SunnudagsMogginn - 13.11.2011, Qupperneq 30
30 13. nóvember 2011
L
andsfundur Sjálfstæðisflokksins
kemur saman eftir tæpa viku.
Þar verða m.a. lagðar fram til-
lögur svonefndrar framtíðar-
nefndar flokksins, sem starfað hefur undir
forystu Kristjáns Þórs Júlíussonar alþing-
ismanns en skipan þeirrar nefndar var
þáttur í viðbrögðum forystumanna Sjálf-
stæðisflokksins við skýrslu rannsókn-
arnefndar Alþingis. Tillögur framtíð-
arnefndarinnar má finna á heimasíðu
flokksins.
Í stuttu máli sýna tillögur framtíðar-
nefndarinnar, að Sjálfstæðisflokkurinn er
á réttri leið. Tillögurnar sjálfar og grein-
argerð nefndarinnar með þeim sýna, að
nefndarmenn gera sér ljóst, að þörf er á
róttækum breytingum á starfi Sjálfstæð-
isflokksins til þess að mæta kröfum nýrra
tíma. Þetta á ekki sízt við um aukna vald-
dreifingu innan flokksins, opnara starf og
auðveldara aðgengi flokksmanna að því.
Tvennt vekur sérstaka athygli. Í fyrsta
lagi tillaga um að landsfundi Sjálfstæðis-
flokksins geti allir skráðir flokksmenn sótt
en ekki einungis þeir, sem til þess eru
kjörnir. Slík opnun landsfunda er fagn-
aðarefni. Það eru engin rök fyrir því leng-
ur að velja lítinn hóp flokksmanna til þess
að hafa hið endanlega vald í málefnum
flokksins á tveggja ára fresti.
Í öðru lagi er lagt til að forystusveit
flokksins geti efnt til atkvæðagreiðslu
meðal flokksmanna um afstöðu flokksins
til einstakra mála, sem ýmist verði bind-
andi eða ráðgefandi. Þetta hefur út af fyrir
sig ekki verið bannað, þótt þessum vinnu-
brögðum hafi hins vegar ekki verið beitt.
Og jafnframt að miðstjórn sé skylt að láta
slíka atkvæðagreiðslu fara fram ef 1000
flokksmenn skrifi undir áskorun þess efn-
is.
Þetta er afar mikilvæg tillaga. Auðvitað
er það svo, að innan Sjálfstæðisflokksins
eru skiptar skoðanir um mörg málefni.
Þar má nefna afstöðuna til Evrópusam-
bandsins, viðhorf til fiskveiðistjórnunar,
náttúruverndarsjónarmið og ýmsilegt
fleira. Atkvæðagreiðsla um það hver af-
staða Sjálfstæðisflokksins skuli vera í ein-
stökum slíkum málum getur gjörbreytt
meðferð þeirra. Þannig er líklegt að veg-
ferð Sjálfstæðisflokksins í Icesave-málinu
hefði orðið önnur ef forysta flokksins
hefði leitað ráðgjafar hjá 50 þúsund
flokksmönnum um þá afstöðu sem flokk-
urinn ætti að taka í því máli.
Jafnframt þýðir tillagan um að skylt sé
að verða við áskorun 1000 flokksmanna
um slíka atkvæðagreiðslu að hún hefði
mjög sennilega farið fram sl. vetur eftir að
forystumenn Sjálfstæðisflokksins höfðu
tekið ákvörðun um að styðja Icesave-
samninginn. Líklegra er þó að við þær að-
stæður hefði sú ákvörðun ekki verið tekin
heldur leitað beint til flokksmanna um
álit.
Af þessu má ljóst vera, að þær tillögur,
sem nú liggja fyrir frá framtíðarnefndinni
munu hafa í för með sér, verði þær sam-
þykktar á landsfundi, grundvallarbreyt-
ingu á starfsháttum Sjálfstæðisflokksins og
stuðla að stórauknu lýðræði innan hans.
En þar með er ekki sagt að nógu langt sé
gengið í þessari tillögugerð. Þar er að vísu
að finna tillögur um aukna valddreifingu
innan flokksins, sem er af hinu góða. Hins
vegar hefði verið æskilegt að framtíðar-
nefndin hefði stigið skrefi lengra og lagt til
að formaður flokksins og tveir varafor-
menn, sem nú er lagt til að verði kjörnir,
yrðu kosnir í almennri kosningu, sem allir
50 þúsund flokksmenn gætu tekið þátt í.
Úr þessu er hægt að bæta á landsfund-
inum sjálfum með breytingartillögum við
tillögur framtíðarnefndarinnar og æski-
legt að á það verði látið reyna á landsfund-
inum hvort stuðningur er við slíka breyt-
ingu.
Núverandi fyrirkomulag á kjöri for-
manns og varaformanns Sjálfstæðisflokks
er orðið hálfrar aldar gamalt. Það var tekið
upp á landsfundi 1961, þegar Bjarni heit-
inn Benediktsson var kjörinn formaður
flokksins í fyrsta sinn. Síðan hefur þjóðfé-
lagið tekið miklum breytingum. Það væri í
samræmi við kröfur tíðarandans um aukið
lýðræði og tillögur framtíðarnefndarinnar
sjálfrar um opinn landsfund, að Sjálfstæð-
isflokkurinn tæki ákvörðun um þessa
grundvallarbreytingu á skipulagi sínu.
En hvað sem því líður er stefnt í rétta átt
í hinu innra starfi flokksins. Hins vegar er
æskilegt að þau viðhorf, sem fram koma í
tillögum framtíðarnefndarinnar um opn-
ara starf innan flokksins og aukin áhrif al-
mennra flokksmanna endurspeglist einnig
í samþykktum flokksins um málefni lands
og þjóðar.
Þar er spurning um beint lýðræði í meg-
inmálum stóra málið. Taki landsfundur
Sjálfstæðisflokksins nú ákvörðun um að
taka hugmyndina um beint lýðræði upp á
sína arma og hefja baráttu fyrir því að
þjóðin sjálf taki allar meginákvarðanir í
eigin málum í þjóðaratkvæðagreiðslum
mundi hann taka af öll tvímæli um að
flokkurinn hefði tekið forystu í uppbygg-
ingu hins nýja Íslands, sem þjóðin þráir en
hefur reynzt býsna erfitt að ná til.
Þetta er ekki erfið ákvörðun fyrir lands-
fund Sjálfstæðisflokksins að taka. Þvert á
móti. Þetta er sá flokkur, sem frá stofnun
sinni hefur barizt fyrir lýðræði og verið í
fremstu víglínu í baráttunni hér innan-
lands við þau þjóðfélagsöfl, sem gengið
höfðu erlendu valdi á hönd og vildu af-
nema lýðræðið. Um það snerist barátta
sósíalista á 20. öldinni og í þeirri baráttu
stóð Sjálfstæðisflokkurinn eins og óhagg-
anlegur klettur allan tímann þegar önnur
þjóðfélagsöfl sveigðu af leið með ýmsum
hætti.
Þarf Sjálfstæðisflokkurinn frekari
hvatningar við? Er ekki augljóst að framtíð
flokksins byggist að verulegu leyti á því að
hann hefji á loft fána hins beina lýðræðis?
Er ekki sjálfsagt að stíga skrefið til fulls?
Er eftir nokkru að bíða?
Með ákvörðun um stuðning við beint
lýðræði mundi Sjálfstæðisflokkurinn
skapa sér gífurlega sterka sóknarstöðu
fyrir næstu alþingiskosningar.
Sjálfstæðisflokkur á réttri leið – en á að ganga lengra
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@styrmir.is
Á þessum degi, þann 13. nóvember árið 1982,fór fram boxkeppni í Las Vegas sem átti eftirað hafa alvarlegar afleiðingar fyrir bæði box-arana sem kepptu og íþróttina sjálfa. Ray
Mancini var heimsmeistari í léttvigt og búið var að finna
keppanda til að skora hann á hólm. Suður-kóreski box-
arinn Duk Koo Kim öðlaðist þann heiður að berjast við
Mancini. Þessi íþróttaleikur átti eftir að leiða til andláts
þriggja manna og breyta keppninni til frambúðar. Duk
Koo Kim var með hreina sigurför að baki en hann hafði
unnið 12 sigra í hringnum og ekki tapað einum einasta
slag þegar hann mætti Mancini. En að margra mati var
hann samt ekki sá hæfasti og hefði hugsanlega aldrei átt
að leyfa honum að berjast við heimsmeistarann. Hann
var nokkrum kílóum of þungur og þurfti að létta sig með
harkalegum hætti rétt fyrir keppnina til að standast allar
reglur.
Ray „Boom Boom“ Mancini var ítalskur Bandaríkja-
maður sem fékk bæði ættarnafnið og viðurnefnið frá
föður sínum sem var líka boxari, Lenny Mancini sem var
kallaður Lenny „Boom Boom“ Mancini. Lenny hafði
verið einn efnilegasti boxari heimsins þegar hann var
ungur maður og þótti líklegur til að keppa um heims-
meistaratitilinn þegar seinni heimsstyrjöldin skall á.
Lenny særðist það illa í stríðinu að hann gat aldrei keppt
í boxi af fullum krafti. Þess í stað lagði hann mikla
áherslu á boxuppeldi sonar síns Ray og varð hann að
stórhættulegum boxara. Það var í maí árið 1982 sem
hann fékk að skora heimsmeistarann Arturo Frias á
hólm. Frias hafði byrjað fyrstu loturnar betur, náð góð-
um vinstri handar höggum á Mancini. Í þriðju lotu rifn-
aði önnur augabrúnin á Mancini þannig að það blæddi
úr. En dómarinn leyfði leiknum að halda áfram. Á
Mancini rann eitthvað æði og áður en menn vissu af var
hann kominn með yfirhöndina og lét höggin dynja á
Frias. Hann barði Frias nokkrum sinnum í gólfið en það
var ekki fyrr en lota kom þar sem Frias svaraði ekki með
svo miklu sem einu höggi að dómarinn stoppaði leikinn
og Mancini var dæmdur sigur og fékk heimsmeistaratit-
ilinn.
Fyrsta vörn Mancinis var gegn fyrrverandi heims-
meistara að nafni Ernesto Espana og rotaði Mancini
hann í sjöttu lotu.
Næsta vörn hans var á þessum degi árið 1982 gegn Duk
Koo Kim. Kim byrjaði betur og virtist sneggri til að byrja
með. Höggin frá Kim rifu eyra Mancini og augað varð
bólgið og blátt. Vinstri hönd Mancini átti eftir að bólgna
svo mikið eftir keppnina að hún náði tvöfaldri venju-
legri stærð. En þegar á leið keppnina náði Mancini al-
gjörum yfirburðum og hvert höggið á fætur öðru skall á
höfði Kim. Í 14. lotunni náði Mancini síðan svo öflugu
hægri handar höggi á kjaftinn á Kim að hann hentist út í
kaðlana og þaðan í gólfið. Dómarinn dæmdi Mancini
sigur og þótt Kim gæti skriðið sjálfur á lappir þá varð
hann fljótt rænulaus og lést á spítala fimm dögum
seinna.
Móðir hans kom til Las Vegas til að vera með honum
áður en vélunum var kippt úr sambandi. Hún fór síðan
með líkið til Suður-Kóreu þar sem hann var jarðaður.
Mancini mætti í jarðarförina, ennþá í sjokki. En þremur
mánuðum síðar framdi móðir Kims sjálfsmorð með því
að taka inn skordýraeitur.
Mikil fjölmiðlaumfjöllun var um þennan harmleik í
hringnum í Las Vegas og þar kom meðal annars fram að
Kim var ekki vanur svona mörgum lotum og hafði aldrei
keppt lengur en 12 lotur. Dómarinn var gagnrýndur fyr-
ir að hafa ekki stöðvað bardagann fyrr. Richard Green,
dómari leiksins, átti síðan eftir að fremja sjálfsmorð níu
mánuðum seinna.
Mikið þunglyndi hrjáði Mancini eftir þetta og segja
flestir boxíþróttamenn að hann hafi aldrei eftir þetta
verið neitt „Boom Boom“.
Í framhaldinu var lotum í boxinu fækkað úr fimmtán í
tólf og mun strangari heilsuskoðun var tekin upp.
borkur@mbl.is
Blóðbað
í boxinu
Ray Mancini fyrrverandi heimsmeistari í boxi en hann hélt
titlinum frá árinu 1982 til 1984.
Hér eru Ray Mancini og Duk Koo Kim að slást í bardaganum
örlagaríka í Las Vegas árið 1982.
Á þessum degi
13. nóvember 1982
’
Suður-kóreski boxarinn
Duk Koo Kim öðlaðist þann
heiður að berjast við Mancini.
Þessi íþróttaleikur átti eftir að leiða
til andláts þriggja manna og breyta
keppninni til frambúðar.