SunnudagsMogginn - 13.11.2011, Síða 15
13. nóvember 2011 15
garður, þar sem einkum eru sýndar ljósmyndir, póstkort
og myndir sem tengjast svæðinu. Safnstjórinn setur síðan
á hverju ári upp sýningu þar sem safneignin er tengd
samtímalistinni og nú bauð hún mér að sýna leiðrétt-
ingar. Hugmyndin er að sýna hvernig gamlar ljósmyndin
eða gömul póstkort geta öðlast framhaldslíf.“
Og Sigurði Árna var líka boðið að finna póstkort og
ljósmyndir í safneigninni að vinna með.
„Ég átti tvo stórkostlega daga í kjallara safnsins og fékk
að skoða allt sem mér datt í hug. Ég fann nokkrar ljós-
myndir sem ég er núna að vinna með og ef vel tekst til
verða þau verk á sýningunni í janúar.“
Ekki er allt upptalið hvað væntanlegar sýningar varðar,
því í apríl sýnir hann í Listasafninu á Korsíku. Sigurður
Árni var þar með vinnustofu í boði safnsins fyrir átta ár-
um og alltaf stóð til að hann sýndi þar í kjölfarið; nú er
komið að því. Safnið á nokkur verk eftir hann og átti líka
eitt verkanna sem hann sýndi á Feneyjatvíæringnum, en
það skemmdist í bruna fyrir nokkrum árum, ásamt um
eitt hundrað öðrum verkum, þegar listaverkageymsla
safnsins brann.
En talið berst aftur að heimi verka Sigurðar Árna, að
leiknum sem svo oft birtist í þeim, um hvað geti falist í
tvívíðum fleti. Listamaðurinn vinnur með hugmyndir um
rými sem geta ekki verið til, sjónblekkingu og skugga af
fyrirmyndum sem eru ekki alltaf til staðar.
„Allt þetta má rekja til ákveðinna bollalegginga um það
hvað sé málverk. Það hefur verið sagt að myndlistarmenn
séu bara með eina hugmynd og spurningin er hvað maður
getur teygt þessa hugmynd langt,“ segir hann og glottir.
„Þetta er eins og töfrateningur sem maður veltir fram og
til baka og alltaf koma nýir vinklar … Skuggarnir hafa
skipt miklu máli í verkum mínum, það eru þeir sem leiða
mig áfram núna og búa til nýja fleti en ég veit ekki hvað
varpar þessum skuggum.“
Sigurður Árni Sigurðsson í vinnustofu
sinni í Reykjavík. Hann aftekur fyrir að
teljast til franskra listamanna þótt
hann sýni einkum þar í landi.
Morgunblaðið/Einar Falur
Ónefnt málverk, 150 x 150 cm, sem verður á væntanlegri
sýningu Sigurðar Árna í Galerie Domi Nostrae í Lyon.
Vatnslitamyndir þekja sífellt meira veggrými í vinnustofunni sem Sigurður Árni hefur yfir að ráða í miðborg Parísar. „Það er
gríðarlegur munur að vera á svæðinu,“ segir hann um að vinna nærri galleríum sínum í Frakklandi.
’
Það er gríðarlegur
munur að vera
á svæðinu –
galleristanum mínum
finnst ekki koma til greina
að ég fari aftur að vinna
alfarið hér á landi. Það er
líka góð tilfinning að sjá
fram á nokkrar sýningar
næstu tvö árin, það er mjög
hvetjandi, vinnulega séð.