjaði Sigurður Árni að vinna að röð verka sem hann hefur af og til komið að og kallar „leiðréttingar“. Sigurður hefur oft sýnt leiðréttingar sínar, síðast á list- kaupstefnu í París í vor sem var helguð teikningum og í janúar næstkomandi hefur honum verið boðið að halda sýningu á slíkum verkum í Musée de Brunoy, óvenjulegu safni í borg í jaðri Parísar. „Hugmyndin að leiðréttingunum var í raun banal,“ segir hann. „Ég tók póstkort eða ljósmynd sem ég fann, límdi hana á pappír og hélt áfram að teikna kringum póstkortið. Bætti við myndina. Þá verður til þessi spurn- ing um fyrirmyndina, er það póstkortið eða teikningin sem er verkið? Þetta tengist hugmyndum um fundna hluti í listinni, „ready-made“ og slíku. Sama hugsun var hjá mér í málverkinu á þessum tíma, vangaveltur um fyr- irmyndina eða „objektin“. Þetta safn í Brunoy er merkileg stofnun, gamall herra- Verk Sigurðar Árna, Hylling náttúrunnar, við skóla í borginni Loupian. Verkið getur tilfinningu fyrir tímanum, árstíðunum, staðsetningu sólar og halla jarðar. Listamaðurinn naut aðstoðar stjarneðlisfræðings við útreikninga skuggafallanna. Ein af „leiðréttingum“ Sigurðar Árna. Í þeim bætir hann teikningu við gömul póstkort eða ljósmyndir. Skuggaspil málarans „Ég upplifi mig í dag eins og iðnaðarmennina sem flykkjast til Noregs að vinna,“ segir Sig- urður Árni Sigurðsson mynd- listarmaður. Allt þetta ár hefur hann verið með vinnustofu í París og verið upptekinn við sýningahald þar ytra. Fram- undan eru líka nokkrar einka- og samsýningar í Frakklandi en listmarkaðinn hér á landi segir hann nánast dauðan. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.