SunnudagsMogginn - 27.11.2011, Side 32
32 27. nóvember 2011
Í litlu gulu húsi í litla Skerjafirði leynist lítill æv-intýraheimur. Fríða Jónsdóttir er búsett í Belgíuen rekur markaðinn Hús fiðrildanna í gamla ein-býlishúsinu sínu. Dóttir hennar nýtir efri hæðina
en neðri hæð einbýlishússins og bílskúrinn er undirlagt
af dýrindis postulíni, skenkum, pelsum, kjólum, stytt-
um og öðru djásni. Það er upplifun ein og sér að heim-
sækja þetta draumkennda Hús fiðrildinna og ekki
skemmir fyrir að á móti gestum tekur hin brosmilda
vinkona Fríðu, Þórdís Sigurðardóttir, eða Dísa eins og
hún er jafnan kölluð, þannig að viðskiptavinurinn fær
meira á tilfinninguna að hann sé að koma í heimsókn
frekar en að fara í verslunarferð.
„Það var nú þannig að strákurinn minn, Jón Andri
Guðmundsson, var nýútskrifaður úr Kvikmyndaskól-
anum og hafði lítið að gera þegar Dísa vinkona mín
leitaði til hans. Hún var að fara með ABC-skólanum til
Nairobi í Kenía og það vantaði kvikmyndagerðarmann
til að fara með svo hægt væri að gera mynd fyrir skól-
ann. Hann átti að kosta sig sjálfur en var algjörlega
peningalaus. Hann var auðvitað alveg rosalega spennt-
ur fyrir þessu en ég var örugglega spenntari og fannst
ekki spurning um annað en að hann færi. Við myndum
bara redda þessu,“ segir Fríða þegar hún rifjar upp að-
dragandann að því að einbýlishús hennar breyttist í
markað. Fríða er búsett í Belgíu þar sem eiginmaður
hennar er við störf þar í landi. Hún nýtti tækifærið í
einni heimferð sinni og fyllti tvær ferðatöskur af fal-
legum postulínsbollum sem hún keypti á mörkuðum í
nágrenni sínu og tók með sér til Íslands. „Ég sendi svo
bara póst á vini og vandamenn þegar ég kom heim og
lét það berast út að ég væri að selja bollana. Það var svo
ótrúlegt hvernig þetta fór en það var hreinlega slegist
um bollana, allt seldist upp og sonur minn fékk allan
ágóðann sem fór langleiðina upp í Keníaferðina hans.
Eftir þetta voru allir að spyrja mig hvenær ég kæmi
næst með vörur. Ég flutti næst inn vörur ásamt Tobbu
vinkonu minni sem rekur Frúna í Hamborg á Akureyri.
Við erum báðar aldar upp í sveitinni undir Eyjafjöllum
og kunnum svo vel að meta fallegt postulín, það var
svo lítið af því þegar við vorum að alast upp. Fólk hafði
síðan svo gaman af þessu smotteríi sem ég var að flytja
inn og svo bara vatt þetta upp á sig, “ segir Fríða.
Mömmur hjálpa mömmum
Jón Andri, sonur Fríðu, og Dísa, vinkona hennar, héldu
áætlun og fóru með ABC-skólanum til Kenía. Þar
komst Dísa í kynni við konu sem rekur saumaver fyrir
mæður sem lifa við afar bágar aðstæður. Dísa hefur
haldið samskiptum við þessa konu og flytur inn og sel-
ur vörur fyrir hana sem framleiddar eru í saumaverinu.
Eins ákváðu þær Fríða og Dísa að nú væru þær í að-
stöðu til að hjálpa öðrum og í Húsi fiðrildanna er lítið
horn sem þær stöllur kalla Mömmur hjálpa mömmum.
Þar gefst viðskiptavinum kostur á að kaupa fallega
postulínsbolla sem eru fylltir af belgísku súkkulaði og
rennur allur ágóði til uppbyggingar á nýju saumaveri í
Kenía. „Þegar ég var lítil stelpa ætlaði ég að vera trú-
boði í Afríku. Nú er ég að verða fimmtug og kannski er
sá draumur að hluta að rætast núna með bollasölunni.
Svo er þetta svo táknrænt líka. Bollarnir komu strákn-
um mínum út til Kenía þar sem hann og Dísa kynntust
þessum konum og nú seljum við bollana þeim til hjálp-
ar. Það skiptir svo miklu máli að hjálpa þessum konum
að hjálpa sér sjálfar. Ekki bara að senda þeim peninga
til að eiga fyrir mat í eina viku heldur að búa til verk-
efni fyrir þær, en það er mikið um þess konar hjálp-
arstarf í dag. Í saumaverinu geta þær unnið og með
launum sínum fætt sig og klætt og komið börnunum í
skóla. Mörg af börnum þessara kvenna eru í ABC-
skólanum. Við hvetjum að sjálfsögðu fólk til að kaupa
svona bolla og fara með í matarboðið í staðinn fyrir að
grípa með sér einn blómvönd, “ segir Fríða.
Fríða segir það skipta hana miklu máli að vera ekki
bara að selja vörur heldur líka að búa til upplifun fyrir
fólk sem sækir hana heim. „Ég hef alltaf haft áhuga á
Bílskúrinn er tileinkaður sjöunda áratugnum.
Vinkona Fríðu gerir þessa púða og selur.
Trúartengdarstyttur eru vinsælar meðal gesta.
Fjölbreyttar tækifærisgjafir.
Á postulíni
til Kenía
Fríða Jónsdóttir er búsett í Belgíu en rekur markaðinn Hús fiðrild-
anna í gamla einbýlishúsinu sínu. Ævintýrið á rætur sínar að
rekja í Keníaferð vinkonu hennar.
Texti: Signý Gunnarsdóttir signy@mbl.is
Myndir: Kristinn Ingvarsson kring@mbl.is
Gestir geta bæði keypt smávörur og húsgögn.