Morgunblaðið - 02.12.2011, Qupperneq 21
21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 2011
Ónógur snjór Starfsmenn skíðasvæðanna í Bláfjöllum unnu við að setja upp lyftu í Suðurgili í
gær. Reynt verður að hafa eina lyftu opna í dag fyrir skíðaæfingar barna en líklega skýrist í
dag hvort hægt verður að opna fleiri lyftur um helgina. Enn vantar snjó efst í brekkurnar.
Árni Sæberg
Aldrei hef ég séð forsætisráð-
herra lands vors jafn miskunn-
arlausan gagnvart einum af sínum
þjónum í ráðherrastóli. Ég finn til
með Jóni Bjarnasyni, sjávar-
útvegs- og landbúnaðarráðherra,
hvernig með hann er farið sem
ráðherra og manneskju af flokki
sínum og formanni Vinstri
grænna, Steingrími J Sigfússyni.
Jóhanna Sigurðardóttir man
tímana tvenna í pólitík og sjálf
gekk hún úr ríkisstjórn af því að
skoðanir hennar til félagshyggj-
unnar voru ekki falar. Það er jafnan verkefni
forsætisráðherra að miðla málum, leysa úr
ágreiningi í ráðherraliði sínu og segja ekkert
misjafnt um einstaka ráðherra opinberlega.
Forsætisráðherra getur jafnframt losað sig við
ráðherra og beðist lausnar fyrir þá. Það gerir
hann, hún orðalaust fyrir og eftir aftöku.
Davíð þerraði þín tár
Í fornum deilum Jóhönnu félagsmálaráð-
herra og Jóns Baldvins Hannibalssonar 1991 til
1994 átti Jóhanna aðeins einn vin í ríkisstjórn-
inni sem var forsætisráðherrann Davíð Oddsson
sem þerraði tár hennar og leysti úr ágreiningi
flokkssystkinanna. Við sem sátum á Þingvelli á
afmælishátíð lýðveldisins 1994 minnumst enn
fyrirboðans um að Jóhanna hyrfi úr ríkisstjórn-
inni. Þá flugu tíu hvítir svanir yfir þingstaðinn
og komu að vörmu spori níu til baka en ráðherr-
arnir voru þá tíu talsins. Þá spáði sá glöggi mað-
ur Ólafur Þ. Þórðarson því að Jóhanna gengi út
strax að hátíð lokinni sem varð niðurstaðan.
Jón Bjarnason hefur skrifað undir eiðstafinn
að fylgja sannfæringu sinni, eitt mál var honum
og flokki hans heilagt baráttumál í síðustu kosn-
ingum að berjast gegn aðild að ESB og að ekki
yrði sótt um aðild að Evrópusambandinu. Hann
lét Samfylkinguna fleka sig eins og hreyfingin
Vinstri grænir að umsókn væri eitt og þjóðin
myndi sjá samninginn í lok ferilsins. Nú stendur
blessaður Jón frammi fyrir því að þetta allt eru
aðlögunarviðræður. Ísland er í aðlögun og fær-
ist smátt og smátt inn í ESB og ESB sparar
hvorki fé né fyrirhöfn að innbyrða landið og
miðin.
Allt minnir þetta á annan Hóla-Jón
Eitt ráðuneyti af tíu neitar þessari aðlögun,
hin öll eru meðvirk og lúta valdinu. Allt stjórn-
arráðið er setið af herskáum vinnumönnum
flokkanna að vinna að aðlögun nema þessi eini
Jón sem fylgir sannfæringu sinni og síns flokks.
Nú skal Jón gjalda fyrir pólitíska sannfæringu
sína með aftöku sem ráðherra að
Bessastöðum einhvern næstu
daga. Þetta minnir á annan Hóla-
Jón Arason sem galt skoðana
sinna sem píslarvottur einn haust-
dag í Skálholti og dó fyrir kóngs-
ins mekt. Ég verð að segja fyrir
mig að pólitísk sannfæring er heil-
agt mál, hún á ekki að vera föl fyr-
ir völd eða gull.
Man ég enn sem ungur þing-
maður og sessunautur Jóhönnu
Sigurðardóttur á Alþingi hversu
oft hún ræddi um heiðurinn og
sannfæringuna við mig þá, enda
kölluð heilög Jóhanna. Ég sem Íslendingur og
andstæðingur ESB-aðildar, ekki andstæðingur
Evrópusambandsins, skil vel að Jón Bjarnason
starfandi í þeim flokki sem aldrei ætlaði í þessa
vegferð fylgi sannfæringu sinni og standi gegn
aðlöguninni, hann er meiri maður fyrir. Hins
vegar undrast ég að formaður hans láti formann
Samfylkingarinnar og forsætisráðherra sví-
virða og niðurlægja einn af sínum ráðherrum
eins og nú blasir við í fjölmiðlum.
ESB er orsök reiðinnar og aftökunnar
Steingrímur, mundu það að rót þín er sú
sama og okkar sem unnum frelsi og sjálfs-
ákvörðunarrétti landsins. Landbúnaði, fiski-
miðum og auðlindum Íslands. Berðu hönd fyrir
höfuð Jóns Bjarnasonar, það er skylda þín og
hugsjóna þinna og flokks þíns. Ögmundur Jón-
asson, ber er hver að baki nema sér bróður eigi,
vona að þið Jón fylgist að í brennunni, það gerðu
þeir Skarphéðinn og Kári forðum. Samfylkingin
er þér reið vegna Grímsstaðamálsins og stað-
festu þinnar þar. Nú er Jón barinn og bann-
færður í svita þess máls. Þess vegna ekki síst
hriktir í vængjunum á milli vinstri og grænna.
Nú gera heiðarlegir flokksmenn kröfu um að
hreyfingin stígi í báða fætur og standi upp, lífs-
skoðunum sínum til varnar. Samfylkingin álítur
Jón þröskuld í götu sinni og hann eyðileggi vin-
skapinn við Stefán Fúla, stækkunarstjóra ESB,
og verði ríkisstjórninni til vandræða í Brussel.
Eftir Guðna Ágústsson
» Samfylkingin álítur Jón
þröskuld í götu sinni og
hann eyðileggi vinskapinn við
Stefán Fúla, stækkunarstjóra
ESB, og verði ríkisstjórninni
til vandræða í Brussel.
Guðni
Ágústsson
Höfundur er fyrrv. alþm. og ráðherra.
Hart er hjarta þitt,
Jóhanna mín
Vegna tíðra skrifa í
Morgunblaðið um
Grímsstaðamálið vil ég
koma eftirfarandi
sjónarmiðum mínum á
framfæri:
Deilan um sölu
Grímsstaða á Fjöllum
snýst ekki um fjár-
muni, líf eða dauða
ferðaþjónustu á Ís-
landi, alþjóðahyggju,
frelsi til fjárfestinga,
þjóðerni auðugs fjárfestis né sam-
skipti tveggja vinaþjóða. Málið
snýst fyrst og fremst um þjóð-
areign á landi sem var eitt helsta
baráttumál Alþýðuflokksins forðum
daga undir forystu Braga heitins
Sigurjónssonar alþingismanns og er
þá væntanlega baráttumál arftaka
Alþýðuflokksins, Samfylking-
arinnar.
Rökin að baki kröfunni um eign
þjóðarinnar á landi sínu, voru ein-
faldlega þau, að landið væri dýr-
mætasta auðlind Íslendinga. Það
væri mikilvægasta verkefni hverrar
kynslóðar, að vernda og rækta
landið og skila því óskertu til kom-
andi kynslóða, helst betur ræktuðu
og í betra ástandi til að taka við af-
komendum; nýjum kynslóðum.
Íslendingar háðu langa og harða
baráttu fyrir frelsi sínu og fullveldi.
Hluti af þeirri baráttu
var krafan um afdrátt-
arlausan rétt til nýt-
ingar auðlinda á landi
og í sjó. Í þeim efnum
má minna á baráttuna
fyrir fiskveiðilögsög-
unni. Vart hvarflar að
nokkrum manni að
selja útlendingum 300
ferkílómetra af fiski-
miðunum.
Við berum öll
ábyrgð á landinu sem
hefur fóstrað okkur
um aldir. Ég tel að við
höfum enga heimild til að selja
stóra hluta af þessu landi til er-
lendra manna. Með því erum við að
rýra rétt afkomenda okkar til nýt-
ingar landsins og auðæfa þess.
Þrátt fyrir einkaeignarrétt á landi
má líta svo á að við öll höfum fengið
þetta land að láni með tilteknum
skilyrðum um meðferð þess og nýt-
ingu. Ágreiningurinn um þennan
málaflokk er fremur tilfinningalegs
og siðferðilegs eðlis, þótt hann
byggist einnig á lagalegum rökum.
Ég hef verið félagi í Samfylking-
unni m.a. vegna stefnu flokksins,
sem margoft hefur verið ítrekuð,
um þjóðareign á auðlindum til lands
og sjávar. Ég hef ávallt litið svo á
að ekki þyrfti að taka fram að þjóð-
in ætti landið sem hún býr í. Það
væri stærsta og mesta eignin. Ef
forystumenn flokksins telja það
gott og gilt að útlendingar eignist
stóra hluta af landinu okkar þá tel
ég þá ganga á svig við stefnumótun
æðstu stofnunar flokksins sem er
landsfundur hans. Þeir lesa þá
ályktanir og yfirlýsingar hans með
öðrum gleraugum en ég.
Það er algjör nauðsyn að sett
verði skýr lög um heimildir útlend-
inga til að eignast íslenskt land. Það
er mikill misskilningur að halda því
fram að alþjóðlegir samningar færi
útlendingum opnar heimildir til
landakaupa á Íslandi. Þjóðir innan
EES hafa sett afgerandi lög um
þennan málaflokk og þar með tak-
markað þennan rétt verulega. Hið
sama geta Íslendingar gert og
verða að gera. Margar þjóðir, t.d.
Danir, Pólverjar og Ungverjar,
harma nú mjög hvernig útlendingar
hafa náð yfirráðum yfir stórum
landsvæðum innan þeirra landa-
mæra og nýtt þau til lítils gagns
fyrir heimamenn.
Grímsstaðamálið mun engin áhrif
hafa á samskipti Íslands og Kína.
Báðum þjóðum eru góð og vin-
samleg samskipti mikilvæg. Sagt er
að Kínverjar hugsi í öldum en ekki
árum, þegar þeir móta framtíð-
arstefnu þjóðar sinnar. Kína er nú
efnahagslegt stórveldi sem hefur
byggt á gríðarlegri framleiðniaukn-
ingu ár eftir ár. Þessi mikli árangur
hefur að stórum hluta byggst á út-
flutningi til Evrópu og Bandaríkj-
anna, en þangað fara um 38% af öll-
um framleiðsluvörum Kína. En nú
hefur ský dregið fyrir sólu. Efna-
hagskreppa í helstu viðskiptalönd-
unum hefur dregið úr eftirspurn
eftir kínverskum vörum og sam-
dráttur orðið í útflutningi til þess-
ara landa. Þá er fasteignabólan í
Kína sprungin og Kínverjar hafa
áhyggjur af vaxandi verðbólgu.
Kínverjar eru nauðbeygðir til að
auka matvælaframleiðslu sína og í
þeim tilgangi hafa þeir keypt upp
ræktarlönd víða um heim. Þá hefur
alvarlegur drykkjavatnsskortur
gert vart við sig og ekki fráleitt að
Íslendingar gætu selt þeim mikið
magn af þessum lífsnauðsynlega
vökva. Þá hafa Kínverjar umtals-
verðan áhuga á því að spara flutn-
ingskostnað með hugsanlegri opnun
norðurleiðarinnar svokölluðu. Óvíða
væri þeim hagkvæmara að hafa um-
skipunarhöfn en á norðaustur hluta
Íslands.
Af þessum og fleiri ástæðum hafa
kínversk stjórnvöld lítinn áhuga á
því að slíta eða draga úr sam-
skiptum við Íslendinga. Gríms-
staðamálið getur ekki verið stórmál
í augum kínverskra stjórnvalda
enda er saga Kína vörðuð frásögn-
um af baráttu þeirra gegn erlendri
íhlutun og tilraunum til landvinn-
inga. Við Íslendingar eigum hins
vegar að rækta samband okkar við
Kína eins og okkur er framast unnt.
Í tengslum við Grímsstaðamálið
er rétt að vekja athygli á þeirri
staðreynd að íslenskir auðmenn
keyptu marga tugi jarða hér á landi
þegar allir vasar þeirra voru
smekkfullir af peningum. Einkum
voru þetta jarðir með verulegum
vatnsréttindum og jarðir heppilegar
til hrossaræktar. Vafalaust hafa
einhverjar þessara jarða komist í
eigu banka við gjaldþrot og fjár-
hagsvanda eigendanna. Um leið
kunna þær að vera komnar í eigu
núverandi erlendra eigenda tveggja
íslensku bankanna, þar á meðal
áhættufjárfesta, sem gera grimmi-
legar kröfur til arðsemi og þá vænt-
anlega sölu á þessum jörðum.
Að lokum þetta. Hafi það verið
einlægur ásetningur hins auðuga,
kínverska ljóðskálds að reisa fimm
stjörnu hótel og gera golfvöll á
harðbýlisjörð á Íslandi hefðu vinir
hans og velunnarar getað bent hon-
um á að honum hefðu nægt u.þ.b. 3
ferkílómetrar eða leiga lands til að
fullnægja yfirlýstum vilja um að
gera vel við íslenska þjóð.
Eftir Árna
Gunnarsson » Vart hvarflar það að
nokkrum manni að
selja útlendingum 300
ferkílómetra af fiskimið-
unum.
Árni
Gunnarsson
Höfundur er fyrrverandi
alþingismaður.
Grímsstaðamálið og samskiptin við Kína