SunnudagsMogginn - 13.11.2011, Side 37

SunnudagsMogginn - 13.11.2011, Side 37
13. nóvember 2011 37 Það er gaman að sjá hversu mikið úrval er á boðstólum af allskyns íslensk-um vörum nú í vetur. Ég var að hugsa til baka og minnist þess þegar égkom að verkefni fyrir nokkrum árum í Listaháskóla Íslands sem kallaðist„Stefnumót hönnuða og bænda“, þá var ekki hægt að fá sultur á höf- uðborgarsvæðinu úr villtum berjum og jafnvel ekki úr íslenskum rabarbara. Nú er hægt að finna sultur, sýróp, saft, mjólkurvörur, hunang og fleira frá öllum landshlutum í fjölda verslana á höfuðborg- arsvæðinu. Þetta hlýtur að segja okkur að íslenskir neytendur vilja vörur úr náttúrunni og tengdar framleiðendum, eins og ég vil kalla það: „vörur með andlit“. Það fylgir ábyrgð að nota yf- irlýsingar eins og „Beint frá bónda“ eða „Svæðisbundið“. Mér finnst sumir veitingamenn og framleiðendur fara frjálslega með þessar fullyrðingar, ég sá einu sinni auglýsingu í blaði í milli- landaflugvél frá íslenskum veitingastað „Fresh from a farmers- market“. Annars staðar í blaðinu var umfjöllun um sama stað- inn þar sem þeir sögðu sína þekktustu rétti vera túnfisk, tígrisrækjur og kóngakrabba. Það fær mann til að hugsa hvort mönnum sé alvara með þessum fullyrðingum. Fyrir fólk eins og okkur sem tilbúið er að taka á sig krók fyrir gott íslenskt hrá- efni, tala nú ekki um þá sem leggja áherslu á lífrænt ræktaðar afurðir, er Lifandi markaður frábær staður að heimsækja. En Lifandi markaður var áður Maður lifandi en er nú orðinn meiri verslun en þó enn með veitingasölu eins og áður sem sérhæfir sig í hollustudrykkjum og mat. Nú leggja þeir enn meiri áherslu á ferskt og unnið lífrænt hráefni. Þar er frábært úrval af íslenskum vörum til dæmis hreinum kjúklingi, lífrænu íslensku grænmeti og kjötvöru, allskyns íslensk- um sultum, hunangi og sýrópi. Ég fann Fíflasýróp og Grenisýróp frá Löngumýri á Skeiðum, sem ég hugsa mér að bera fram með íslenskum ostum úr Dölunum, tví- bökuðu brauði úr lífrænt ræktuðu spelti sem bakað er á Selfossi og aðalbláberjasultu að austan. Þar er líka hægt að fá spelt-tortillur, lífrænt snakk, allskonar fræ, is- lenskt te í úrvali og að sjálfsögðu öll þau vítamín sem við þurfum í skammdeginu. Í síðustu heimsókn datt ég í lukkupottinn og fann stafapasta sem ég hef leitað að síðan kreppan skall yfir okkur og ekki nóg með það, ég fann tvær gerðir, bæði líf- rænt og spelt, það vill nefnilega þannig til að ég lofaði tveim ungum vinum mínum, þeim Óliver og Viktori, stafasúpu fyrir margt löngu, en þeir eru mér mjög hjart- fólgnir enda fyrstu börnin sem kölluðu mig afa sem mér finnst mjög fallegt, en börnunum mínum finnst mjög fyndið þar sem þeir eru synir æskuvinar míns sem er jafnaldri minn og ég að sjálfsögðu ekki orðinn afi, þó svo að börnin mín séu orðin ungt fólk. Vörur með andlit Matarþankar Friðrik V ’ Fyrir fólk eins og okkur sem tilbú- ið er að taka á sig krók fyrir gott ís- lenskt hráefni, tala nú ekki um þá sem leggja áherslu á lífrænt rækt- aðar afurðir, er Lif- andi markaður frábær staður að heimsækja. var að ég fór að gera sósur með fiski og líka passa eld- unartímann,“ segir hann en fiskur var gjarnan ofeldaður. „Svo þótti það líka allt að því tímaeyðsla að borða. Ég var níu ára þegar ég fór í sveit norður á Skaga. Þá sagði bóndinn við okkur: „Sá sem er lengi að borða er lengi að vinna.“ Þú sérð hvernig mórallinn var. Núna vitum við betur.“ Um afmælishelgarnar verða í boði margir þekktustu réttirnir úr sögu staðarins. Til að gefa hugmynd um hvað átt er við má nefna af forréttum bakaða snigla með hvít- laukssmjöri, salat með reyktum laxi og ristaðan smokk- fisk með karrí, tómat og hvítlauk og humarragú með koníaksrjóma. Af þekktum aðalréttum má nefna eld- steikta tindabikkju með vínberjum, kapers og lauk, grill- aða hámerarsteik með piparsósu, smjörsteiktan kola með gráðosti og bönunum og kryddlegnar gellur eftir kenjum kokksins. Kannski verða ekki allir þessi réttir í boði sama kvöldið en eitt er víst að hina margfrægu súkkulaðiköku staðarins verður hægt að fá í eftirrétt. Heitreykt villigæsabringa á eplasalati sem var með söxuðum eplum, bök- uðum rauðrófum, rauðlauk og ristuðum graskersfræjum. Grilluð hámerarsteik með byggottó. Náttúruvörur úr íslenskri ætihvönn Mikið mál? Minna mál með SagaPro www.sagamedica.is Tíð næturþvaglát eru heilmikið mál fyrir marga karlmenn. SagaPro er náttúruvara úr íslenskri ætihvönn ætluð þeim sem eiga við þetta vandamál að etja. Með SagaPro fækkar næturferðum á salernið og þar með færðu betri hvíld. SagaPro fæst í heilsuvöruverslunum, apótekum, stórmörkuðum og Fríhöfninni.

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.