SunnudagsMogginn - 27.11.2011, Side 23
27. nóvember 2011 23
Það var frískandi að fylgjast með kynnum höfunda og nemenda 10. bekkjargrunnskólans í Ólafsvík en um ferðalag höfundanna til Snæfellsness má lesa ímyndríkri frásögn í Sunnudagsmogganum í dag. Og óhjákvæmilega vaknar sú spurning af hverju slík hvatning og umgengni við
höfunda er ekki fastur liður í kennslunni – ekki síst þegar horft er til þess hversu slökum ár-
angri íslenskir skólakrakkar hafa náð í lestrarkönnunum. Bóklestur eflir árangur í öllum
námsgreinum, eykur orðaforða og opnar glugga inn í framandi heima.
Eins og nærri má geta voru unglingarnir svolítið hlédrægir er þeir sátu til borðs með Stef-
áni Mána, Tobbu Marinós, Vigdísi Grímsdóttur og Þorgrími Þráinssyni, en þeir voru ekkert
að snobba fyrir þeim heldur og veittu hreinskilin svör.
Þegar talið barst að bóklestri heyrði frekar til undantekninga að mikið væri um bóklestur
hjá krökkunum, þó að nokkrir væru stórtækir í þeim efnum. En þeir sögðust lesa ýmislegt
annað í staðinn, þar með talið blöðin og netið. Þegar spurt var hvort þeir stunduðu ljóðagerð
eða skrifuðu sögur virðist það ekki hluti af náminu sem slíku en kom fyrir að nemendurnir
spreyttu sig á því heima fyrir.
Þá hlýtur viðtalið við Hörpu Dís Hákonardóttir í blaðinu í dag að vera mikill innblástur, en
hún er að senda frá sér sína aðra skáldsögu, þrátt fyrir að vera aðeins átján ára. Harpa Dís
hefur skrifað í sex ár meðfram námi, píanóleik og ballettdansi. Það er ýmislegt hægt er
ástríðan og viljinn er fyrir hendi! Í viðtalinu kemur fram að hún hefur áhyggjur af því að
bóklestur barna og unglinga hafi dregist saman á seinni árum:
„Það er hópur barna og unglinga, þeirra á meðal ég, sem þarf alltaf að vera með bók á
náttborðinu en síðan er annar hópur sem les sjaldan eða aldrei bók. Á móti kemur að krakk-
ar eru sílesandi, á netinu, texta í sjónvarpi og svo framvegis.“
Hún kennir hraðanum í nútímanum um, skemmri tíma taki að sjá myndina en lesa bók-
ina, en kemur svo með þarfa ábendingu: „Að mínu áliti liggur ábyrgðin hjá foreldrunum.
Þeir eiga að halda bókum að börnunum sínum, ekki síst með því að sýna gott fordæmi og
lesa sjálfir. Skólarnir standa sig mjög vel, með lestrarátökum og góðum bókasöfnum.“
Loksins umbætur í Búrma
Búrma hefur í tæp 50 ár verið undir járnhæl herforingjastjórnar. Mótmæli hafa verið brotin á
bak aftur harðri hendi þar í landi. Búrma var eitt auðugasta land Asíu í upphafi 20. aldar, en
er nú eitt fátækasta land álfunnar. Nú blasir hins vegar við betri tíð. Then Shwei herforingi
hefur dregið sig í hlé eftir 20 ára valdasetu og ný stjórn boðar umbætur. Verulega hefur verið
dregið úr ritskoðun. Aung San Suu Kyi, sem samanlagt hefur setið í stofufangelsi í 15 ár, hef-
ur verið látin laus. Hún telur að stjórnvöldum sé alvara með loforðum sínum og ætlar að
hella sér út í stjórnmálabaráttuna.
Thant Myint-U sagnfræðingur er höfundur nýútkominnar bókar um Búrma og lýsir stöð-
unni í Búrma í viðtali í Sunnudagsmogganum í dag. Hann segir að mikið og erfitt starf sé fyr-
ir höndum því að gera þurfi umbætur á öllum sviðum þjóðlífsins í Búrma. En hann er von-
góður. Vonandi rætast vonir hans. Búrmíska þjóðin á skilið að birti til eftir hálfrar aldar ok.
Ábyrgðin hjá foreldrum
„Það eina sem ég hugsaði um, og
hugsa enn um, er að ég verð að kom-
ast til Íslands.“
Gagnrýnandi tímaritsins New York Magazine um
Bliss, gjörning Ragnars Kjartanssonar í Abrons Art
Center í borginni.
„Við verðum að hlúa vel að honum,
hann hefur verið óheppinn með
meiðsli gegnum tíðina, en það væri
frábært að hafa annan eins.“
Neil Warnock, knattspyrnustjóri QPR, en þeg-
ar opnað verður fyrir kaup á leikmönnum í
janúar mun hann fyrst svipast um eftir tví-
burabróður Heiðars Helgusonar.
„Fríða vill alltaf vera að
kyssa mig á fjöllum.“
Þórður Ingi Marelsson en fjallgöngur eru
lífsstíll hjá honum og spúsu hans,
Fríði Halldórsdóttur.
„Helsti veikleiki
hans hefur verið sá
að hann hefur þótt
leiðinlegur og fyr-
irsjáanlegur en það
er orðið að helsta
styrk hans.“
Anton Losada, prófessor í stjórnmálafræði við Há-
skóla Santiago de Compostela, um Mariano
Rajoy, næsta forsætisráðherra Spánar.
„Á þessum tímapunkti var löng-
unin eftir barni ennþá meiri og þess
vegna var þessi ákvörðun tekin.“
Ólína G. Viðarsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu,
sem leggur skóna á hilluna í bili til að eignast sitt
fyrsta barn.
„Það vilja allir vera í fanginu á
móður sinni.“
Skúli Mogensen, aðaleigandi WOW Air, en
sé vörumerkinu snúið við fæst MOM, eða
móðir.
„Ég er gangandi auglýsing
fyrir landið heima hjá mér.“
Bruce Dickinson, flugmaður og söngvari
Iron Maiden, er mikill aðdáandi Ís-
lands. Hann íhugar nú að bjarga
Astraeus sem flaug fyrir Ice-
land Express.
„Strákurinn setur
mig í núið.“
Herbert Guðmundsson um
samstarfið við son sinn,
Svan, í tónlistinni.
Ummæli vikunnar
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Stofnað 1913
Útgefandi: Óskar Magnússon
Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal
esson hvatti hann hins vegar til þess að lesa bók-
ina, hann gæti áreiðanlega fengið hana lánaða á
almenningsbókasafni, ef hann kærði sig ekki um
kaupa hana.
Þegar leið að fundarlokum kvaddi sér hljóðs
Guðmundur Jónsson sagnfræðiprófessor. Hann
gekk að pallborði, þreif þar hljóðnema af frum-
mælendum, tók sér stöðu á miðju gólfi og hóf
ræðuhöld gegn mér þar sem ég sat á fremsta
áheyrendabekk. Hann kvað mig umfram allt
pólitískan erindreka en ekki fræðimann. Mér
hefði orðið stórlega á í fyrri verkum mínum, eins
og alþjóð vissi, og nú væri ég að reyna að fá upp-
reist æru með hinni nýju bók minni, sem væri
umfram allt pólitískt verk, þótt hann hefði ekki
lesið hana. Það væri ekki hlutverk Sagnfræðinga-
félagsins að veita mér slíka uppreist æru svo að
félagið hefði ekki átt að bjóða mér að halda fram-
sögu fyrir skömmu á fundi sínum um misnotkun
sögunnar því að það væru einmitt menn eins og
ég sem misnotuðu söguna. Guðmundi var mikið
niðri fyrir, á meðan hann flutti reiðilestur sinn.
Skalf hann allur og titraði og andlitið gekk í
bylgjum, jafnframt því sem hann fölnaði og
roðnaði á víxl. Ekki hækkaði hann þó róminn svo
að heitið gæti. Allan tímann starði hann á mig
með uppglennt augu svo að helst minnti á sak-
sóknara í réttarhöldum í Moskvu, lafhræddan við
Stalín, að lesa yfir sakborningi. Dauðaþögn var í
salnum, á meðan Guðmundur talaði, og fóru ef-
laust sumir hjá sér en aðrir kímdu á laun og ein-
hverjum hefur sennilega ekki þótt neitt ofmælt
sem hann sagði.
Ég bað þegar um orðið, þegar sagnfræðipró-
fessorinn þagnaði, og svaraði á þessa leið: Það er
leitt að þú skulir hvorki hafa lesið bók mína,
Guðmundur, þótt þú teljir þig geta flokkað hana
til pólitískra verka, né sótt fyrirlestur minn á
dögunum, þótt þú fordæmir hann. Í fyrirlestri
mínum hjá Sagnfræðingafélaginu fór ég meðal
annars yfir það hvað ég hefði lært af gagnrýninni
á fyrsta bindi ævisögu minnar um Halldór Kiljan
Laxness. Það er að einn texti má ekki vera of ná-
lægur öðrum texta úr heimild, þótt ég hefði að
vísu verið þar í góðri trú, því að ég hefði lesið
mikið lof um það hvernig Laxness sjálfur hefði
tekið texta og notað, til dæmis dagbækur Magn-
úsar Hjaltasonar í Ljósvíkingnum og frásagnir
Ralphs Fox í smásögunni „Temúdsjín snýr heim“.
Hitt, sem ég hefði lært, hefði verið að vitna oftar
og betur í ýmis smáatriði sem fræðimenn hefðu
fundið inni á söfnum enda væri sjálfsagt að sýna
þeim virðingu og yrðu ekki margir aðrir til þess.
Sú gagnrýni sem beint hefði verið að fyrsta
verki ævisögu Laxness hefði ekki heldur komið
fram gegn öðru og þriðja bindinu.
Síðan sneri ég mér að Guðmundi Jónssyni og
spurði: Þetta hef ég nú lært af mínum mistökum.
Hvað hefur þú lært af þínum?
Þá sleit fundarstjóri fundi.“
Það mátti bersýnilega ekki seinna vera.
nfræðinga
Morgunblaðið/Ómar