Morgunblaðið - 02.12.2011, Síða 16
Fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, nán-
ar tiltekið í undirkaflanum Lánafyrirgreiðslur til starfs-
manna Glitnis, að í ársskýrslu Glitnis árið 2007 sé ekki
getið um þær skuldbindingar sem félagið tókst á hendur
með ráðningarsamningi við Lárus Welding, alls 550
milljónir króna á þávirði eða tæplega 781 milljón króna
á núvirði. „Einungis [sé] getið þeirrar 300 milljóna
króna eingreiðslu sem Lárus fékk við undirritun ráðn-
ingarsamningsins“, alls 426 milljóna á núvirði.
Forstjóratíð Lárusar var ekki löng. Rannsóknarnefnd
Alþingis dregur síðasta árið í rekstri stóru bankanna
þriggja fyrir fall þeirra örlagahaustið 2008 saman svo:
„Þegar leið á veturinn 2007/2008 voru bankarnir orðnir mjög háðir eigin
hlutabréfaverði og stærstu skuldurum sínum. Í stað þess að halda í allt
laust fé sem til var lögðu bankarnir talsverða fjármuni í að lána fyrir eigin
hlutabréfum og styðja við helstu eigendur sína. Sérstaklega lánaði Kaup-
þing háar fjárhæðir til kaupa á eigin hlutabréfum. Í stað þess að leita í var
lögðu bankarnir allt undir.“
Ráðning kostaði hátt í 800 millj. að núvirði
Lárus Welding
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Þegar Lárus Welding varð forstjóri
Glitnis vorið 2007 fór af stað atburða-
rás þar sem nýir eigendur áttu eftir
að beina fjármunum bankans til
tengdra aðila. Fram að hruni bank-
ans haustið 2008 áttu þessi tengsl eft-
ir að koma fram í mörgum fjármála-
gerningum sem vafasamt er að hafi
þjónað hagsmunum hluthafa og ís-
lensks almennings, í ljósi mikilvægis
bankans fyrir þjóðina.
Á þennan veg má draga saman í
fáum orðum niðurstöðu rannsóknar-
nefndar Alþingis á áhrifum kross-
eignatengsla á rekstur Glitnis.
Þessi tengsl eru baksvið þeirra at-
riða sem sérstakur saksóknari hefur
gefið út að sé tilefni þess að þrír lykil-
menn í bankanum hafa verið úr-
skurðaðir í gæsluvarðhald. Er fjallað
um þá hægra megin á síðunni.
Tapið var hluti af „langhlaupi“
Fyrst ber að nefna viðskipti Glitnis
með hlutabréf sem bankinn gaf út
sjálfur. Jóhannes Baldursson, fv.
yfirmaður markaðssviðs hjá Glitni,
lýsti afstöðu bankans til þessara við-
skipta við skýrslutöku vegna gerðar
rannsóknarskýrslunnar. Komst
hann þá svo að orði: „Þegar rætt var
um það tap sem hlaust af viðskiptum
deildar eigin viðskipta Glitnis … með
hlutabréf í Glitni að bankastarfsemi
sú sem Glitnir stundaði væri „lang-
hlaup“.“ Með því hefði Jóhannes átt
við að hann „hefði verið tilbúinn til að
taka á sig tap í niðursveiflu í viðskipt-
um með eigin hlutabréf og þá á sama
hátt gróða í uppsveiflu“.
Taldi rannsóknarnefndin „yfir-
gnæfandi líkur“ á að viðskipti bank-
anna með eigin hlutabréf … hefðu
farið fram í þeim tilgangi að „gefa
misvísandi upplýsingar um eftir-
spurn eftir hlutabréfunum og hafa
þannig áhrif á verð þeirra“.
Sérstök kjör fyrir vildarvini
„Í mörgum tilvikum veittu bank-
arnir völdum viðskiptavinum lán á
hagstæðum kjörum og jafnvel án
trygginga til þess að liðka fyrir slík-
um sölum,“ segir í skýrslunni og er
m.a. rakið að FL Group hafi verið í
hópi útvalinna viðskiptavina.
„Rannsóknarnefndin telur … að
Baugur, FL Group og Fons hafi
fengið óeðlilega greiðan aðgang að
lánsfé hjá Glitni banka hf. að því er
virðist í krafti eignarhalds síns.“
Þá ber að nefna sölutryggingu
Glitnis á 15 milljarða verðbréfa-
útboði FL Group haustið 2007 sem
Sjóður 9, sjóður í eigu Glitnis, hafði
milligöngu um, en við hana eru gerð-
ar ýmsar athugasemdir í skýrslunni.
Bankinn tók áhættuna
Meðal atriða sem talin eru „sér-
staklega athyglisverð“ eru að hvikað
hafi verið frá almennri fjárfestingar-
stefnu Sjóðs 9 að fjárfesta einkum í
skammtímabréfum, keypt hafi verið
öll útgáfan og þar með verulega
dregið úr líkum á að raunhæft mark-
aðsverð myndaðist með bréfin um
leið og áhætta seljenda á eftirmark-
aði jókst.
Er í framhaldinu rifjað upp að þeg-
ar skuldabréfin í FL Group voru gef-
in út átti Glitnir banki 6,52% hlut í
FL/Stoðum og FL/Stoðir áttu
30,23% hlut í Glitni banka.
Baugsveldið kemur oft við sögu í
rannsóknarskýrslunni og er dæmi
tekið af því hvernig „sjóðir innan
Glitnis sjóða hafi átt viðskipti sín á
milli með óskráð og illseljanleg verð-
bréf“, þar með talið með „Baugsbréf“
við lok desembermánaðar 2007.
Svokallað „veikt eigið fé“ kemur
einnig við sögu en það er skilgreint
svo í skýrslunni að það samanstandi
„af lánum veittum með veðum í eigin
bréfum og framvirkum samningum í
eigin bréfum“. „Hlutfallið óx veru-
lega vorið 2008 þegar meðal annars
Rákungur fékk lán til kaupa á hluta-
bréfum í bankanum sem og félög í
eigu lykilstjórnenda Glitnis … Um
mitt ár 2008 nam veikt eigið fé rúm-
lega 20% af eiginfjárgrunni Glitnis
banka,“ segir í skýrslunni.
Tengslin urðu Glitni að falli
Áhættusækni stjórnenda Glitnis í þágu eigenda á kostnað hluthafa er baksvið gæsluvarðhalds á
hendur þremur lykilmönnum í bankanum Glitnir keypti m.a. illseljanleg Baugsbréf í árslok 2007
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Litið um öxl Óveðursský voru farin að myndast yfir höfuðstöðvum Glitnis löngu áður en bankinn féll.
Örþrifaráð
» Lárus Welding, fv. forstjóri
Glitnis, lýsti því við skýrslu-
tökur hjá rannsóknarnefndinni
að andrúmsloftið til innláns-
söfnunar hefði verið orðið
„mjög neikvætt“ árið 2008.
» Af því tilefni hefði bankinn
hleypt af stokkunum innláns-
reikningnum Save & Save í
Noregi og á Íslandi.
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 2011
Eins og rakið er hér til hliðar lýsti Jóhannes Baldursson,
fv. yfirmaður markaðssviðs Glitnis, fjárfestingum í
hlutabréfum í Glitni sem langhlaupi, þar sem bankinn
skiptist á um að taka á sig tap og hafa hag af viðskiptum.
Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar er rakið hvernig
bankinn tók á sig áhættuna þegar viðskipti með bréf til
tengdra félaga voru annars vegar. Er þar meðal annars
fjallað um lánveitingar Glitnis til Stíms ehf. til kaupa á
4,1% hlut í FL Group og 4,3% hlut í Glitni í nóvember
2007. Við lánveitinguna hafi Glitnir tekið að veði hluta-
bréfin í FL Group sem bankinn lánaði fyrir. Öðru máli
hafi gegnt með lánið vegna kaupa FL Group á bréfum í
bankanum. Þar hafi Glitnir ekki tekið beint veð í sjálfum sér og segja
skýrsluhöfundar að Glitnir hefði ekki getað innleyst til sín eða selt þau bréf
ef gera þyrfti veðköll. Fór svo að 13. nóvember 2007 keypti Stím ehf. hluti í
Glitni fyrir 16,4 milljarða eða fyrir á þriðja tug milljarða króna á núvirði.
Hlutur Stíms í FL Group lækkaði niður í 2,8% m.a. vegna hlutafjárútboðs
í FL Group í desember 2007. Stofnuð voru fjögur dótturfélög og tóku þau
við skuldbindingum Stíms í svokallaðri Stímsfléttu.
Tóku ekki veð fyrir lánunum
Jóhannes
Baldursson
Þriðji og síðasti lykilstarfsmaðurinn sem Héraðsdómur
samþykkti gæsluvarðhaldskröfu yfir í fyrradag er Ingi
Rafnar Júlíusson, fyrrverandi verðbréfamiðlari hjá
Glitni. Líkt og í tilvikum Lárusar og Jóhannesar hefur
Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, ekki greint
ítarlega frá tilefnum rannsóknarinnar.
Hins vegar víkur sérstakur saksóknari að viðskiptum
Glitnis með bréf í tengdum félögum. Fjallað er um þau
viðskipti í skýrslu rannsóknarnefndarinnar og hvernig
stór hluti stærstu skuldara peningamarkaðssjóðsins
Sjóðs 9 hafi jafnframt verið „tengdur Glitni banka, móð-
urfélagi Glitnis sjóða, gegnum eignatengsl og/eða stór-
ar áhættuskuldbindingar“. „Þegar heildarverðbréfaeign Sjóðs 9 í Glitni
banka og félögum tengdum honum er skoðuð nánar kemur í ljós að sláandi
hátt hlutfall eigna sjóðsins var bundið þessum félögum.“
Segir síðan að í september 2008 hafi sjóðurinn fjárfest í bréfum Baugs,
hvers eigendur voru nátengdir Glitni í forstjóratíð Lárusar, „þrátt fyrir að
félagið [þ.e. Baugur] hefði skömmu áður ekki getað staðið í skilum með
skuldbindingar sínar við sjóðinn“. Fjárfesting sjóðsins hafi aukist úr 11,5
milljörðum króna í 12,5 milljarða króna milli mánaða í ágúst og september
vikurnar áður en bankakerfið hrundi.
Juku eign í Baugsbréfum rétt fyrir hrun
Ingi Rafnar
Júlíusson
www.ils.is | Sími: 569 6900 | Grænt númer: 800 6969 | Borgartúni 21, 105 Reykjavík
Kynntu þér lán og aðra
þjónustu Íbúðalánasjóðs
• Lán til íbúðarkaupa
• Lán til endurbóta og viðbygginga
• Aukalán vegna sérþarfa (skert starfsorka)
• Ráðgjöf og úrræði í greiðsluvanda