Morgunblaðið - 02.12.2011, Síða 23

Morgunblaðið - 02.12.2011, Síða 23
UMRÆÐAN 23Bréf til blaðsins MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 2011 Þjóðhátíðardaginn 17. júní, lýðveldisdag, í sumar var blíðskap- arveður á Þingvöllum og létti það enn frekar en ella lund lýðveld- isbarna sem þangað dreif að í fylgd ætt- menna. Björt sólin lýsti upp hinn sögufræga stað í heiðríkjunni, hraun og gjár, gjótur og gróður. Með skömmum fyrirvara höfðu nokkur hundruð manns brugð- ist skjótt við og skundað á Þingvöll til að minnast helgrar stundar í sögu þjóðarinnar, stundar sem fólkið sjálft hafði tekið þátt í með sínum hætti á æskuárum. Gegnum blámóðu langrar ævi glitti í minningu um sérstæðan dag sem lýðveldisbörn vita nú betur en þá að var einn merkasti dagur í sögu þjóðarinnar. Víð vorum á Þingvöllum 17. júní 1944, flest í fylgd foreldra okkar, þeg- ar íslenska þjóðin varð á ný frjáls og fullvalda. Í linnulausri rigningunni þennan dag lýsti forseti Alþingis, Gísli Sveinsson, yfir sjálfstæði Íslands. Lýðveldisbörn köllum við okkur. Í Al- mannagjá í sumar var því fagnað með lófaklappi er undirritaður bar sam- komunni kveðju frú Vigdísar Finn- bogadóttur, lýðveldisbarni, sem þá var stödd í Kaupmannahöfn til að taka þátt í hátíð í tilefni af tveggja alda af- mæli Jóns Sigurðssonar. Þess má líka geta að meðal hinna mörgu, glöðu lýð- veldisbarna var fyrrverandi forseti Al- þingis, Halldór Blöndal. Góður rómur var gerður að sam- fundinum á Þingvöllum í sumar, nokk- urra stunda hátíð í Almannagjá, skipu- lögð og framkvæmd í góðri samvinnu við þjóðgarðsvörð og ýmsa hópa manna sem skemmtu með söng, lúðra- þyt eða glímu. Athöfninni var lýst í fjölmiðlum um kvöldið og daginn eftir. Strax var tekið undir þá hugmynd að leikurinn yrði endurtekinn, árlega eða á nokkurra ára fresti. En það verður ekki látið þar við sitja. Und- irritaður stakk upp á að ráðist yrði í að safna minningum lýðveld- isbarnanna frá 17. júní 1944. Með þessu grein- arkorni er látið til skar- ar skríða og lýðveld- isbörn hvött til að senda undirrituðum (thor.jak- obsson@gmail.com) stuttan pistil um minn- ingu sína frá þessum degi. Þetta yrði lítil minning barns, unglings, ungmennis um þátttöku í þessum stóra degi í sögu þjóðarinnar, sem gagn og gaman verður fyrir síðari kynslóðir að eiga. Safnið verður varð- veitt í aðgengilegu, opinberu skjala- safni. Stefnt yrði að því að gefa safnið, allt eða að hluta, út í bók. Einnig er stefnt að því að gera sjónvarpsþátt með viðtölum við nokkur lýðveld- isbörn fáist fjárstyrkur til þess. Greint verður frá þessu tvennu þegar á líður. Nú eru lýðveldisbörn eðlilega kom- in til ára sinna þar eð rúm 67 ár eru liðin frá stofnun lýðveldisins. Margir munu þurfa hjálp við að ganga frá endurminningu sinni og senda mér pistilinn á fyrrnefnt netfang. Ég bið fólk að leita til skyldmennis eða vinar ef þörf krefur. Þannig hjálpumst við að. Pistillinn haldist stuttur, ein, tvær eða þrjá A4-síður, og sendist mér sem „Word-skjal“ í viðhengi. Ég hlakka til að fá sendingu frá ykkur, lýðveld- issystkin. Látið þessi boð berast. Skilaboð til lýðveldis- barna – þeirra sem voru á Þingvöllum 17. júní 1944 Eftir Þór Jakobsson » „Lýðveldisbörn“, þau sem voru við stofnun lýðveldisins á Þingvöll- um 17. júní 1944, eru hvött til að lýsa því sem þau muna frá hinum sögulega degi. Þór Jakobsson Höfundur er veðurfræðingur og lýðveldisbarn. Við megum ekki stoppa allar framkvæmdir í ferðamálum með þrasi. Þegar bankarnir hrundu hér á landi fyrir um þremur árum bjargaði okkur meira en annað að krónan lækkaði í gengi. Gerði ódýrt að ferðast hingað sem fjölg- aði ferðamönnum og þeim hefur fjölgað síðan. Voru meira en 100.000 í síðasta ágúst. Ekkert gat stoppað fleiri og fleiri ferðamenn. Svo var Ísland auglýst ókeypis með bankahruni og eldgosum. Þarna gátu stjórnmálamenn engu stjórnað og eyði- lagt. Ekki gátu þeir rifist þarna. Þetta gekk af sjálfu sér. Krón- an var áfram ódýr fyrir ferða- menn og þeim hefur fjölgað og fjölgað þrátt fyr- ir þörf stjórn- málamanna til að gera sig merkilega og rífast út af því. Setja fótinn fyrir Kínverja og Grímsstaði. Hættum að rífast og menn hætti að gera sig merkilega, þó að það tefji og stoppi í bili allt. Grímsstaðir þurfa að komast í gang sem fyrst með sölu eða leigu, skiptir ekki öllu máli. Fyrst er að byrja. Velkomnir Kínverjar á Gríms- staði hvernig sem það verður gert, leiga eða kaup. Kínverjar fjár- magni kaupin og lánin. Þarf nýja ríkisstjórn? PS. Huang Nubo er farinn er hefur endurnýjað águga sinn. LÚÐVÍK GIZURARSON hæstaréttarlögmaður. Íslendingur kaupi Grímsstaði og leigi Kínverjum til ferðamennsku Frá Lúðvík Gizurarsyni Lúðvík Gizurarson Við sem studdum Hönnu Birnu í formannskjörinu um daginn, þurfum tæpast að láta hendur falla í skaut vegna úrslitanna, enda búið að kalla til sjálft almættið og innst inni finnst mér allt hafa farið á besta veg. Ný alda kjarkmikillar, bjartsýnnar byrjunar tók að rísa með glæsilegum sigri Bjarna Benediktssonar. Upphaf á nýjum kafla Ís- landssögunnar sem vonandi lýkur með því að orðskrípi eins og „gjafakvóti“ að ekki sé minnst á „sægreifa“ þurrkist burt úr minnum manna. Skríplar, eða öðru nafni smámenni, kusu að refsa sér- staklega Geir H. Haarde, sendiboða napurs sannleika, og urpu með því eigin grafir, hverra börmum þau nú brölta um á. Alvarlega held ég að um þeirra mál öll verði fjallað í framtíðinni, þegar áframhaldandi störf Lands- dóms ber óhjákvæmilega á góma, fyrst „draugurinn“ var á annað borð vakinn upp. Ugglaust verður umburð- arlyndið viðhaft þá, eins og nú – annað hvort væri hjá kristinni þjóðinni, þrátt fyrir allt, langkvalinni af lélegum stjórnendum (einkum milli- stjórnendum) en þó undir verndarvæng Bandaríkja- manna – afkomendur inn- flytjenda frá Evrópu og raunar öllum heimshornum, rétt eins og tíðkast í „nýja heiminum“. En þetta veit Bjarni Bene- diktsson auðvitað allt saman og þess vegna er manni létt við að vita að framtíð- arleiðtogi Sjálfstæðisflokks- ins, stærsta og mikilvægasta stjórnmálaflokksins, er í raun og sann góðmenni – „dreng- ur góður“, líkt og hann ber einfaldlega með sér. Upp- skrift að gæfu Íslands. PÁLL PÁLMAR DANÍELSSON, leigubílstjóri. Nær fer að bregða til bjargráða Frá Páli Pálmari Daníels- syni Ég vil byrja á því að þakka Ögmundi Jónassyni innan- ríkisráðherra fyrir staðfestu hans varðandi synjun hans á sölu jarðarinnar Grímsstaða á Fjöllum. Ef af sölunni hefði orðið hefði það skapað stórkostlegan framtíð- arvanda. Kínverjar hefðu næst boðið svo sem 500 millj- arða í Langanesið og umhverfi. Erfitt hefði verið að neita vegna þess að fordæmið var fengið og upphæðin rífleg. Annars hefði ekki staðið á Kínverjum að bjóða hærra, ef það hefði borið á milli. Þegar Kínverjarnir fengu neitun um kaupin á Gríms- stöðum mátti vel skilja á viðbrögðunum hjá þeim hvert markmið þeirra er. Víða um lönd hafa þeir keypt sig inn, fyrir ríflegar fjárhæðir, lofað innfæddum vinnu, sem þeir gleyma svo við fyrsta tækifæri. Þetta er þeirra aðferð til þess að víkka út áhrifasvæði sín. Þetta er frekjustóð, með mikið veldi á bak við sig. Einnig ná þeir að flytja út sitt fólk með þessu móti, sem þeir þurfa svo sannarlega á að halda. Markmiðið er að fækka um 300 milljónir, koma fólksfjöldanum niður í milljarð. Ég er hissa á afstöðu ýmissa, þó ekki Samfylkingarinnar, hvað þetta mál varðar, hún hangir eins og sauðkindur við heiðagirðingar, heldur oftast að hinum megin sé betra og fáist fyrir minna. Ef byrjað væri á að selja þótt ekki væri nema smáskiki gæti boltinn farið að rúlla. Það er ekki lengi verið að selja lítið áhugavert land, ef heimskan og græðgin ráða. Hvað um framtíðina? GESTUR GUÐMUNDSSON, Blönduósi. Staðfesta Ögmundar Frá Gesti Guðmundssyni Butler á Suðurnesjum Garðar Garðarsson og Svala Páls- dóttir skoruðu mest sl. miðvikudag eða 51 punkt og tóku þar með foryst- una í fjögurra kvölda Butler tví- menningi en einni umferð er ólokið. Bræðurnir Krístján og Ólafur Karv- el Pálssynir voru með 34 í plús og Jó- hannes Sigurðsson og Pétur Júl- íusson þriðju með 32. Staðan í mótinu: Garðar Garðarss. - Svala Pálsd. 114 Jóhannes Sigurðsson - Pétur Júlíuss. 103 Gunnl. Sænarss. - Arnór Ragnarss. 80 Sigurj. Ingibjss. - Gunnar Guðbjörnss. 69 Karl G. Karlsson - Karl Einarss. 51 Lokaumferðin verður spiluð nk. miðvikudagskvöld í félagsheimilinu á Mánagrund kl. 19. Bridsdeild Breiðfirðingafélagsins Nú er lokið þrem kvöldum í fjög- urra kvölda tvímenningskeppni og er baráttan um efsta sætið jöfn og hörð. Staða efstu para er þessi. Björn Arnarsson – Jörundur Þórðarson 808 Oddur Hannesson – Árni Hannesson 792 Magnús Sverrisson – Halldór Þorvaldss. 749 Ragnar Haraldsson – Bernhard Linn 707 Unnar Guðmss. – Ingibj. Guðmundsd. 696 Sunnudaginn 27/11 var spilað á tíu borðum. Hæsta skor kvöldsins í Norður/Suður: Hulda Hjálmarsd. – Unnar A. Guðmss. 276 Jón Jóhannsson – Birgir Kristjánsson 247 Austur/Vestur: Bernhard Linn – Gísli Guðjónsson 265 Oddur Hanness. – Árni Hannesson 250 Spilað er í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14, á sunnudögum kl. 19. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson | norir@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.