SunnudagsMogginn - 13.11.2011, Qupperneq 23
13. nóvember 2011 23
Hinn launhelgi glæpur“ er titill þverfaglegs rits um kynferðisbrot gegn börn-um, sem komið er út í ritstjórn Svölu Ísfeld Ólafsdóttur, en Silja BjörkHuldudóttir skrifar úttekt á ritinu í Sunnudagsmoggann í dag.Ekki þarf að orðlengja hversu þarft verk er að taka saman sérfræðiþekk-
ingu á ólíkum sviðum sem lúta að þessum málaflokki og víst gagnast það þeim sem hafa
velferð og vellíðan barna að leiðarljósi, upplýsir og slær á fordóma. Um leið dregur það úr
líkum á því, að hver vinni í sínu horni, án þess að hafa neina heildarsýn yfir málaflokkinn.
Á meðal þeirra sem skrifa í ritið er Bryndís Björk Ásgeirsdóttir, lektor í sálfræði við HR.
Hún stóð fyrir rannsóknum í öllum framhaldsskólum landsins haustið 2004 sem náðu til
rúmlega 9 þúsund nemenda á aldrinum 16-19 ára eða 67% allra skráðra nemenda á þessum
aldri í framhaldsskólum landsins. Og niðurstöðurnar eru sláandi, ríflega fjórðungur eða
27,3% ungmenna í framhaldsskólum á Íslandi hafa upplifað kynferðislegt ofbeldi af ein-
hverju tagi áður en þau ná 18 ára aldri og eru stúlkur rúmlega tvöfalt líklegri til þess en
drengir.
Og rannsóknin hefur hagnýtt gildi fyrir alla foreldra. Þar kemur fram að vissir þættir í
umhverfi ungmenna verndi þau gegn slæmum áhrifum ofbeldis: „Þar má meðal annars
nefna mikilvæga félagslega þætti sem eru m.a. stuðningur heima fyrir, stuðningur foreldra,
það að ganga vel og líða vel í skólanum og stunda skipulagt íþróttastarf. Þau ungmenni sem
hafa þessar styrku stoðir í sínu nærumhverfi koma mun betur út. Þau hafa sterkari sjálfs-
mynd og eru sökum þessa betur í stakk búin til að vinna úr áfallinu sem kynferðislegt of-
beldi er,“ segir Bryndís.
Hún tekur fram að ákjósanlegt væri að rannsaka í framhaldinu áhrif ofbeldis á börn í víð-
ara samhengi sem, auk kynferðislegs ofbeldis, þyrfti að taka til andlegs ofbeldis, líkamlegs
ofbeldis sem og vanrækslu. Eftir hverju erum við að bíða?
Það voru engir peningar
Það er dásamlegt að lesa frásögn Hjálmars Gíslasonar, sem flutt hefur gamanvísur um allt
land í áratugi. Bragirnir eru skemmtilegir, jafnvel þegar hann yrkir um erfiða tíma:
Ég er fæddur á frostavetri
fram í sveit í mögrum dal.
Og það eru erfiðu tímarnir sem hann hugsar til með hlýju – þó að það þætti eflaust hörð
lífsbarátta í dag var það ekki upplifun hans, eins og fram kemur í samtalinu við Signýju
Gunnarsdóttur. „Það virtist alltaf vera nóg til að borða. Það var náttúrlega fiskurinn,“ segir
hann og telur upp lömbin og rollurnar, mjöl og sykur og kaffi, „og einhvern fatnað, druslur
á krakkana og skíði og skauta. Maður þekkti ekkert annað. Það voru engir peningar. Það
var bara milliskrift í verslunum einhvers staðar eins og í kaupfélögunum á Ísafirði.“
Auðvitað eiga Íslendingar að halda í það viðhorf til lífsins, sem haldið hefur landinu í
byggð um aldir, á mun erfiðari tímum en við upplifum nú. Framhjá því verður ekki horft,
að lífsgæðin eru almennt meiri en eldri kynslóðir þekktu í sínum ungdómi. Það er gott að
vera minntur á það af kjarnafólki eins og Hjálmari, sem þekkir tímana tvenna og þrenna.
Mikilvægi stuðnings og íþrótta
„Fara á undir fjöll en ekki yfir þau.“
Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra, í umræðum
um Vaðlaheiðargöng á Bylgjunni.
„Ég er trúlega [ ] andlega skyldur
labradorhundum sem elska að synda,
sækja og éta.“
Þorsteinn Guðmundsson, leikari og grínisti.
„Frímínútur eru mesti háskatíminn
í skólagöngu barna.“
Margrét Pála Ólafsdóttir skólastjóri og
höfundur Hjallastefnunar telur að hægt
sé að draga úr einelti í skólum með því
að breyta formi
frímínútna.
„Úps.“
Rick Perry, sem
vill verða forseta-
efni Repúblikana
í Bandaríkjunum,
í kappræðum í
sjónvarpi, þegar
hann gat ekki nefnt eina
af alríkisstofnununum
þremur sem hann ætlar
sjálfur að leggja niður nái hann
kjöri.
„Ég þoli hann ekki. Hann er lygari.“
Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, um Net-
anyahu, forsætisráðherra Ísraels. Ummælin féllu í
einkasamtali við Barack Obama Bandaríkjaforseta.
Sarkozy gerði sér ekki grein fyrir því að blaðamenn
heyrðu í þeim.
„Þú þreyttur á honum? Ég þarf að
eiga við hann á degi hverjum.“
Obama Bandaríkjaforseti við sama tækifæri.
„Ég gæti ekki flekað svona konu
enda þótt sæðið úr mér læknaði
krabbamein.“
Hinn einlægi en seinheppni karakter Alan
Harper í bandarísku gamanþáttunum Two
and a Half Men.
„Ef það kæmi fram beiðni
frá Evrópusambandinu
um að fá hann lánaðan
mundi ég ekki taka
henni illa.“
Össur Skarphéðinsson utan-
ríkisráðherra sagði Steingrím
J. Sigfússon hafa staðið sig
afburðavel við að stýra Íslandi
í gegnum efnahagskreppu.
Ummæli vikunnar
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Stofnað 1913
Útgefandi: Óskar Magnússon
Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal
ríkjafræðingar á að þetta sanni kenningu þeirra
um að ESB kúgi ekki bara smáríki heldur líka
stórríki, sem sýni þar með sterka stöðu smáríkja
innan ESB. En nú var fjármálaráðherrum evru-
svæðisins sem sagt falið að finna forsætisráðherra
handa Ítölum. Það sýnir ótvíræða lýðræðisást
sambandsins að hópi manna var falið þetta verk-
efni og sérfræðingar benda á að oddamaðurinn í
hópnum sé einmitt frá smáríki sem sýni sterka
stöðu þeirra innan sambandsins. Fjármálaráð-
herrarnir hafa komist að þeirri niðurstöðu að
fyrrum samkeppniskommissar í Brussel, Monti,
sé heppilegastur í forsætisráðherrastólinn í Róm.
Hann sé að vísu Ítali, og þótt það sé galli megi
nota það sem dæmi í spuna sambandsins um að
iðulega sé tekið tillit til einstakra ríkja innan
þess. En öllu skiptir þó að hann var, er og verður
kommissar og að hann sé með Delors í opinber-
um leynifélagsskap sem stefni að því að ESB verði
eitt ríki eins fljótt og verða má. Íslenskir sérfræð-
ingar um smáríki benda á að þegar sá draumur
hafi ræst þá verði ESB ekkert smáríki og þetta
óráðstal efasemdamanna um smáríki skipti þá
engu máli lengur fremur en nú, þegar hin miklu
áhrif smáríkja innan ESB séu óumdeild. Með
Monti verði kominn annar komissar eða komm-
issarsígildi í stól sem lýðræðislega kjörnir leið-
togar hafa verið að þvælast í fram að þessu með
alkunnum afleiðingum. Þeir benda líka á að
tengdadóttir fyrrum kommissars í Brussel sé orð-
in forsætisráðherra í Danmörku og hún sé að vísu
Dani, en samt geri hún allt sem ætlast sé til af
henni og láti hvorki þjóðernið, né það að hún hafi
komist til valda í kosningum, rugla sig. Sú danska
hafi meira að segja þegar sagt Jóhönnu að hún
myndi sjá um að koma Íslendingum í ESB og hef-
ur því væntanlega undirstrikað í leiðinni að þessi
leiðindi sem urðu árin 1944, 1918 og 1904 og fæð-
ingarbröltið í Dýrafirði væri í sínum huga fyrir-
gefið, gleymt og grafið. Mikið hefur Jóhanna ver-
ið fegin að fá loksins að heyra eitthvað sagt af
viti. Hún hefur varla getað beðið eftir því að fá að
segja Hrannari frá þessu. Það var jú hann sem
fattaði fyrstur upp á Dýrafirði.
Morgunblaðið/Ómar
daga
Kafað í Silfru
á Þingvöllum