SunnudagsMogginn - 13.11.2011, Síða 32

SunnudagsMogginn - 13.11.2011, Síða 32
32 13. nóvember 2011 Ég geri ráð fyrir því að ef þú,kæri lesandi, værir beðinn aðnefna einhverja austurrískarokksveit myndi þér vefjast tunga um tönn, en gætir hugsanlega rifjað upp Falco ef þú ættir að nefna ein- stakling, enda náði hann heimfrægð fyr- ir lag sitt um lögregluforingjann og eins lag sem hann söng um annan frægan austurrískan tónlistarmann og tónskáld sem óþarft er að nefna. Ég gæti eflaust nefnt fleiri nöfn, hef enda atvinnu af (og áhuga á) að kynna mér slíkt og þvílíkt sem austurríska rokkmúsík, ekki síður en nefflautu- tónlist frá Víetnam, bingabongó frá Mið-Afríku, soukous frá Zaire og hiphop frá Staten Island. Þannig gæti ég tínt til nöfn eins og raftónlistarsveitina Sofa Surfers, poppsveitina Opus (sem sló í gegn með lagið leiða Live Is Life), dauðarokkbandið Belphegor, djassarann Joe Zawinul, raftónlistarfrömuðina B. Fleischmann og Christian Fennesz og fleiri sem gefa út á vegum austrrísku út- gáfunnar Mego. Svo gæti ég slegið upp stuttum fyrirlestri um austurríska schrammelmusik, þjóðlagatónlist sem hærir saman áhrif frá Austurríki, Ung- verjalandi, Slóveníu, Móravíu og fleiri löndum og héruðum sem voru hluti af keisaradæminu Austurríki-Ungverja- landi. Þá er það líka upp talið, ég veit ekki mikið meira, eða vissi ekki mikið meira þar til ég sótti tónlistarhátíð í Vínarborg í haust sem var einmitt ætluð til að kynna austurríska rafeinda- og rokkmúsík og eins tónlist frá Austur- Evrópu. Borgarhátíðir um alla Evrópu Borgharhátíðir á borð við Iceland Airwaves eru orðnar legíó um alla Evr- ópu og víðar um heim reyndar. Víst er það skynsamlegra að smala saman rokk- skríbentum og útsendurum plötufyr- irtækja en að senda hljómsveitir milli landa, en borgaryfirvöld hafa líka áttað sig á því hve slíkar hátíðir duga vel til að safna í kassann, ekki síst ef viðkomandi hátíð er haldin utan hefðbundins túr- istatíma, eins og tíðkast hér á landi og verður tíðkað í Vínarborg, því hátíðin að þessu sinni var sú fyrsta í röðinni af mörgum, eða svo sögðu aðstandendur hennar. Það var svo gaman að sjá að menn horfa til Airwaves-hátíðarinnar, því hátíðin nýja heitir Vienna Waves. Nú er það einn af kostum aukinna samskipta og aukins samskiptahraða að stefnur og straumar berast snimmhendis milli landa; varla er hljómsveit farin að gera eitthvað nýtt, nú eða eitthvað gam- alt á nýjan hátt, en milljón sveitir eru komnar á sömu slóðir. Fyrir vikið er tónlist í Austurríki eða í Mið- og Aust- ur-Evrópu yfirleitt áþekk því sem boðið er upp á vestar í álfunni, en þó hvað með sínu kryddi. Það ræður vitanlega miklu að hljómsveitir víðar að en frá Austurríki voru á hátíðinni, þar á meðal þrjár íslenskar sveitir og einum trúbadúr betur; Svavar Knútur var á staðnum og einnig Retro Stefson, Sin Fang og Dikta. Fjölþjóðlegt fjör Ekki er vert að fjalla of mikið um þær, en þó má geta þess að fjölmargir þekktu Reto Stefson og í tímariti Vienna Waves var því haldið fram að tónleikar sveit- arinnar hefðu verið þeir skemmtilegustu á hátíðinni. Eins var Svavari Knút vel tekið og Sin Fang og að minnsta kosti einn tónleikagesta þekkti vel til Diktu, konan sem stóð til hliðar við mig og grét og stundi þegar Thank You hljómaði og hún var ekki íslensk. Ekki voru bara íslenskar sveitir gest- komandi, heldur voru líka listamenn frá fleiri þjóðum, þannig átti Andrew Hung úr Fuck Buttons magnaða frammistöðu sem plötusnúður, Figurines hin danska var skemmtileg að vanda, bandarísk- rússneska söngkonan Zola Jesus var for- vitnileg og lettneska tvíeykið Instru- menti var fantafínt. („ÉG ELSKA ÍS- LAND!“, hrópaði söngvarinn Shipsi (Janis Šipkevics) þegar ég kynnti mig baksviðs, og átti við rök að styðjast; Niko Ostermann Retro Stefson skrúfaði upp fjörið með smá danskennslu og almennum galgopagangi. Niko Ostermann Hvað veistu um austurríska rokk- tónlist? Lítið sem ekkert? Gott og vel, hér er smáyfirlit til að stytta þér stundirnar. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Kyst - síðasta hljómsveitin síðasta daginn og sú besta þegar upp var staðið. Alheimsblandan mikla

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.