SunnudagsMogginn - 13.11.2011, Side 26

SunnudagsMogginn - 13.11.2011, Side 26
Bókin er ætluð öllum sem hafavelferð og vellíðan barna aðleiðarljósi. Hún ætti að nýtastöllum fagstéttum sem vinna við þennan málaflokk en í raun getur hver sem er sem vill kynna sér þessi mál sótt fróðleik í bókina. Auk þess vona ég að bókin nýtist við kennslu í háskólum við hinar ólíku deildir í ljósi þess að hún er mjög þverfagleg,“ segir Svala Ísfeld Ólafsdóttir, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík, um bókina Hinn launhelgi glæpur – Kyn- ferðisbrot gegn börnum sem hún rit- stýrði og nýverið kom út hjá Háskóla- útgáfunni. Aðspurð segist Svala lengi hafa gengið með hugmyndina að bókinni í mag- anum. „Árið 1997 skrifaði ég, að beiðni umboðsmanns barna, skýrslu þar sem ég bar löggjöfina á Íslandi saman við önnur Norðurlönd varðandi refsiákvæði vegna kynferðisbrota gegn börnum auk þess sem ég bar saman löggjöfina sem lýtur að meðferð þessara mála. Þá kviknaði hjá mér löngun til að taka saman heildstætt þverfaglegt rit þar sem ólíkar fagstéttir kæmu saman og fjallað væri á heildstæðan hátt um þennan málaflokk frá öllum hliðum.“ Rífur niður þverfaglega múra Bókin samanstendur af 23 greinum eftir 28 höfunda sem eru sérfræðingar á ýmsum sviðum, s.s. lögfræði, lækn- isfræði, hjúkrunarfræði, félagsfræði, sálfræði, réttarsálfræði, uppeldisfræði, afbrotafræði og félagsráðgjöf. „Auk þess rita leikmenn einstakar greinar og eyk- ur það að mínu mati gildi bókarinnar,“ segir Svala og vísar þar annars vegar til greinar Thelmu Ásdísardóttur, sem var þolandi kynferðisbrota af hálfu föður síns um árabil og greindi frá reynslu sinni í bókinni Myndin af pabba – saga Thelmu sem út kom 2005, og hins veg- ar Arons Pálma Ágústssonar, sem árum saman dvaldi á unglingaheimili í Bandaríkjunum vegna kynferðisbrots gegn yngri dreng sem hann framdi sjálfur á barnsaldri, en minningabók hans, Enginn má sjá mig gráta, kom út árið 2007. „Þessar greinar eru einlægar og persónulegar og greina frá reynslu þeirra sjálfra og eru þannig mikilvæg viðbót við hina fræðilegu umfjöllun í bókinni.“ Að sögn Svölu hefur bókin verið í vinnslu í tvö og hálft ár. „Það skemmtilega við þessa bók er að hún rífur niður alla þverfaglega múra sem og háskólamúra,“ segir Svala og bendir á að bókina megi öðrum þræði líta á sem samstarfsverkefni milli Háskólans í Reykjavík, Háskóla Íslands og Háskól- ans á Akureyri, en greinarhöfundar koma m.a. frá fyrrgreindum skólum. Spurð hvernig hún hafi valið grein- arhöfunda segir Svala um að ræða fólk sem hún hafi kynnst í störfum sínum á vettvangi sakamála. „Við það að lesa dóma sá ég hverjir gáfu almennt álit og hverjir voru tiltækir í þessu kerfi til þess að vinna með gerendum og þol- endum. Það má því segja að í gegnum starf mitt hafi ég vitað hvert ég vildi leita og síðan bárust mér ábendingar og hugmyndir um fleiri greinarhöfunda eftir að vinnan við bókina var hafin, höfunda sem ég tók fagnandi, og þann- ig varð að lokum til þessi langi listi fag- manna sem nálgast þetta viðfangsefni frá ólíkum hliðum.“ Veigamesta úttekt á lagalegri umgjörð Greinar bókarinnar, sem flestar eru rit- rýndar, skiptast í þrjá kafla. „Í þeim fyrsta er fjallað um löggjöf og máls- meðferð kynferðisbrota gegn börnum. Þar er um að ræða veigamestu úttekt á lagalegri umgjörð þessara brota í ís- lenskum lögfræðiritum hingað til. Mér fannst mikilvægt að gefa réttar lög- fræðilegar upplýsingar um eðli og með- ferð þessara mála, ekki síst til þess að eyða alls kyns misskilningi og hug- myndum fólks um kerfið þannig að fólk fái innsýn í eðli þessara mála og þau vandamál sem við er að glíma við með- ferð þeirra,“ segir Svala. Meðal greinarhöfunda í þessum fyrsta kafla bókarinnar er Davíð Þór Björg- Með velferð og vellíðan „Mér fannst aðkallandi að draga fram afleiðingar þessar brota, ekki síst í því ljósi að miskabætur tækju mið af því hvers eðlis afleiðing- arnar eru, því þær eru yfirleitt ekki sýnilegar,“ segir Svala. Hinn launhelgi glæpur – Kynferðisbrot gegn börnum nefnist rit sem nýverið kom út í rit- stjórn Svölu Ísfeld Ólafsdóttur. Um er að ræða þverfaglegt rit með 23 greinar eftir 28 höfunda þar sem fjallað er um málaflokkinn frá öllum hliðum. Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is 26 13. nóvember 2011 R íflega fjórðungur eða 27,3%ungmenna í framhaldsskólumá Íslandi hafa upplifað kyn-ferðislegt ofbeldi af einhverju tagi áður en þau náðu 18 ára aldri og eru stúlkur rúmlega tvöfalt líklegri en dreng- ur til að hafa orðið fyrir ofbeldinu. Þetta er meðal þess sem fram kemur í grein Bryndísar Bjarkar Ásgeirsdóttur, lektors í sálfræði við HR, í bókinni Hinn launhelgi glæpur. Þar fjallar Bryndís um rannsókn sem hún framkvæmdi í öllum framhalds- skólum landsins haustið 2004 og náði til rúmlega 9 þúsund nemenda á aldrinum 16-19 ára eða 67% allra skráðra nemenda á þessum aldri í framhaldsskólum lands- ins. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að ungmenni sem segjast hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi séu mun líklegri en önnur ungmenni til að þjást af einkenn- um þunglyndis, kvíða og reiði. Jafnframt reyndust þau í aukinni áhættu að hafa orðið drukkin reglulega, að hafa notað vímuefni, hugsað um eða gert tilraun til sjálfsvígs, sýnt sjálfskaðandi hegðun og framið afbrot. „Niðurstöðurnar sýna mörg af þeim vandamálum sem þolendur kynferðisofbeldis glíma við. Það segir okkur að ef þessir einstaklingar sækja sér ekki hjálp vegna ofbeldisins sjálfs þá eru þeir samt líklegir til að leita sér hjálpar vegna annarra vandamála og því er mjög mikilvægt fyrir fagfólk að vera vakandi fyrir þeim möguleika að skjólstæðingar þess eigi sér sögu um einhvers konar kyn- ferðislegt ofbeldi og að tekið sér tillit til þess í meðferðinni.“ Bryndís bendir á að vissir þættir í um- hverfi ungmenna verndi þau gegn slæm- um áhrifum ofbeldis. „Þar má meðal ann- ars nefna mikilvæga félagslega þætti sem eru m.a. stuðningur heima fyrir, stuðn- ingur foreldra, það að ganga vel og líða vel í skólanum og stunda skipulagt íþrótta- starf. Þau ungmenni sem hafa þessar styrku stoðir í sínu nærumhverfi koma mun betur út. Þau hafa sterkari sjálfs- mynd og eru sökum þessa betur í stakk búin til að vinna úr áfallinu sem kynferð- islegt ofbeldi er,“ segir Bryndís og tekur fram að ákjósanlegt væri að rannsaka í framhaldinu áhrif ofbeldis á börn í víðara samhengi sem, auk kynferðislegs ofbeld- is, þyrfti að taka til andlegs ofbeldis, lík- amlegs ofbeldis sem og vanrækslu. Reynsla ungmenna af ofbeldinu Bryndís Björk Ásgeirsdóttir lektor í sálfræði við Háskólann í Reykjavík. Morgunblaðið/Kristinn

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.