Morgunblaðið - 08.12.2011, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2011
FRÉTTASKÝRING
Hólmfríður Gísladóttir
holmfridur@mbl.is
Vistheimilanefnd telur sig ekki hafa
forsendur til þess að draga þá al-
mennu ályktun að börn og ungmenni
hafi verið beitt ofbeldi eða sætt illri
meðferð á Upptökuheimili ríkisins
1945-1971, á Unglingaheimili ríkis-
ins 1971-1994 eða á meðferðarheim-
ilinu í Smáratúni og á Torfastöðum
1979-1994. Nefndin hefur skilað frá
sér þriðju og jafnframt síðustu
áfangaskýrslu um starfsemi vist- og
meðferðarheimila og hefur formlega
lokið störfum, a.m.k. að sinni.
Nefndin kynnti niðurstöður sínar
á blaðamannafundi í Þjóðmenning-
arhúsi í gær en þar kom m.a. fram að
sömu annmarkar hefðu verið á þess-
um stofnunum og þeim sem nefndin
hefði áður kannað hvað varðaði
málsmeðferð og faglega ákvarðana-
töku barnaverndaryfirvalda. Henni
hefði verið afar ábótavant stærstan
hluta þess tímabils sem nefndin
hefði haft til skoðunar, ákvarðanir
um vistun illa undirbúnar og ekki
teknar af þeim sem lög gerðu ráð
fyrir.
Kemur m.a. fram í skýrslunni að
ákvarðanir um vistun barna, sem
grunuð voru um lögbrot eða áttu við
hegðunarerfiðleika að stríða, á Upp-
tökuheimili ríkisins hafi að mestu
verið teknar af lögreglu. Þá hafi lög-
regla einnig haft afskipti af því
hvernig vistun var háttað, t.d. þeirri
tilhögun að vistmenn væru læstir
inni í herbergjum á efri hæð heim-
ilisins í Elliðahvammi á árunum
1945-1964. Gerir nefndin sérstaka
athugasemd við að lögregla hafi
ákvarðað um vistun barna yngri en
15 ára, sem hafi verið ósakhæf.
Í skýrslunni gerir nefndin einnig
athugasemdir við að börn hafi verið
vistuð í einangrunarherbergi á Ung-
lingaheimili ríkisins á Kópavogs-
braut 9 vegna agavandamála en slík
ráðstöfun falli undir illa meðferð. Þá
telur nefndin það hvorki teljast eðli-
legt né réttmætt úrræði að fjötra
vistmenn með límbandi eins og gert
var í einhverjum tilvikum á móttöku-
deildinni í Efstasundi 86 en hún var
starfrækt á árunum 1988-1994.
Engu má spara til
Aðeins 73 einstaklingar af um
3.000 sem vistaðir voru á heimilun-
um á þessum árum óskuðu eftir við-
tali við nefndina en í starfi sínu frá
2007-2011 hefur nefndin tekið alls
400 viðtöl og telja skýrslur hennar
1.500 blaðsíður. Verkefni hennar var
fjórþætt: að kanna hvernig tildrög-
um vistunar barna hefði verið hátt-
að, að staðreyna hvort börn hefðu
sætt illri meðferð eða ofbeldi, að
kanna hvernig opinberu eftirliti
hefði verið háttað, bæði utanaðkom-
andi og innra eftirliti, og að gera til-
lögur til stjórnvalda um frekari við-
brögð en þegar hefði verið gripið til.
Á blaðamannafundi nefndarinnar
í gær sagði Róbert Spanó, formaður
nefndarinnar, að mikilvægan lær-
dóm mætti draga af skýrslum nefnd-
arinnar um eftirlit með barnavernd-
arstörfum og vistunarúrræðum. Það
væri afar mikilvægt og þar mætti
ekkert spara til. Nauðsynlegt væri
að skapa börnum sem vistuð væru á
opinberum heimilum og stofnunum
góðan aðbúnað og aðstæður en þar
hefði víða reynst pottur brotinn.
„Fátt er jafn afdrifaríkt fyrir barn
og að vera tekið frá foreldrum sínum
og fjölskyldu og vistað fjarri heimili
sínu með ákvörðun opinberra aðila,“
segir í samantekt í skýrslunni. Einn-
ig: „Skýrslur vistheimilanefndar
færa heim sanninn um það að ekki
hafi tekist nógu vel til í þeim efnum
hér á árum áður.“ Brýnt sé að lær-
dómur sé dreginn af mistökum for-
tíðarinar, m.a. til að þróa betri lausn-
ir og tryggja gæðaeftirlit.
Lærdómur af mistökum fortíðar
Vistheimilanefnd skilar þriðju og síðustu áfangaskýrslu Gera athugsemdir við einangrunarher-
bergi og fjötra á Upptökuheimili ríkisins og Unglingaheimili ríkisins Virkt eftirlit nauðsynlegt
Morgunblaðið/Golli
Eftirlit Vistheimilanefnd hefur lokið störfum en hún fjallaði um starfsemi níu vist- og meðferðarheimila.
Vistheimilanefnd var skipuð ár-
ið 2007 til þess að fjalla um
vistheimilið Breiðavík en 2008
var mælt fyrir um framhald á
störfum hennar og ákvað hún í
kjölfarið að kanna starfsemi
átta annarra stofnana.
Alls hafa 43 einstaklingar
greint nefndinni frá illri með-
ferð eða ofbeldi sem þeir urðu
fyrir á heimilum og stofnunum
öðrum en þeim sem nefndin
hefur kannað, en flest tilfellin
varða dvöl á sveitaheimilum.
Mælist nefndin til þess að leit-
ast verði við að halda starfi
hennar áfram á einhverjum
grundvelli. Hefur hún lagt fram
tillögur að þremur leiðum hvað
þetta varðar.
Fyrsta leiðin er að nefndin
haldi áfram störfum, önnur leið
að nefndin verði lögð niður en
sýslumanni falið að taka við
ábendingum og frásögnum um
illa meðferð og ofbeldi á stofn-
unum og heimilum fyrir börn en
þriðja leiðin að nefndin verði
lögð niður en verkefni hennar
færð undir það fyrirkomulag
eftirlits með vistunarúrræðum
á sviði barnaverndar sem nú er
mælt fyrir um í barnavernd-
arlögum.
Framtíðar-
skipan mála
VISTHEIMILANEFND
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Ríkissjóður hefur greitt út 520 millj-
ónir króna í sanngirnisbætur af 920
milljónum sem hann hefur skuld-
bundið sig til að greiða til um 300
einstaklinga. Lægstu bætur sem
greiddar hafa verið voru um 400 þús-
und og hæstu sex milljónir.
Um bæturnar geta þeir sótt sem
dvöldu á ákveðnum vistheimilum
sem börn og máttu sæta illri meðferð
eða ofbeldi á meðan á dvölinni stóð.
Um er að ræða níu heimili sem öll
hafa lotið rannsókn vistheimila-
nefndar. Þau eru: Breiðavík, Heyrn-
leysingjaskólinn, Kumbaravogur,
Bjarg, Reykjahlíð, Silungapollur,
Jaðar og Unglingaheimili ríkisins og
Upptökuheimili ríkisins. Á þessum
heimilum dvöldu nærri 4.000 ein-
staklingar í heildina samkvæmt upp-
lýsingum frá Sýslumanninum á
Siglufirði sem sér um innköllun á
bótakröfum og útsendingu sátta-
boða.
Lokið hefur verið við að kalla eftir
bótakröfum vegna fimm fyrstu
heimilana í upptalningunni og send
hafa verið út sáttaboð. 325 umsóknir
hafa borist frá vistmönnum á þess-
um heimilum, flestar koma frá
Heyrnleysingjaskólanum eða 131, og
frá Breiðavík komu 123. Send hafa
verið út 295 sáttaboð en 34 mál eru
enn óafgreidd eða hefur verið hafn-
að. Eina ástæða höfnunar hingað til
er sú að viðkomandi einstaklingur
hafi ekki dvalið á viðkomandi heimili
eða verið þar á öðrum tíma en rann-
sókn nær yfir.
Bætur að tveimur milljónum eru
greiddar út strax en hærri bætur
dreifast yfir lengra tímabil. Há-
marksbætur eru sex milljónir og
þær dreifast á þrjár greiðslur á 36
mánaða tímabili.
Að sögn Halldórs Þormars Hall-
dórssonar hjá embætti sýslumanns á
Siglufirði eru umsóknir frá stærstu
heimilinum eftir að koma inn á borð
til þeirra. Það eru Silungarpollur,
þar sem 951 dvöldu, og Upptöku- og
unglingaheimili ríkisins, þar sem
dvöldu um 3200 manns á löngu tíma-
bili.
Verkefnið er meira en hálfnað
Guðrún Ögmundsdóttir er tengi-
liður vistheimila og til hennar snúa
sér allir þeir sem telja sig eiga rétt á
bótum. Ár er síðan verkefnið hófst
og á að vera lokið að ári liðnu með
öllum frágangi. Guðrún segir það
mikið meira en hálfnað núna. „Nú er
útgreiðsla hjá þeim sem voru á
Reykjahlíð og ég er að taka viðtöl við
þá sem dvöldu á Silungapolli en þeir
hafa umsóknarfrest til 22. janúar. Að
því loknu tekur við Jaðar og með
vorinu byrjum við að kalla inn Upp-
tökuheimili ríkisins og Unglinga-
heimili ríkisins,“ segir Guðrún og
bætir við að hjá henni sé nóg að gera.
Milljarður skuldbund-
inn í sanngirnisbætur
Fimm vistheimili sem hafa verið afgreidd
Heyrnleysingja-
skólinn
Breiðavík Kumbaravogur Bjarg Reykjahlíð
140
120
100
80
60
40
20
0
Umsóknir (alls 325)
Sáttaboð (alls 295)
131
116
123 120
21 18 13 12
37
29
Flestar umsókn-
ir vegna Heyrn-
leysingjaskólans
og Breiðavíkur
Vistheimilabætur
» Bæturnar eru greiddar út á
grundvelli laga um sanngirn-
isbætur nr. 47/2010.
» Um að ræða níu heimili sem
hafa öll lotið rannsókn vist-
heimilanefndar 2007-2011.
» 325 umsóknir hafa borist
frá vistmönnum fimm heim-
ilanna og 295 sáttaboð gerð.
Víglundur Þór
Víglundsson, for-
maður Samtaka
vistheimilabarna,
segir flesta bóta-
þega hafa verið
sátta við sitt og
greiðslur gengið
að megninu til vel
fyrir sig. „Hjá
okkur hefur aðal-
málið verið að
reyna að fá þessar bætur greiddar
út á styttri tíma en 36 mánuðum.
Það hafa nokkrir látist sem hafa ver-
ið að bíða eftir bótunum, orðnir aldr-
aðir einstaklingar. Því höfum við að-
eins verið að ýta á að fá greiðslum
hraðað og það liggur erindi varðandi
það frá okkur hjá innanríkisráðu-
neytinu,“ segir Víglundur. Þeir sem
eru ósáttir við hlut sinn geta farið
fyrir úrskurðarnefnd og fengið
greidda tíu tíma hjá lögfræðingi til
þess að sækja rétt sinn. Sjö umsókn-
ir hafa farið til nefndarinnar. Sam-
tök vistheimilabarna telja nú um 130
félagsmenn.
Reyna að fá
greiðslum hraðað
Flestir bótaþegar sáttir við sitt
Víglundur Þór
Víglundsson
OSTABÚÐIN
SKÓLAVÖRÐUSTÍG
Opið: Mán - Fim 11:00 - 18:00
Fös 10:00 - 18:30 & Lau 11:00 - 16:00
Gjafavörur
Ostabúðarinnar
f yr ir sælkerann