SunnudagsMogginn - 13.11.2011, Qupperneq 18
18 13. nóvember 2011
Fyrir sjö árum lést Ido Keinan úrofkælingu þegar hann var aðganga Laugaveginn, hinaþekktu gönguleið á Íslandi. Um
mitt sumar skall á stórhríð á þessari fal-
legu gönguleið sem liggur yfir virkar eld-
fjallastöðvar. Þúsundir ferðamanna alls
staðar að úr heiminum sýna minningu
þessa ísraelska ævintýramanns virðingu
við vörðuna sem honum var reist.
„Passaðu þig og vertu í sambandi!“
sagði Tamar Keinan við son sinn á Ben
Gurion-flugvellinum. „Mamma, það er
ekkert að óttast. Ég er að fara til eins fal-
legasta staðar á jörðinni. Ég verð kominn
aftur eftir sex vikur, ég mun ná giftingu
Nir og Inbar.“ Faðmlag, koss og síðan
hverfur Ido inn í mannfjöldann. Frá
London flýgur hann síðan til Íslands,
grunlaus um örlögin sem bíða hans. Seint
um nótt, tveimur dögum seinna bankar
bróðir Ido, Eyal upp á hjá Keinan-
hjónunum; „Mamma og pabbi, það er
Ido. Hann er týndur … en þeir eru að leita
að honum. Þeir lofuðu að finna hann.“
Ido var mikið fyrir löng og ævintýraleg
ferðalög. Hann fór til Suður-Afríku,
Skandinavíu, Víetnam, Bandaríkjanna og
fór á skíði í Frakklandi og Sviss, aðeins til
að nefna nokkra áfangastaði. Þessi ferða-
lög voru möguleg því eftir herþjónustu í
ísraelska hernum fékk hann vinnu hjá
flugfélaginu El-Al. Sem starfsmaður var
hann virtur vegna þekkingar sinnar og
mikillar ábyrgðartilfinningar. Hann var
aðeins 25 ára og var búinn að skrá sig til
náms í grafískri hönnun í London sem
átti að hefjast í september árið 2004. En
áður en námið hæfist ákvað hann að fara
í síðasta langa ferðalagið sitt til Íslands.
„Ido talaði endalaust um ferðalagið og
hvað hann hlakkaði til að skoða hið fal-
lega landslag,“ segja foreldrar hans.
Eyal og Nir reyna hvað þau geta að fá
upplýsingar um bróður sinn í gegnum
síma. Þau tala við íslenska konsúlinn í
Ísrael og ísraelska konsúlinn á Íslandi.
Þau tala við íslensku lögregluna og jafn-
vel við yfirmann Slysavarnafélagsins
Landsbjargar. Fjölskyldan biður um að
þyrla sé send, sama hvað það kosti. En
það er ekki hægt vegna óveðursins, hins
mikla snjóbyls og þoku. Sjötíu leit-
armenn eru sendir út í bylinn til að leita
að honum. Slysavarnafélagið veit sirka
hvar Ido er því hann hefur sjálfur hringt í
neyðarnúmerið og kallað eftir hjálp. Í
panikki hefur hann líka hringt í systur
sína, Ifat, í London: „Ég þarf hjálp. Ég
lenti í stórhríð. Það er allt hvítt í kringum
mig. Snjórinn er búinn að fela slóðina.“
Ifat reynir að fá lýsingar frá bróður sín-
um til að geta sagt til um hvar hinn
skelkaði bróðir hennar sé staddur á leið-
inni, en símasambandið rofnar. Stuttu
eftir miðnætti finna leitarmennirnir líf-
lausan líkama hans aðeins nokkur
hundruð metra frá skála við Hrafntinnu-
sker.
Fjölskyldan fær hið hryllilega símtal
frá Íslandi. „Þeir fundu hann á fjallinu.
Þeir þurfa að fá lýsingu á jakkanum hans,
bakpokanum og fötunum.“ Tamar Kein-
an hrópar: „Nei, strákurinn minn!“
Móðirin neitar að meðtaka þessar fréttir.
„Þetta er svo grimmt. Ó, svo grimmt.“
Ifat flýgur til Íslands frá London til að
bera kennsl á líkið. Eyal kemur frá Ísrael
til þess. Systkinin þrjú fara síðan saman
frá Íslandi til London en eitt þeirra í lík-
kistu. Í London er líkkistunni komið til
flugfélagsins El-Al. Vinnuveitandi hins
látna starfsmanns flugfélagsins flýgur
með hann heim þar sem hann mun hvíla.
Ido er grafinn í kirkjugarðinum Moshav
Avihayil 1. júlí 2004, fimm dögum eftir
andlát sitt.
Hefði verið hægt að koma í veg fyrir
andlát hins ísraelska ferðamanns? „Já,“
segir einn þjóðgarðsvarðanna hjá Ferða-
félagi Íslands. Hann segir að um morg-
uninn þegar Ido var að fara úr skálanum í
Landmannalaugum hafi hann verið var-
aður við því að veðrið gæti breyst hratt.
Hann hafi líka verið varaður við því að
fara svona illa búinn, aðeins í gallabuxum
og bol. „Verðirnir reyndu að fá hann til
að fara ekki, en hann hlustaði ekki því
veðrið var svo gott um morguninn.“
Bróðir Ido mótmælir þessu harðlega.
„Samkvæmt tilkynningu frá íslensku
lögreglunni minntust verðirnir í Land-
mannalaugum þess ekki að hafa séð Ido.“
Hann segir líka að Ido hafi ekki verið í
sumarklæðnaði, því lík hans hafi fundist
í síðbuxum, grárri úlpu og með hanska.
Lögreglan staðfestir þetta með fötin, en
hafnar því að Ido hafi ekki verið varaður
við ferðinni. Einn lögreglumaðurinn seg-
ir: „Ég man að í leitinni minntist einhver
lögreglumaðurinn þess að hafa heyrt
einn þjóðgarðsvarðanna segja að hann
hefði verið varaður við ferðinni.“
Ári eftir fráfallið, ferðaðist fjölskyldan
til Íslands til þess að feta í fótspor Ido í
orðsins fyllstu merkingu. „Missirinn dró
okkur til landsins. Við komum til að
reyna að skilja. Til að koma á staðinn þar
sem hann dró sinn síðasta andardrátt.
Erfitt ferðalag, ferðalag inn í sársaukann,
niður á djúp sorgarinnar.“ Nir, Eyal og
Ifat fóru ásamt nokkrum úr björg-
unarsveitunum sem leituðu hans,
gönguleiðina Laugaveginn að fjallaskál-
anum við Hrafntinnusker sem var tak-
mark gönguferðar hans en hvert hann
aldrei komst. Af virðingu við minningu
hans er íslenski fáninn þar í hálfa stöng.
Á leiðinni kynnist fjölskyldan því
hversu fljótt veðrið getur breyst. „Með
ótrúlegum hraði kemur mikil þoka. Hit-
inn hraðlækkar og þung rigning skellur
á. Við upplifum að hluta það sem Ido
upplifði.“ Það er sársaukafullt að vera á
staðnum sem hann lést á og vita hversu
stutt hann átti eftir í skálann. Samt er
Skálarnir í Landmannalaugum en þaðan fór Ido
Keinan á leið sinni til Höskuldsskála við Hrafn-
tinnusker í júlí árið 2004, hvert hann aldrei komst.
Í minningu Ido
Keinan sem dó
á Laugavegi
Sá sorglegi atburður átti sér stað árið 2004 að
ævintýraferð ísraelsk ungmennis til Íslands
breyttist í harmleik. Hollenski blaðamaðurinn
Peter Bliek minnist hans hér með orðum.
Varðan með minningarskildinum um hinn unga Ísraelsmann.