SunnudagsMogginn - 13.11.2011, Síða 43
13. nóvember 2011 43
listamenn, þau hafa einhvers konar
skáldlega skynjun. Ég er mikið að fjalla
um skynjunina og hvernig hún mótast.
Skynjun á ekki minni hlutum en höf-
uðskepnunum eins og þær birtast
barninu og síðan tungumálinu.
Mig minnir það það hafi verið hið
magnaða portúgalska skáld, Fernando
Pessoa, sem sagði eitthvað á þessa leið: Í
lífinu er skynjunin eini raunveruleikinn,
í listum er vitund um skynjun eini raun-
veruleikinn. Það er mikill munur á þessu.
Með þessu ferðalagi aftur í bernskuna
má segja að höfundurinn sé að reyna að
átta sig á þessari vitund um skynjun.
Fyrst fer barnið að nota skynfærin en
síðan öðlast það vitund um skynjun. Þá
fyrst verður til einhver einstaklingsvit-
und. Það er vitundin um náttúruna í
sinni víðustu merkingu, um vatnið, eld-
inn, loftið, jörðina, og síðan tungumálið.
Ekki bara tungumálið heldur þann vefn-
að sem býr okkur til, allan texta verald-
arinnar.“
Sigurður heldur áfram að ræða um
veraldartextann og minnist á nálægð
Biblíunnar en hún hafi augljóslega verið
fyrirferðarmikil í uppvextinum þar eð
faðir hans hafði atvinnu af því að koma
textum hennar til skila.
„Í okkar menningarheimi er Biblían
alls staðar, við vitum ekki alltaf af því.
Síðan eru fornbókmenntir okkar und-
irliggjandi í landslaginu, raunverulegu og
huglægu. Þessir textar og tilfinning fyrir
tungumálinu eru afar mikilvæg í per-
sónumótuninni.“
Svo fer hann að tala um „skrásetning-
arbrjálæðið“. Í Bernskubók kemur fram
að Sigurður var rétt farin að skrifa þegar
hann var farinn að skrá niður allt mögu-
legt og ómögulegt í umhverfinu: veð-
urfar, nöfn á öllum kindum á Skinnastað,
dagbækur og þeir Arnór Lárus, bróðir
hans, skrifuðu greinargerðir um heila
uppdiktaða sveit sem var álíka fjölmenn
og Axarfjörður. Sigurður fór meira að
segja að skrifa líkræður um lifandi sveit-
unga, en eyddi þeim áður en nokkur
komst að því.
„Já, þetta skrásetningarbrjálæði byrj-
aði snemma,“ segir hann kíminn. „Ég
held það sé ekki bara skaftfellskt, sam-
anber Þórbergur Þórðarson frændi minn,
heldur séríslenskt. Ég hef á tilfinning-
unni að hér á landi sé skrásetningarþrá
almennari en annarsstaðar. Enda hefur
lestur verið meiri almenningseign lengur
hér en í öðrum löndum. Hér voru menn
stautfærir og párandi einhverjar stað-
reyndir, skrásetningar á eigin lífi.“
Gullsmiður, listmálari, rithöfundur
Sigurður fjallar um sjóndeildarhringinn
eins og hann blasir við frá Skinnastað,
„þennan sjóndeildarhring sem mótaði
mig, þennan hring sem býr innra með
mér til eilífðar,“ sjóndeild innri augna
sinna til æviloka.
„Það er langt síðan ég gerði mér grein
fyrir því hvað þessi sjóndeildarhringur á
Skinnastað hefur mótað mig rosalega
sterkt. Þarna eru miklar andstæður.
Annarsvegar bullandi gróðursæld, og
paradísartenging, og síðan beinlínis vitn-
isburður um eyðingarafl Jökulsár á Fjöll-
um, sem eru Sandarnir. Þessi díalektík
hefur mótað mig. Það er ekki bara að ég
kunni þennan sjóndeildarhring utan að,
heldur hefur hann skotið afar djúpum
rótum í alla sjálfsverund mína.“
- Drengurinn var rétt kominn til vits
þegar hann ákvað hvað hann vildi verða
og það var alltaf þrennt: gullsmiður, list-
málari og rithöfundur.
„Já, svo langt sem ég man var það ætl-
unarverkið. Fimm ára man ég fyrst eftir
þessu. Hvernig það mótaðist er mér hul-
ið. Þetta þrennt varð mantra, byrjaði
alltaf á gullsmið! Þetta var alltaf svarið
þegar ég var spurður hvað ég ætlaði að
verða. Það var ekki fyrr en séra Sig-
urbjörn Einarsson læddi nýrri spurningu
inn, hvort ég ætlaði að verða prestur eins
og pabbi, sem ég fór að efast. Eða sá eftir
því að hafa ekki gripið öngulinn sem
hann rétti mér.“
Í fjölskyldu Sigurðar voru málarar
nærtækar fyrirmyndir, en gullsmiður eða
rithöfundur?
„Ef barn þarf að hafa einhverjar fyr-
irmyndir til að láta sér detta svona í hug,
þá var listmálarinn tiltölulega augljós
fyrirmynd. Jón Þorleifsson bróðir pabba
var listmálari og í móðurætt var Þórarinn
B. Þorláksson bróðir afa. Þar fyrir utan
var Sveinn Þórarinsson úr næstu sveit og
úr hinni sveitinni Kristján Friðriksson og
málverk eftir báða voru heima.
Rithöfundur? Ég vissi af Þórbergi
frænda mínum, en ég vissi reyndar ekki
af Helga Hálfdanarsyni í móðurætt, þó
hann væri á Húsavík. Það var ekki fyrr en
hann stoppaði mig á götu og ávarpaði
mig: Sæll frændi! Ég er ekkert tiltak-
anlega vel að mér í ættfræði.
Gullsmiður? Hef ekki hugmynd.
Kannski var það það vegna þess að ég
heillaðist sem barn af víravirki, af gulli
sem var búið að vinna svona rosalega eins
og í skautbúningi mömmu.
Á táningsárunum reyndi að hugsa sem
minnst um þetta. Í menntaskóla byrjaði
ég að yrkja ljóð en það hafði ég hafði
aldrei gert áður, ég skrifaði aldrei ljóð í
bersku minni. Einungis prósa, heilu
bálkana, og svolítið af leikritum. Síðar
var það meðvituð ákvörðun að læra leik-
húsfræði því ég vildi skrifa fyrir leikhús.
Þá var þessi sirkus farinn af stað.“
Náttúran getur allt
Bókinni lýkur þegar Sigurður heldur til
Reykjavíkur og sest þar á skólabekk, 14
ára gamall. Þar urðu afgerandi skil -
hann steig inn í annan heim.
„Og mig langaði ekki aftur norður,“
segir hann. „Ég fór einn suður í Haga-
skóla, bjó reyndar í sama húsi og bróðir
minn og var með herbergi hjá tengd-
arforeldrum hans þannig að ég ver ekki
aleinn í veröldinni, en foreldrar mínir
voru ennþá fyrir norðan þar til ég var á
síðasta ári í Menntaskólanum. Þá strax og
ég kom hingað til Reykjavíkur var ég í
raun farinn þaðan, þó ég væri heima á
sumrin. Síðan hef ég aldrei búið í sveit.“
En sveitin er með honum.
„Nákvæmlega. Mér nægir að labba út í
garð í Hlíðunum til að tengja mig við
náttúruna – einhvern veginn þekki ég
hana svo vel, finn svo sterk hughrif,
kannski bara frá einu tré, það getur nægt
til þess að ég verði hrærður.“
Sigurður segir að sem skáld hafi nátt-
úran sem hann kynntist sem barn fylgt
honum, borgarskáldinu, „hún hverfur
ekki,“ segir hann.
„Þessi tengsl við náttúruna hafa alltaf
verið til staðar, virðingin fyrir nátt-
úrunni, enda veit ég hvað hún getur auð-
veldlega drepið mann.“
Þar vísar hann í frásögn af því þegar
hann sem drengur var nánast orðinn úti.
„Það er mjög sterk skynjun að næstum
verða úti í norðaustan báli, á ekkert
óhóflega langri leið neðan úr fjárhúsum
og heim. Veðrið brestur á með ólýsanlegu
afli, hótar að drepa þig. Náttúran getur
allt.“
’
Það er mjög sterk
skynjun að næstum
verða úti í norð-
austan báli, á ekkert óhóf-
lega langri leið neðan úr
fjárhúsum og heim.
„Þessi tengsl við náttúruna hafa alltaf verið til staðar, virðingin fyrir náttúrunni, enda veit ég hvað hún getur auðveldlega drepið mann,“ segir Sigurður.
Morgunblaðið/Einar Falur