Morgunblaðið - 02.12.2011, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 2011
Í tilefni uppsagna 2.000 lækna íSlóvakíu minnir Gunnar Rögn-
valdsson á að Slóvakía tók upp evru
1. janúar 2009:
Landið er því strax komið á nið-urskurðarborð seðlabanka
munkaklausturs Evrópusambands-
ins í Frankfurt og
Brussel. Bankakerfi
Slóvakíu og allra 17
landa evrusvæðisins
eru í þessu sama
klaustri og enginn
vill heldur lána rík-
issjóðum þeirra
peninga nema á
okurvöxtum.
Lífinu er nú haldið í þessum
klausturbúum Evrópusambandsins
með niðurkasti Bandaríkjadala úr
flugþyrlu Ben S. Bernanke seðla-
bankastjóra Bandaríkjanna, sem
flýgur yfir klausturgarða evru-
svæðisins einu sinni á degi hverjum
– frá og með í gær – og kastar niður
til þeirra gjaldmiðli sem bankar
evrulanda treysta.
Þessir 2.000 læknar í evruland-inu Slóvakíu sem sagt hafa upp
störfum sínum í evruparadís ESB
segja að laun þeirra séu svo lág að
hámenntaðir sérfræðingar hafi sem
svarar til 250-350 þúsunda í laun á
mánuði við vinnu sína í heilbrigð-
iskerfi Slóvakíu sem hvort sem er
sé gjörónýtt, óháð lágum launum
þeirra og störfum. Ástandið geti
því varla orðið verra.
Íslenskir læknar staðsettir í
norskum og sænskum krónum
munu auðvitað koma hér ríðandi á
íslenskum hestum sínum Slóvökum
til aðstoðar. Eða verður það öfugt?
Evra Evrópusambandsins varinnleidd í 17 ríkjum sam-
bandsins svo húsmóðir í svörtum
kjól með fimmtugan atvinnulausan
heimabúandi einkason sinn í Róm
geti séð hvað franskbrauðið í bak-
aríinu á Hillasillalagötu 15 í Hels-
inki kostar.“
Gunnar
Rögnvaldsson
Dollurum dreift
STAKSTEINAR
Slökkvilið
höfuborgasvæðisins
Munið að slökkva
á kertunum
Yfirgefið aldrei vistarveru
þar sem kertaljós logar
Veður víða um heim 1.12., kl. 18.00
Reykjavík -3 snjókoma
Bolungarvík -3 skýjað
Akureyri -6 skýjað
Kirkjubæjarkl. -3 skýjað
Vestmannaeyjar -2 skýjað
Nuuk -2 alskýjað
Þórshöfn 0 alskýjað
Ósló 5 heiðskírt
Kaupmannahöfn 7 alskýjað
Stokkhólmur 6 skúrir
Helsinki 6 alskýjað
Lúxemborg 8 skúrir
Brussel 12 skýjað
Dublin 3 léttskýjað
Glasgow 3 skýjað
London 10 skúrir
París 12 skýjað
Amsterdam 10 léttskýjað
Hamborg 10 skýjað
Berlín 7 skýjað
Vín 0 þoka
Moskva -2 snjókoma
Algarve 17 heiðskírt
Madríd 12 heiðskírt
Barcelona 16 léttskýjað
Mallorca 17 léttskýjað
Róm 16 léttskýjað
Aþena 12 heiðskírt
Winnipeg -12 léttskýjað
Montreal -1 skýjað
New York 6 heiðskírt
Chicago 2 skýjað
Orlando 15 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
2. desember Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 10:48 15:47
ÍSAFJÖRÐUR 11:24 15:21
SIGLUFJÖRÐUR 11:08 15:03
DJÚPIVOGUR 10:25 15:09
Jón Gnarr borgarstjóri og Kristín
Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Ís-
lands, undirrituðu í gær sam-
komulag um sameiginlega framtíð-
arsýn á háskólasvæðinu. Felur það í
sér vilja beggja aðila til að vinna að
sameiginlegri framtíðarsýn, heild-
arskipulagi og samgöngustefnu fyrir
lóðir og svæði háskólans í Vatns-
mýri.
Áætlun um uppbyggingu
Skv. fréttatilkynningu verður
skipuð nefnd sem á m.a. að kanna
möguleika á fjölbreytilegri land-
notkun á svæði Háskóla Íslands
vestan Suðurgötu, m.a. með tilliti til
möguleika á skipulagi náms-
mannaíbúða og annarri aðstöðu fyrir
stúdenta. Jafnframt er ætlunin að
rýna svæðið austan Suðurgötu með
það fyrir augum að fjölga stúdenta-
íbúðum þar enn frekar, en nýverið
hófst bygging nýrra stúdentagarða
við Oddagötu. Samhliða þessu verð-
ur gerð uppbyggingaráætlun fyrir
háskólasvæðið.
Marka á samgöngustefnu fyrir
svæðið þar sem gert verður ráð fyrir
góðum tengingum almennings-
samgangna við það auk þess sem net
hjólreiðastíga og hjólaskýla verður
byggt upp. Sérstaklega á að huga að
bílastæðakröfum, samgöngu-
tengingum innan háskólasvæðisins
og tengingum við svæði nýs Land-
spítala og svæði Háskólans í Reykja-
vík.
Tengingar yfir Suðurgötu verða
skoðaðar sérstaklega og gatan end-
urhönnuð með mannlíf á háskóla-
svæðinu og umhverfisgæði í huga.
Lýsir Reykjavíkurborg sig tilbúna
til að kosta endurgerð götunnar í
samræmi við nýja hönnun.
Í höfn Samkomulagið handsalað.
Framtíðar-
sýn á há-
skólasvæðinu