SunnudagsMogginn - 13.11.2011, Page 16
16 13. nóvember 2011
Ég taldi þetta út, þegar ég varmagaveikur,“ segir HjálmarGíslason þegar blaðamaður sestí sófann og færir til listilega út-
saumaða púða. Hann er vel tilhafður og
léttur á fæti, brosmildur og býður upp á
brjóstsykursmola. Hann er fæddur á hinu
viðburðaríka ári 1918, ári frostaveturs,
spænsku veikinnar og stríðsloka. Hjálmar
Gíslason hefur samið vísur, og þá einna
helst gamanvísur og tilefniskvæði, alla
sína tíð en vill lítið úr þeim gera og segist
aldrei hafa hugsað út í það að gefa út á
prenti. Hjálmar ferðaðist líka víða um
land eftir seinni heimsstyrjöldina og tróð
upp á skemmtunum fyrir landann. Þegar
hann er spurður út í æsku sína svarar
hann í bundnu máli:
„Ég er fæddur á frostavetri
fram í sveit í mögrum dal.
Svo ekki var von ég yrði betri
engan um neitt þó væna skal.
Vafalaust fæddur viðsjált barn,
vanstilltur, þrár og óbilgjarn.
Með foreldrum mínum fimm, sex ára
flutti ég svo til Hesteyrar.
Þar í sveit eru björg og bára
og baráttan erfið norður þar.
Sitthvað ég fékk að sýsla þá
til sjós og lands, eins og vænta má.
Bauðst mér staða sem búðarloka
hjá bændum vestur við Dýrafjörð.
Kaupmenn þeir vildu undiroka,
alls staðar stríð á vorri jörð.
Sex ár þarna ég sat um kjurrt,
sjöunda árið fór ég burt.
Rambaði þá til Reykjavíkur
með reytur mínar og konu og börn.
Á því taldi samt litlar líkur
að leiðin þar yrði framagjörn.
Allt fór þar samt á annan veg,
svo útkoman reyndist þolanleg.
En þá var ég rétt um þrítugsaldur.
Þreyttur en nokkuð magasár.
,Samt var ég ennþá ansi kaldur
ekki að sama skapi klár.
Langaði að verða leikari
en líklegast varð ég veikari.
Þjóðleikhússtjóra fór ég að finna.
Fallega glotti Rósinkrans.
Það var víst ýmsu öðru að sinna
en afdalastrák í ríki hans.
Hann sagði að ég þyrfti að læra list,
sko leikarar gengju í skóla fyrst.
Guðlaugur vildi að ég gengi í skóla
en ég gat það eigi vegna aldurs samt.
Byrjaði þá að gapa og góla
og gefandi pillur, svona lítinn
skammt.
Áhrifin reyndust ótrúleg
og eftirsóttur var lengi ég.
Gekk ég um í gleðisölum
gerandi skissur lon og don
huldi mig jafnvel herðasjölum
héldu mig sumir gleðikvon.
Einn vildi fá mig ólmur heim.
Endasleppt reyndist þetta geim.“
Hjálmar hóf störf um leið og hann hafði
getu til eins og flest börn í sveitunum á
þessum tíma. „Maður byrjaði fljótlega að
fá að stokka upp línur og beita og vera
landmaður þegar verið var að róa til fiskj-
ar með línu. Í heyönnum var síðan allt
unnið með gömlum verkfærum. Slegið
með orfi og ljá og rakað með hrífum og
svo var þetta þurrkað á túnunum og það
var mikil vinna við það. Það þurfti að taka
þetta saman og breiða aftur þar til það var
orðið nógu þurrt. Svo var þetta bundið í
bagga. Ef það var gott veður þá var þetta
hálfþurrt, en ef það var rigning þá var
þetta bara blautt og gríðarþungt. Svona
gekk þetta,“ segir Hjálmar þegar hann
rifjar upp árin á Hesteyri. Hann vaggar sér
lítillega í stólnum og þykir ekki mikið til
frásagnar sinnar koma á meðan blaða-
manni þykja þessir lifnaðarhættir svo
framandi og forvitnilegir að hann á í erf-
iðleikum með að halda aftur af sér að dæla
út úr sér spurningum.
Ekki til peningar og því lifað í milliskrift
Hjálmar segist hugsa með hlýju til þessa
tíma og þó að þetta þætti eflaust hörð lífs-
barátta í dag var það ekki upplifun hans.
„Það virtist alltaf vera nóg til að borða.
Það var náttúrlega fiskurinn. Mig minnir
nú að farið hafi verið með flest lömb inn í
kaupstað til að kaupa fyrir þau kornmat.
Svo voru bara rollur og svona sem var að-
allega borðað heima. Það var saltað niður
eða reykt. Það var ekki mikið af lambinu
sem var slátrað til heimabrúks. Það fór
mest til kaupstaðar. Það þurfti að kaupa
mjöl og sykur og kaffi og einhvern fatnað,
druslur á krakkana og skíði og skauta.
Maður þekkti ekkert annað. Það voru
engir peningar. Það var bara milliskrift í
verslunum einhvers staðar eins og í
kaupfélögunum á Ísafirði. En það var nú
svolítil verslun hjá okkur um tíma þar
sem þarna var síldarstöðin Hekla frá
1927-1940 sem Thors-bræður áttu. Þeir
voru þarna með bræðslu. Þarna fékk
maður íhlaupavinnu. Í dag stendur aðeins
eftir reykháfurinn sem er víst orðinn
þekktur í einhverri skáldsögu eftir Yrsu
Sigurðardóttur. Þarna var híft í land í
málum og því var svo sturtað í land, þá
var bara handvagn og við þurftum að
keyra á honum á bryggjunum og upp í
þró. Það var nú dálítið erfitt stundum
þegar það var rigning og allt var í grút,“
segir Hjálmar.
Fór í kvenfélagið
Konu sinni, Margréti Sólveigu Guð-
mundsdóttur, kynntist Hjálmar á æsku-
slóðum sínum en þau giftu sig á Stað í Að-
alvík árið 1944. Hjálmar brosir þegar
hann rifjar upp brúðkaupsdaginn sem var
um hásumar í júlí. Gestirnir komu þeys-
andi á hestum, frúrnar í söðlum og allir í
sínu fínasta pússi. Tveimur dögum eftir
brúðkaupið fór hann ásamt Margréti til
Ísafjarðar og þaðan til Þingeyrar en þau
bjuggu saman á Þingeyri í fimm ár áður
en þau fluttu suður til Reykjavíkur. Mar-
grét féll frá eftir baráttu við krabbamein í
júlí síðastliðnum.
Hjálmar hefur alla tíð tekið virkan þátt
í félagslífinu og eins er hann bjó á Þing-
eyri. „Ég fór í kirkjukórinn og kven-
félagið,“ segir Hjálmar og hlær. „Nei, ég
segi svona, ég var voða mikið með kven-
félaginu að skemmta svo að það má eig-
inlega segja að ég hafi verið í kvenfélag-
inu.“
Þegar hann er spurður út í hvort hann
hafi ekki saknað þess að vera á Hesteyri
og í Aðalvík segir hann þau hafa verið
heppin að hafa verið farin áður en síðustu
ábúendur fluttu burt. „Þetta var algjör
hömung orðin. Það var ekkert við að
vera. Þeir gerðu út litla báta og á stríðs-
árunum var farið með allan fisk til Ísa-
fjarðar óunninn og í skip sem sigldi til
Bretlands til þess að brauðfæða Bretana.
Og þá var ekki lengur neinn grundvöllur
fyrir lífi í víkinni. Þá urðu þeir að fara
með fiskinn beint til Ísafjarðar og það
dugði þeim ekki sólarhringurinn, bæði að
fara á sjóinn, skila af sér fiskinum og fara
svo heim. Það gufaði allt upp. Unga fólkið
fór allt suður, margir hverjir til Keflavík-
ur í Bretavinnuna. Það komu Bretar fyrst
en svo Kanar í Aðalvíkina. Svo fóru þeir.
Kaninn fór á Straumnesfjallið. Það var nú
einhver vinna við það þegar verið var að
byggja þessa kofa sem voru þar og standa
þar enn en þegar þeirri vinnu var lokið fór
allt fólkið og það síðasta fór 1952.“
Fjóra vetur í skóla
Margar sögur hafa farið af Hjálmari sem
skemmtikrafti en hann byrjaði að hasla
sér völl í þeim geira sem jólasveinn á jóla-
trésskemmtunum á heimaslóðum. „Þær
voru nú alltaf heldur fátæklegar þessar
skemmtanir,“ segir Hjálmar. „En það var
alltaf reynt að hafa eina jólatrés-
skemmtun fyrir börnin. Ég hélt svo áfram
að vera jólasveinn eftir að ég flutti suður
og var í því hlutverki í mörg ár.“
Hjálmar tók síðan upp á að fara með
gamanvísur á skemmtunum, bæði sem
hann samdi sjálfur og eins flutti hann vís-
ur eftir aðra. En hvenær skyldi áhugi hans
á skáldskap hafa kviknað? „Það hef ég
ekki hugmynd um. Ég man voða lítið eftir
Skemmti-
kraftur í
tæpa öld
Hjálmar Gíslason er elstu kynslóðinni að
góðu kunnur. Hann ruddi veginn fyrir
þekktustu skemmtikrafta landsins þar
sem hann flutti gamanvísur um allt land.
Texti: Signý Gunnarsdóttir signyg@mbl.is
Mynd: Kjartan Þorbjörnsson golli@mbl.is
Hjálmar Gíslason, örugglega elsti uppi-
standari þessa lands, hefur í áraraðir
samið vísur um eftirminnileg og gaman-
söm atvik sem orðið hafa á vegi hans.