SunnudagsMogginn - 13.11.2011, Side 24
24 13. nóvember 2011
Bókin Nútímaheimilið í mótun – fagurbætur,funksjónalismi og norræn áhrif á íslenska hönn-un 1900-1970 var að koma út hjá Háskólaútgáf-unni. Bókin er eftir Arndísi S. Árnadóttur og er
jafnframt doktorsritgerð hennar við sagnfræði og heim-
spekideild Háskóla Íslands. Arndís hefur jafnframt lagt
stund á nám í listasögu og innanhússhönnun, er með BA-
próf í bókasafns- og upplýsingafræði og MA-próf í hönn-
unarsögu tuttugustu aldar. Eins og titillinn gefur til kynna
fjallar bókin um hönnun á tuttugustu öldinni, fram að árinu
1970. Sjötti og sjöundi áratugurinn verður okkur að sér-
stöku umtalsefni enda áhugaverðir áratugir í innan-
húshönnun. Norræn hönnun frá þessum tíma nýtur mikilla
vinsælda enn í dag.
„Breytingar sem urðu á heimilisbrag á sjötta og sjöunda
áratugnum snérust um að móta ný rými frekar en að
skreyta heimilin,“ skrifar Arndís í bókinni. „Fyrir þá sem
aðhylltust nútímalega híbýlahætti á eftirstríðsárunum varð
módernisminn lífsstíll og viðhorf þeirra til alls sem snerti
heimilið og daglegra lífshátta bar þess merki. Sögulegum
eftirlíkingum, útskurði, háglansandi við og ofhlöðnu
skreyti við húsgagnagerð var hafnað á afgerandi hátt, skrif-
ar Arndís ennfremur.
Mikil vinna liggur að baki gerð bókarinnar og eins og með
svo margt var hvað mesta vinnan að velja úr en þetta er að
mestu órannsakað svið hér á landi. „Ég vonast til þess að
þetta sé einhvers konar grundvallarrannsókn,“ segir Arn-
dís.
„Ég nota myndefni til að styðja við mínar tilgátur og líka
auglýsingaefni. Hvað sjötta og sjöunda áratuginn varðar var
ég svo heppin að geta líka notað viðtöl,“ segir hún.
Við heimildavinnu komst hún einnig yfir upprunalega
bæklinga frá húsgangafyrirtækjunum. „Margt af þessu efni
tengist annarri grein og það er grafísk hönnun,“ segir hún
þannig að þessir bæklingar eru merkilegir fyrir margar sak-
ir. „Þegar kemur fram á sjötta áratuginn hefur mikið breyst
í heiminum. Það er verið að byggja upp eftir stríðið og
komið mikið af nýjum efnum til að vinna úr húsgögn. Mód-
ernisminn er allsráðandi og svo er mikil umræða um iðn-
hönnun, sem í dag er kölluð vöruhönnun,“ segir Arndís og
útskýrir að alveg fram að sjötta áratugnum hafi verið talað
um listiðnað á Íslandi í staðinn fyrir hönnun.
Húsgagnaverkstæðin blómstra
„Á þessum tíma voru höft á Íslandi, bæði
innflutningshöft og gjaldeyrishöft, og í
skjóli þessa blómstra húsgagnaverk-
stæðin. Þetta verður vinsælt fag fyrir
ungt fólk og það verður til öflug stétt
húsgangasmiða. Sumir fara utan og
læra þá að teikna og hanna. Flestir fara
til Norðurlandanna og reyna fyrir sér að
teikna fyrir framleiðslu, koma sér fyrir á
verkstæðum eða stofna sín eigin fyrirtæki,“ segir hún
en margir störfuðu líka sjálfstætt.
Hún tekur fyrir hvernig Íslendingum gekk að koma
sér á framfæri erlendis. „Íslendingar gera sér grein
fyrir því að norræn hönnun er að slá í gegn á al-
þjóðavettvangi og við erum ekki með,“ segir hún en í
þeim tilgangi var stofnað hérlendis listiðnaðarfélag, Ís-
lenzk listiðn. „Frumkvöðull að stofnun félagsins var
Lúðvíg Guðmundsson, þáverandi skólastjóri Myndlista-
og handíðaskólans. Hann fékk til sín dágóðan hóp fólks
sem hafði áhuga á listiðnaði og á því að koma honum á
framfæri. Hann kom Íslendingum á nokkrar sýningar
á sjötta áratugnum, sem skipti sköpum,“ segir Arndís en
hérna heima voru líka haldnar sýningar.
Hér á hægri síðu eru myndir frá Iðnsýningunni 1952, sem
endurspegla breytingarnar í híbýlaháttum Íslendinga. Sýn-
ingin var vel heppnuð og slíkar sýningar „voru ekki aðeins
nauðsynlegar til að efna iðnaðarframleiðslu þjóða, heldur
ekki síður afl til að styrkja þjóðarvitund og samkennd
íbúanna“. Það gekk eftir í þetta skiptið ef marka
má gestafjöldann en sýninguna heimsótti
helmingur allra landsmanna, eða
rúmlega 73 þúsund gestir þann
mánuð sem hún stóð
yfir. Arndís
skrifar að
Arndís S. Árnadóttir er margfróð
um íslenska húsgagnahönnun og
var að senda frá sér bókina Nú-
tímaheimilið í mótun. Hún hefur
sérstaklega rannsakað norræn
áhrif á íslenska hönnun.
Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
Arndís tekur sig vel út umkringd íslenskri húsgagnahönnun í Hönnunarsafni Íslands í Garðabæ.
Morgunblaðið/Ómar
Gæruskinnsstóll frá því
um 1960 framleiddur af
húsgagnagerð Sindra en
þennan stól þekkja margir.
Listiðnaður verður hönnun
Hönnun
Morgunblaðið/Golli