Morgunblaðið - 02.12.2011, Side 11

Morgunblaðið - 02.12.2011, Side 11
Konfektgerð Alls bjó hópurinn til yfir 1000 mola. að selja myndir á vægu verði til for- eldranna. Myndir af molunum verða svo líka í bæklingum sem fylgja munu konfektinu. „Við erum alltaf með fjáröflun fyrir tíunda bekk til að eiga upp í útskriftarferð og það var skemmtilegt að gera eitthvað saman til fjáröflunar,“ segir Katrín Hall- dórsdóttir, umsjónarkennari 10. bekkjar. Alls eru 37 nemendur í 10. bekk Álftanesskóla og bjó hópurinn til yfir 1.000 mola af 12 tegundum en útfærslurnar voru alls 15. Fór kon- fektgerðin fram í vottuðu eldhúsi. Pakkað í fallegar öskjur Katrín segir krakkana hafa lært réttu handtökin og þau hafi þurft að púla nokkuð enda tók konfektgerðin nærri fjóra tíma. Eftir að konfektið var tilbúið var því svo pakkað í fallegar öskjur, en í þeim er einn moli af hverri tegund. „Ég vona að þetta hvetji krakk- ana til að halda áfram að búa til konfekt heima hjá sér fyrir jólin. Mér fannst gaman hve margir foreldrar komu með. Fólk var mjög ánægt og við erum strax farin að fá þakkarbréf frá foreldrum. Það var líka gaman að hrista foreldrana saman því þeir hittast svo sjaldan,“ segir Katrín. Frumleg nöfn Friðrik segir hópinn hafa staðið sig vel við konfektgerðina en gerðir voru steyptir molar, með fyllingum, bakaðir molar og molar með marsi- pani. Hann segir í léttum dúr að hann hafi rekið krakkana áfram með harðri hendi og hafi enginn komist upp með að standa úti í horni. Þau hjónin hafa nokkra reynslu af að vinna með börnum og unglingum. Arnrún er leikskóla- kennari en auk þess héldu þau hjón- in um nokkurt skeið námskeið fyrir norðan sem kallaðist Matur úr hér- aði. Þar var nemendum kennt ým- islegt er tengist matargerð, borðsið- um og fleiru. Konfektið verður selt í dag á Jólamarkaði á Garðatorgi og munu nemendur standa vaktina til skiptis frá klukkan 16-19. Hópurinn nefndi molana skemmtilegum nöfnum en þeirra á meðal má nefna Kókoshnetubrjótinn sem er appelsínutruffla með kókos- mjöli, Harða pakkann sem er núggat í dökku súkkulaði, Geimgengil sem er karamellubotn með núggati og marsipani og Fyrsta stefnumót sem er döðlumarsipan í dökku súkkulaði. Vandvirkni Þessi ungi maður bar sig fagmannlega að. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 2011 Komin er út handbókin Ungt fólk og kynlíf sem er nýtt kynfræðsluefni fyrir fram- haldsskóla. Handbókin er einkum ætluð kennurum og skólahjúkrunarfræðingum í framhaldsskólum sem veita kynfræðslu á fyrstu stigum framhaldsskólans. Bókin samanstendur af tíu köflum sem hafa það sameiginlegt að fjalla um kynheilbrigði á einn eða annan hátt. Megináherslan er á samskipti og ábyrgt kynlíf en einnig að- steðjandi ógnanir. Höfundar eru þær Sóley S. Bender, hjúkrunarfræðingur PhD, Guðbjörg Edda Hermannsdóttir, félagsráðgjafi MA, og Sol- veig Jóhannsdóttir ljósmóðir. Efnið er gefið út á vegum Fræðslusamtaka um kynlíf og barneignir (FKB) og hefur verið styrkt af þeim samtökum, menntamálaráðuneytinu og Forvarnasjóði Lýðheilsustöðvar. Ungt fólk og kynlíf Ábyrgð Smokkurinn er besta vörnin gegn kynsjúkdómum. Nýtt kynfræðsluefni Appelsínutrufflur með heslihnetuflögum ½ dl rjómi 4 msk. síróp 200 g appelsínusúkkulaði (saxað) Síríus 100 g suðusúkkulaði (saxað) Konsum 70%, rifinn börkur af einni appelsínu ca. 100 g heslihnetuflögur Aðferð Sírópið og rjóminn hitað að suðu, tekið af hita og súkku- laðinu er blandað saman við og hrært stöðugt í þar til allt súkku- laðið er bráðið, appelsínubörk- urinn rifinn út í, hellt í skál og kælt. Kúlur myndaðar með par- ísarjárni og velt upp úr heslihnetuflögunum. Einnig er hægt að sprauta kreminu úr sprautupoka í fyllta mola en þá má það ekki vera fullkælt. KONFEKTUPPSKRIFT Ljósmynd/Ragnheidur Arngrimsdóttir Áþriðjudagskvöldi fyrirskömmu hitti ég góðvinimína, þau Ásdísi Eiri Sím-onardóttur, sérfræðing í mannauðsstjórnun, og Jón Eðvald Vignisson, frumkvöðul og tæknistjóra (lengri mun atlaga mín að name- droppi aldarinnar ekki verða að sinni), yfir bjórkollu á knæpu við Laugaveg. Við það tækifæri varð úr að blaða- maður og sérfræðingur tókust í hend- ur upp á að feta í fótspor frum- kvöðulsins með því að endurtaka leikinn á komandi föstudagskvöldi að viðbættum dansi. Við sérfræðing- urinn sammæltumst nefnilega um það að ólíkt frumkvöðlinum værum við ekki nógu duglegar lengur að gera það sem á götumáli gæti kallast að dansa af sér rassgatið og það þrátt fyrir að eiga að heita tiltölulega ung- ar, lausar og liðugar konur búsettar í miðri þeirri borg sem alræmd er fyrir skemmtanalíf sitt. Þótti þetta því af- bragðsgóð hugmynd, allt þar til föstu- dagskvöldið bar að garði. Eftir strembna vinnuviku fannst mér öllum mínum þörfum um ánægjulegt kvöld fullnægt þar sem ég lá uppi í sófa og horfði á Útsvarið með osta- poppsmylsnu á bringunni. Ég áræddi að senda fyrstu skilaboðin og gefa til kynna, mjög undir rós þó, að dansinn væri kannski ekki beinlínis dunandi í blóðinu að svo komnu máli. Hófust þá nokkuð löng sms-samskipti sem einkenndust af því að hvorug vildi vera fyrri til að játa á sig miðaldra hegðun. Á endanum náð- ist þó með miklum létti þögult sam- komulag beggja um að sófarónni skyldi ekki raskað þetta kvöldið og jafnframt að þessi uppgjöf ungæðisins fyrir þreytunni færi ekki lengra. Enda skal viðurkennast að það er ekki mjög töff. Síðar hefur undirrit- aðri verið tjáð að það sé ekki heldur töff að sitja heima með sínum ekta- manni og skora hvort á annað í landa- fræðileiki yfir rauðvínssötri. Frá þessu segi ég nú vegna þess að eftir að hafa skorað þessi tvö hall- ærisstig í röð sé ég mig knúna til að reyna að endurheimta kúlið og láta þreytuna ekki hafa yfirhöndina þetta föstu- dagskvöldið, en tel í ljósi reynslunnar að ég þurfi að festa það á prent til að standa við stóru orðin. Ef ég svara ekki símanum yfir Út- svarinu í kvöld er það vonandi vegna þess að ég er að dansa. »Mér fannst öllum mín-um þörfum um ánægjulegt kvöld fullnægt þar sem ég lá uppi í sófa og horfði á Útsvarið með osta- poppsmylsnu á bringunni. Heimur Unu Una Sighvatsdóttir Undirbúningur Ýmis hráefni þarf í konfektgerðina. NÝLEGIR GÆÐABÍLAR Á GÓÐU VERÐI VW Tiguan Sport & style. Árgerð 2008, bensín, sjálfsk. Ekinn 40.000 km Ásett verð: 4.590.000,- Audi Q7 4.2 S-line Árgerð 2007, bensín, sjálfsk. Ekinn 63.000 km Ásett verð: 7.850.000,- Land Cruiser GX Árgerð 2008, dísel, sjálfsk. Ekinn 82.000 km Ásett verð: 6.550.000,- MM Pajero 3,2 Instyle Árgerð 2008, dísel, sjálfsk. Ekinn 75.500 km Ásett verð: 6.560.000,- Suzuki Vitara Lux Árgerð 2010, bensín, sjálfsk. Ekinn 43.000 km Ásett verð: 3.800.000,-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.