Morgunblaðið - 02.12.2011, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 2011
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Búist er við því að kjörstjórn í
Egyptalandi kynni í dag niðurstöðu
fyrstu umferðar þingkosninganna á
mánudag og þriðjudag en talið er að
flokkar íslamista hafi fengið mikið
fylgi, jafnvel um 40%, að sögn BBC.
Kosið var í um 30% kjördæma í þess-
ari umferð, síðasta umferðin er ekki
fyrr en í janúar.
Öflugustu samtök íslamista,
Bræðralag múslíma, hafa þegar lýst
yfir sigri án þess að gefa upp tölur en
flokkur á vegum þeirra nefndist
Frelsis- og réttlætisflokkurinn, FJP.
Samtökunum var bannað að bjóða
fram í tíð Hosnis Mubaraks forseta
sem nú er í fangelsi.
Öðrum og mun róttlækari íslam-
istaflokki, salafistaflokknum al-Nur,
var einnig spáð miklu fylgi og þótti
ljóst að íslamistaflokkar fengju sam-
an meirihluta þingsætanna.
Kosningarnar munu hafa farið
þokkalega fram en til átaka kom þó á
Tahrir-torgi í Kaíró á þriðjudag þeg-
ar bráðabirgðastjórn hershöfðingja
var mótmælt. Þrátt fyrir mikla
óánægju margra lýðræðissinna með
kosningareglur var kjörsókn mikil,
um 70%, í þeim níu héruðum þar sem
kosið var. Þess ber samt að geta að
borga þurfti sekt, 500 egypsk pund
eða nær 10 þúsund krónur, fyrir að
mæta ekki á kjörstað.
Íslamistar með mikið
fylgi í fyrstu umferð
Kjörsókn í Egyptalandi talin hafa verið um 70%
Flókið kerfi
» Kosningakerfið er afar flók-
ið. Markmiðið gæti verið að
reyna þannig að tryggja sósíal-
istaflokki Mubaraks stuðning.
» Tveimur þriðju þingsætanna
498 er úthlutað til flokkslista,
hinum til einstaklinga.
Filippseyingurinn Noli LLavan reisir eins konar jólatré úr keðjusögum við
aðalgötuna í borginni Puerto Princesa á Palawan-eyju, vestan við höf-
uðborgina Manila, í gær. Sagirnar voru notaðar við ólöglegt skógarhögg
áður en lögreglan lagði hald á þær. Stjórnvöld á Palawan standa nú fyrir
herferð gegn ólöglegu skógarhöggi og námugreftri sem ógna lífríkinu á
eyjunni en þar er eitt af síðustu regnskógasvæðum Filippseyja.
Mótmæli gegn ólöglegu skógarhöggi á Filippseyjum
Reuters
Jólatré úr keðjusögum
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
„Bandaríkin eru reiðubúin að feta
braut umbótanna með ykkur ef þið
haldið áfram í rétta átt,“ sagði
Hillary Clinton, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, eftir fund með Thein
Sein, forseta Búrma, í gær. Enn
væri mikið verk óunnið en ef fram-
hald yrði á umbótum sem núverandi
ríkisstjórn hefur staðið fyrir kæmi
til greina að skiptast á ný á sendi-
herrum.
Bandarískur utanríkisráðherra
hefur ekki heimsótt landið síðan
1955. Clinton sagði að ráðamenn í
Búrma hefðu heitið sér því að rjúfa
„ólögmæt tengsl“ við Norður-Kóreu
sem talið er að hafi selt einræð-
isstjórninni vopn. Síðustu áratugina
hafa Bandaríkin beitt Búrma við-
skiptabanni vegna mannréttinda-
brota herforingjaklíkunnar.
Ráðamenn Búrma vilja rjúfa
einangrun sína og Bandaríkjamenn
vilja nota tækifærið til að draga úr
tengslum Búrma við Kína sem hefur
síðustu árin átt mikil viðskipti við
landið. Vilja Kínverjar m.a. koma
sér upp aðstöðu til að nýta hafnir á
langri strandlengjunni, einnig vill
Kína kaupa olíu og gas sem finnst á
hafsbotni við Búrma. Viðskiptabann
vestrænna ríkja hefur útilokað þau
frá slíkum viðskiptum.
Flutti Suu Kyi kveðju Obama
Clinton hitti í gær leiðtoga
stjórnarandstæðinga, friðarverð-
launahafann Aung San Suu Kyi, og
snæddu þær saman miðdegisverð
áður en formlegur fundur þeirra
hófst. Færði Clinton henni bréf frá
Barack Obama Bandaríkjaforseta.
„Við stöndum með þér núna og mun-
um alltaf gera það,“ sagði í bréfinu
og sagðist Obama lengi hafa dáðst
að hugrekkinu sem Suu Kyi hefði
sýnt í baráttunni fyrir lýðræði og
mannréttindum. Flokkur Suu Kyi,
Þjóðarbandalagið um lýðræði, NLD,
hefur skráð sig til þátttöku í næstu
kosningum og er búist við að hún
verði meðal frambjóðenda.
Boðar aukna þíðu í sam-
skiptum við Búrma
Söguleg heimsókn
Clinton markar
þáttaskil í samskipt-
um ríkjanna
Reuters
Umskipti Clinton heilsar þingmönn-
um í nýjum höfuðstað, Nay Pyi Taw.
Tilslökun og lýðræði
» Herforingjastjórnin hefur
oft gerst sek um gróf mann-
réttindabrot og hún hunsaði
úrslit í þingkosningum fyrir
rúmum tveim áratugum. Flokk-
ur Suu Kyi hlaut þá yfirgnæf-
andi meirihluta.
» Á síðustu árum og miss-
erum hefur hins vegar orðið
stefnubreyting.
» Suu Kyi og um 200 póli-
tískum föngum hefur verið
sleppt úr haldi. Boðað hefur
verið til frjálsra þingkosninga
og ritskoðun verið að mestu
afnumin.
Kínverjar og Indverjar taka að jafnaði nýtt kolaorkuver í
notkun í hverri viku en þótt þau mengi mikið draga þau
einnig úr hlýnun jarðar, að sögn Helge Drange, prófess-
ors við háskólann í Bergen. Ástæðan er áhrifin sem agnir
úr kolareyknum hafa á loftið, þær endurvarpa sólar-
geislum.
„Þegar allt er gert upp er alls ekki víst að jarðgas úr
norska landgrunninu, án nokkurra agna, sé mikið betra en
kol þótt koldíoxíðmagnið í gasinu sé minna,“ segir
Drange. Rannsóknarmódel hans er eitt af alls 30 sem not-
uð eru við gerð næstu skýrslu loftslagsnefndar Samein-
uðu þjóðanna er kemur út 2013-2014. kjon@mbl.is
Kolaorkuver Asíurisa menga
en kæla líka andrúmsloftið
Útlægir Íranar efndu í gær til mótmælastöðu við að-
alstöðvar valdamestu stofnunar Evrópusambandsins,
ráðherraráðsins í Brussel. ESB var hvatt til að for-
dæma stjórnvöld í Írak sem hyggjast fyrir árslok reka
úr landi um 3.400 Írana sem hafa árum saman hafst við
í flóttamannabúðunum Ashraf. Fólkið segir að sín bíði
dauðadómur í Íran fyrir landráð verði það sent þangað.
Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna hafa krafist þess að fá
að ræða við fólkið til að kanna hverjir hafi rétt á land-
vist en ráðamenn í Bagdad hafna því.
Útlægir Íranar verði ekki sendir til heimalandsins frá Írak
Reuters
Segja flóttamenn verða tekna af lífi
SÖGUR LIFNA VIÐ
Sigurður dýralæknir
holabok.is/holar@holabok.is
Hér er meðal annars sagt frá
mönnum og málleysingjum,
skrýtnum og skemmtilegum
karakterum, kyndugum körlum og
kerlingum, bændum og búaliði,
prestum og kvenleysingjum og
kvennamönnum. Einnig af reimleik-
um á Rauðalæk, ófúnu líki í kirkju-
garðinum á Keldum, íhaldskoppin-
um og úthrópuðum rottuskítssala.
Útgáfuhátíð vegna bókarinnar
verður í Eymundsson á
Skólavörðustíg í dag kl. 17.