Morgunblaðið - 02.12.2011, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 2011
5-6 kíló að þyngd. Fjarðalax hefur
leyfi til að framleiða í þessum þrem-
ur fjörðum að meðaltali 1.500 tonn á
ári. Það þýðir að hægt verður að
framleiða samtals um 4.500 tonn á
ári. Skipulagið er þó þannig að
framleitt er í hverjum firði í tvö ár
en svæðið hvílt þrjá til sex mánuði á
þriðja ári til að koma í veg fyrir að
laxalús nái fótfestu í firðinum og
koma í veg fyrir ofauðgun.
„Bananaskipin“ koma við
Slátrunin dreifist betur yfir árið,
eftir þetta ár, en þó þurfa slátrunar-
og vinnsluhóparnir að afkasta
margfalt meiru en þörf er á nú í
upphafi. Næsta haust er reiknað
með að slátrað verði 30 til 50 tonn-
um á viku.
Fjarðalax hefur jafnframt gefið
það út að stefnt sé að enn meiri
framleiðslu á næstu árum, eða allt
að 10 þúsund tonnum á ári.
Þegar útflutningurinn verður
kominn í 200 tonn á viku verður
hægt að hefja siglingar með fiskinn
beint frá Patreksfirði til Bandaríkj-
anna. Jón Örn segir að kæliskipin
sem flytja ávexti frá Ameríku til
Evrópu fari tóm til baka og hægt sé
að nýta þau til að flytja ferskan fisk
til Bandaríkjanna.
Verðmæti í hreinu umhverfi
Laxinn vex hægar í fjörðunum á
sunnanverðum Vestfjörðum en á
hlýrri svæðum. Tækifærin felast
hins vegar í hreinu umhverfi sem
ferskir hafstraumar sunnan úr höf-
um skapa. Öll mengun er orðin svo
útþynnt að hún er varla mælanleg
eða að minnsta kosti langt undir
þeim mörkum sem kröfuharðasti
markaður heims gerir. Hugmynda-
fræði fyrirtækisins um eldi í þremur
aðskildum fjörðum og hvíld á milli
kynslóða er til að undirbyggja þessa
stöðu.
Hið hreina umhverfi getur orðið
verðmætt, ef vel tekst til, og skapað
fyrirtækinu tekjur sem tryggja
rekstur til framtíðar.
Unnið er að því að fá vottun fyrir
afurðirnar sem lífrænt ræktaðar á
bandaríska markaðnum. Eigandi
Fjarðalax, North Landing, er stór
innflytjandi á ferskum laxi og laxa-
afurðum og gengur viðskiptahug-
myndin út á að selja afurðirnar frá
Íslandi í Whole Foods og fleiri keðj-
ur sem leggja áherslu á lífrænt
ræktaðar afurðir.
Jón Örn segir að reynslan sýni að
þessi markaður taki ekki sömu
sveiflum og Evrópumarkaður sem
nú er í niðursveiflu.
Laxinn hefur ekki enn fengið
vottun sem þessar keðjur viður-
kenna. Þær vilja láta gera mun
flóknari og umfangsmeiri rannsókn-
ir en aðrir kaupendur. Rannsókn-
irnar þarf að gera í Bandaríkjunum
og allt tekur þetta ferli langan tíma.
Jón Örn vekur athygli á því að
ýmsir fleiri möguleikar geti skapast
þegar „bananaskipin“ fari að sigla
hingað. Nefnir hann útflutning á
kalkþörungum í smásölupakkning-
um sem dæmi um þá og hugsanleg-
an útflutning á vatni.
Fiskeldi - Ný stóriðja á Vestfjörðum
Vestfirskur lax til kröfu-
hörðustu neytenda
Slátrun að komast í fullan gang hjá Fjarðalaxi á Vestfjörðum Hreint umhverfi forsenda uppbygg-
ingar Unnið að vottun afurðanna sem lífrænt ræktaðra Seldar í sérverslunum vestanhafs
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Það verður aldrei auka sporðakast
hjá laxinum,“ segir Jón Örn Páls-
son, svæðisstjóri Fjarðalax á Vest-
fjörðum. Slátrun er hafin í þessu
umfangsmikla verkefni sem sumir
nefna stóriðju suðurhluta Vest-
fjarða, og jafnframt unnið að því að
taka í notkun tækni og vinnubrögð
sem auka gæði afurðanna og
tryggja þeim aðgang að besta mark-
aði Bandaríkjanna.
Jón Örn segir að þegar lax og sil-
ungi er slátrað sjáist streitan á
sporðaköstum og látum. Við það
súrni vöðvinn fyrr og geymsluþolið
versni.
Í vetur slátrar Fjarðalax 600-800
tonnum upp úr sjókvíum sínum í
Tálknafirði. Fiskurinn fer allur
ferskur með flugi á Bandaríkja-
markað.
Renni ljúft í gegn
Fjarðalax er að taka í notkun sér-
staklega útbúinn bát til slátrunar.
Laxinn er hífður upp í ker með ís-
vatni, eins og hefðbundið er við laxa-
slátrun. Þaðan er honum dælt í sam-
byggðan rotara og blóðgunartæki.
Jón Örn segir að með því að ná fisk-
inum streitulaust í gegnum slátr-
unina megi auka geymslutíma af-
urðanna um fjórðung.
Báturinn siglir með fiskinn til
Patreksfjarðar þar sem Fjarðalax
hefur komið upp vinnslu- og pökk-
unarstöð. Þar eru níu starfsmenn
við slægingu, pökkun og kælingu í
frauðkassa og nota við það sjálf-
virka slægingarvél. Slægja á laxinn
samdægurs og segir Jón Örn stefnt
að því að hann verði kominn í kassa,
tilbúinn til útflutnings, 6-8 tímum
eftir slátrun.
Nú fara rúm 20 tonn af laxi á mið-
vikudögum og rúmlega 10 tonn á
laugardögum með flugi frá Kefla-
víkurflugvelli. Slátrun úr kvíunum í
Tálknafirði lýkur í vor en magnið
eykst næsta haust, þegar byrjað
verður að slátra laxi sem nú er í eldi
í sjókvíum í Arnarfirði. Síðan tekur
Patreksfjörður við. Seiðin koma úr
seiðaeldisstöð Ísþórs í Þorlákshöfn
sem Fjarðalax rekur. Laxinn vex vel
og meðalþyngdin úr Tálknafirði er
rúm fjögur kíló en margir vænir lax-
ar renna í gegnum vinnslustöðina,
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Mokað í gegn Leifar innyfla eru sogaðar innan úr löxunum þegar þeir koma úr slægingavélinni en annað þarf ekki
að gera. Laxinn er ísaður í kassa. Afköstin þurfa að vera mikil þegar þúsundum laxa er slátrað á degi hverjum.
Gæði Laxinn er fluttur út ferskur.
„Ég var kominn hingað og það var
besta ákvörðun sem ég hef tekið í
lífi mínu,“ segir Jón Örn Pálsson,
svæðisstjóri Fjarðalax á Vest-
fjörðum. Hann flutti vestur fyrir tíu
árum til að byggja upp laxeldisstöð
en aðstæður breyttust svo skjótt að
fáeinum vikum seinna stöðvaðist
verkefnið.
Jón Örn er sjávarútvegsfræð-
ingur með lífeðlisfræði sem sér-
grein frá Sjávarútvegsháskólanum í
Tromsö í Noregi. Hann hefur unnið við rannsóknir og
ráðgjöf í fiskeldi frá því hann kom heim, 1990, unnið
hjá ýmsum fyrirtækjum og stofnunum, meðal annars
Veiðimálastofnun, Hafrannsóknastofnuninni, Háskól-
anum á Akureyri og Fóðurverksmiðjunni Laxá.
Níels Ársælsson sem rak bleikjueldisstöð í Tálkna-
firði dró athygli Jóns Arnar að sunnanverðum Vest-
fjörðum þegar þeir unnu saman að fóðrunarrann-
sóknum.
Hann var síðan fenginn til að vinna skýrslu um
möguleika svæðisins í samvinnu við norskt fyrirtæki.
Vegna þess þurfti hann að skipuleggja öflun upplýs-
inga um umhverfisaðstæður. Verkefnið þróaðist og
svo fór að Jón var ráðinn til að byggja upp stóra lax-
eldisstöð og hann flutti til Tálknafjarðar með fjöl-
skyldu sinni. Sama haust féll markaðsverð á laxi og
lánveitendur stöðvuðu öll ný verkefni. Ekki urðu
áhrif hryðjuverkaárásanna á Bandaríkin 11. sept-
ember 2001 heldur til að hjálpa til.
En Jón Örn var kominn á staðinn með konu og
fjögur börn – og níu hesta og snéri sér að öðrum
verkefnum. Hann vann við atvinnuþróun, stjórnun
sjávarútvegsfyrirtækis og við þorskeldi.
Hann hélt áfram umhverfisrannsóknum og kort-
lagði möguleika svæðisins. Það var grundvöllur þess
að Fjarðalax ákvað að ráðast í sitt mikla verkefni.
Jónatan Þórðarson eldisstjóri og Höskuldur Stein-
arsson framkvæmdastjóri vildu að hann fylgdi verk-
efninu eftir.
Þá er að rökstyðja það hvers vegna flutningurinn
til Tálknafjarðar var besta ákvörðun lífs hans: „Hér
hef ég fengið krefjandi starf og get nýtt mér mennt-
un mína til fullnustu. Fjölskyldan er líka ánægð hér
og gott að vera með hesta. Mér hefur alltaf liðið vel í
fámenni, þar sem áreiti er minna en á stóru stöð-
unum. Þá skemmir ekki fyrir að hér býr duglegt og
heilsteypt fólk sem gott er að umgangast,“ segir Jón
Örn.
Besta ákvörðun sem ég hef tekið
Jón Örn
Pálsson
„Mér fannst það spennandi verk-
efni að koma vinnslunni á lagg-
irnar. Þetta er ólíkt fiskvinnslunni
og púsl að koma öllum búnaði
upp,“ segir Eiríkur Þórðarson,
vinnslustjóri hjá Fjarðalaxi.
Hann var verkstjóri hjá Odda hf.
og fór því úr nokkuð öruggu starfi
í fiskeldið sem reynslan hefur sýnt
að er meiri áhættugrein. „Ég hef
trú á þessu fyrirtæki. Þeir sem að
því standa hafa sýnt það með upp-
byggingu sinni að þeir eru í þessu
af alvöru. Hingað til hef ég ekki
farið illa út úr því að skipta um
vinnu,“ segir Eiríkur.
Þokkalega hefur gengið að
koma vinnslunni af stað og hún
eykst dag frá degi.
Nýtt fólk var ráðið til vinnsl-
unnar og kom fjöldi umsókna og
fyrirspurna. Eiríkur segir að reynt
hafi verið að
láta þá heima-
menn ganga
fyrir sem sýndu
mestan áhuga
en einnig hafi
verið ráðnir
nokkrir starfs-
menn að.
„Það þarf
ekki sérstaka
reynslu eða
þekkingu til að vinna þessi störf.
Gerðar eru sömu gæða- og um-
gengniskröfur og í fiskvinnslu en
þær geta allir lært,“ segir Eiríkur.
Hann segir að hlé verði á slátr-
uninni í sumar en Fjarðalax hafi
ráðið fólkið í fasta vinnu og verði
það því í afleysingum við eldið eða
í öðrum störfum, þegar ekki verð-
ur vinnsla.
Púsl að koma búnaði upp
VINNSLU- OG PÖKKUNARSTÖÐIN KOMIN Í GANG
Eiríkur Þórðarson
FJÖR OG MANNDÓMUR
eftir Vilhjálm Hjálmarsson á Brekku
holabok.is/holar@holabok.is
Meðal efnis:
Hrakningar í háfjallaskörðum
- sem ekki enduðu allir vel
og hlutskipti kvenna, þ. á m.
konu sem ekki mátti sín
mikils, en lifði langa ævi og
dó á tíræðisaldri - án þess að
hafa í eitt einasta skipti leitað
til læknis, utan augnlæknis
einu sinni. Þann æviþátt
hefðu allir gott af að lesa.