Morgunblaðið - 08.12.2011, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.12.2011, Blaðsíða 16
Björgunarsveitir landsins eru nú að hefja sölu á geisladisknum Neyðarlögin 2011. Valinkunnur hóp- ur tónlistarmanna gefur alla vinnu sína við flutn- ing á lögum. Söluátakið stendur allan desember. Björgunarsveitarmenn munu ganga í hús í sínu byggðarlagi og bjóða diskinn til sölu en hann kost- ar 2.500 kr. Þegar öll gjöld hafa veið greidd renna 1.500 kr. beint til björgunarsveitanna. Þá verður diskurinn einnig til sölu í verslunum og á bens- ínstöðvum. Meðal flytjenda á geisladisknum eru The Char- lies, Ómar Ragnarsson, Hemmi Gunn, Á móti sól, André Backman, Lúdó sextett, Þór Breiðfjörð, Ragnar Bjarnason og Rúnar Júlíusson. Neyðarlög fyrir björgunarsveitirnar Morgunblaðið/Eggert Staðið í ströngu Björgunarsveit að störfum í kjölfar eldgossins í Grímsvötum síðastliðið sumar. 16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2011 Pakki á pakka Fallegt pakkaskraut hannað af Arca Design Island. Aðrir sem standa að þessu eru Lógóflex og Markó- Merki. Jólatréð verður selt á 500 kr. hjá Arca design, Grímsbæ við Bústaðaveg og fer öll upphæðin óskipt til stuðnings Fjölskylduhjálpar Íslands. Þorsteinn Jakobsson göngugarpur lætur enn á ný til sín taka til að minna á Ljósið, endurhæfingu fyrir krabbameinsgreinda. Í ár byrjaði Þorsteinn á því að ganga á Helga- fell í Hafnarfirði. Síðan þá hefur hann gengið 399 tinda og laug- ardaginn 10. desember nk. mun hann ljúka markmiði sínu; að ganga á 400 tinda til styrktar Ljósinu með því að ganga á Esjuna ásamt hópi stuðningsmanna og björgunarsveit- inni Kyndli. Markmiðið er að búa til „ljósafoss“ niður alla Esjuna og eru allir hvattir til að mæta með höf- uðljós. Lagt verður af stað í göng- una kl. 14.30 og gengið að Steini og gert er ráð fyrir að kveikt verði á ljósunum kl. 16.15 og gengið niður hlíðar Esjunnar. Þetta er þriðja árið í röð sem Þorsteinn gengur til að minna á starfsemi Ljóssins. Árið 2009 gekk hann sjö sinnum upp og niður Esj- una. 28. maí árið 2010 gekk hann á 10 tinda á tólf og hálfri klukku- stund, auk þess að ganga 365 tinda það árið og endaði gönguna 11. des- ember sl. á Esjunni þar sem um 400 manns bjuggu til „ljósafoss“. Gengur 400 tinda til styrktar Ljósinu Garpur Þorsteinn Jakobsson gengur til styrktar ljósinu á fleiri hundruð fjöll. Aðventa og jól eru oft erfiður tími fyrir alla sem hafa misst með einum hætti eða öðrum. Í allmörg ár hafa nokkur samtök og stofnanir boðið upp á samveru á aðventu fyrir syrgjendur í því skyni að auðvelda þeim sorgargönguna á þessum árstíma. Að þessu sinni verður samveran fyrir syrgjendur í Grafarvogskirkju n.k. fimmtudag 8. desember og hefst kl. 20. Þar verða sungnir jólasálmar, sr. Ingi- leif Malmberg flytur hugvekju, Hamrahlíðarkórinn syngur undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur og þá verður minningarstund þar sem viðstaddir geta tendrað ljós til að minnast látinna ástvina. Sam- veran verður túlkuð á táknmáli. Á eftir verður boðið upp á léttar veitingar. Í fyrra voru um 600 manns á sorgarsamveru í Grafarvogskirkju. Að sam- verunni standa Þjóðkirkjan, Landspítalinn, hjúkrunarþjónustan Karítas og Ný dögun, samtök um sorg og sorgarviðbrögð. Samvera fyrir syrgjendur Grafarvogskirkja Það er ekki bara kuldaboli sem ger- ir landsmenn rauðnefjaða nú á að- ventunni heldur hafa rauðu nefin Skreppur, Skotta og Skjóða stungið upp kollinum víða um land. Í tilefni af degi rauða nefsins sem haldinn verður föstudaginn 9. desember stendur UNICEF fyrir sölu á þess- um grallaralegum systkinum. Skátafélög víða um land bjóða nefin til sölu en einnig fást þau í Bónus, Hagkaupum, útibúum MP banka og hjá Te & Kaffi. Með því að kaupa rautt nef er stutt við mikilvæg verkefni UNI- CEF í þágu bágstaddra barna víðs- vegar um heim. Á Degi rauða nefsins, föstudag- inn 9. desember nk. verður Stöð 2 með skemmti- og söfnunarþátt í op- inni dagskrá. Sælleg Þau Skreppur, Skotta og Skjóða eru rauð og sælleg nef. Rauðu nefin frá UNICEF bæta líf bágstaddra barna Fyrsti fundur í fundaröð innanrík- isráðuneytisins um mannréttinda- mál verður haldinn í Hörpunni í Reykjavík föstudaginn 9. desember klukkan 11.30 til 14.15. Tilefni fundarins er alþjóðlegi mannrétt- indadagurinn, 10. desember. Á fundinum verður fjallað um fyr- irtöku hjá mannréttindaráði SÞ á stöðu mannréttindamála á Íslandi og um samning Evrópuráðsins um bann við kynbundnu ofbeldi og heimilisofbeldi en Ísland var eitt 11 ríkja sem fyrst skrifuðu undir samninginn í apríl sl., en hefur ekki fullgilt hann. Fundurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis. Fundaröð um mann- réttindamál Pósturinn hvetur fólk til að moka tröppur og hreinsa aðgengi að hús- um svo koma megi í veg fyrir hálkubletti. Þetta auðveldar störf bréfbera til muna en burðurinn þyngist nú dag frá degi vegna jólanna. Einnig er mikilvægt að það sé góð lýsing við útidyr. Mesta slysatíðni á meðal bréfbera og út- keyrslufólks Póstsins er vegna hálku á einkalóðum. Fólk moki tröppur STUTT Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Mikil notkun hefur verið á heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu í kuld- unum undanfarið og nálgaðist mánudagskvöldið toppinn frá árinu 2008. Um kvöldmatarleytið á mánu- dag var notkunin 15.100 tonn á klukkustund. Mesta notkun sem sést hefur á mælum Orkuveitunnar er hins vegar 15.750 tonn á klukku- stund á milli klukkan 10 og 11 á þeim kalda laugardagsmorgni 2. febrúar 2008. Þegar notkunin er komin yfir fimmtán þúsund tonn lætur nærri að straumurinn um heitavatnsleiðsl- urnar nálgist rennsli Elliðaánna. Meðalrennsli þeirra er um 4,7 rúm- metrar á sekúndu. Aukin notkun í kulda og roki Yfirstandandi kuldakafli er orðinn óvenjulangur og útlit er fyrir að hann standi enn um sinn. Stillt veður hefur yfirleitt verið í þessum frosta- kafla, en sé vindasamt eykst kæl- ingin og orkunotkun að sama skapi. Eiríkur Hjálmarsson, upplýsinga- fulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur, bendir á að sé orkan í heita vatninu færð yfir í vött sé 15 þúsund tonna notkun af heitu vatni á klukkustund um 890 megavött, sem er talsvert meiri orka heldur en Kára- hnjúkavirkjun framleiðir. Mismunandi toppar í notkun Notkun á heitu vatni tengist fyrst og fremst upphitun húsnæðis, en þegar mikil önnur notkun, eins og böð, matseld og þvottar, bætist við koma toppar fram á mælum Orku- veitunnar. Algengt er að morg- untoppur komi milli klukkan 7 og 8 þegar fólk fer í sturtu. Um helgar tekur fólk hins vegar lífinu með ró og þá er þessi morguntoppur síðar og jafnvel ekki fyrr en undir hádegi þegar kalt er í veðri. Virka daga eru topparnir oft síðdegis eða um kvöld- mat og þá tengdir þvottum, matseld og líkamsrækt. Síðustu daga í yfirstandandi kuldakasti hafa dagstopparnir hins vegar komið á mismunandi tímum. Í gær var til dæmis meiri notkun í há- deginu en um morguninn. Ekki hafði Eiríkur skýringu á því, en benti á að hugsanlega tengdist það sjálfvirkum hitunarkerfum, sem auka inn- streymi ef kæling eykst. Mest í desember og janúar Svo talað sé um orkunotkun aðra daga þá er ævinlega mikil notkun síðdegis á aðfangadag. Ef hlýtt er í veðri miðað við árstíma þarf hún hins vegar ekki að verða miklu meiri en notkun á venjulegum köldum jan- úardegi. Mest af heitu vatni er notað í desember og janúar. Langmest af heitu vatni sem not- að er hjá viðskiptavinum Orkuveit- unnar í Reykjavík, Mosfellsbæ, Kópavogi, Garðabæ, Álftanesi og Hafnarfirði kemur frá Nesjavöllum og úr Reykjadal. Meiri orka í heita vatn- inu en frá Kárahnjúkum  Notkun á mánudagskvöld nálægt toppnum frá 2008  Morguntopparnir undir hádegi á köldum helgardegi Heitavatnsnotkun á höfuðborgarsvæðinu eftir mánuðum (í þúsundum rúmmetra) Des. Janúar Febrúar Mars Apríl Maí Júní Júlí Ágúst Sept. Okt. Nóv. 2010 2011 2011 2011 2011 2011 2011 2011 2011 2011 2011 2011 8.341 8.580 7.508 8.646 6.633 5.197 4.113 3.415 3.616 4.247 6.228 6.722 Hvaðan kom vatnið í nóvember 2011? Laugarnessvæði 6% Elliðaárdalur 3% Reykjadalur í Mosfellssveit 38% Nesjavallavirkjun 39% Hellisheiðarvirkjun 14% 6% 3% 38%39% 14% Nokkrir „toppar“ í heitavatnsnotkun (m3/sek.) Aðfangadagur 2010 Reykjavík og nágrenni 16.000 14.000 12.000 10.000 8.000 6.000 4.000 2.000 0 1.600 1.400 1.200 1.000 800 600 400 200 0 kl. 16.40 00.01 23.59 Kalt vatn (l/sek.) Heitt vatn (m3/sek.) 16.000 14.000 12.000 10.000 8.000 6.000 4.000 2.000 0 2008 2010 2011 15.750 14.716 15.100 2. fe br úa r m ill ik l. 10 og 11 að m or gn i 24 .d es em be r kl .1 6. 40 5. de se m be r m es ta no tk un að kv öl di da gs Morgunblaðið/Sverrir Orka Nesjavellir og Reykjadalur í Mosfellssveit skaffa íbúum höfuðborg- arsvæðisins mest af því heita vatni sem yljar á köldum vetrardögum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.