Morgunblaðið - 08.12.2011, Page 18

Morgunblaðið - 08.12.2011, Page 18
Munið að slökkva á kertunum Gætið að því að skraut s.s. borðar eða greinar séu aldrei of nærri kertaloganum og að skrautið sé staðsett neðan við kerti þannig að kertaloginn nái ekki til þess jafnvel þegar kertið hefur brunnið til hálfs Slökkvilið höfuborgasvæðisins Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2011 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Vladímír Pútín, forsætisráðherra Rússlands, þarf nú annaðhvort að koma á umbótum eða sýna klærnar og herða tök sín á landinu, að sögn nokkurra stjórn- málaskýrenda í Moskvu. Spekingarn- ir segja að Pútín standi nú á kross- götum eftir að flokkur hans, Sameinað Rússland, tapaði miklu fylgi í þingkosningum um helgina. Þúsundir manna hafa mótmælt kosningasvikum í Moskvu og um 800 mótmælendur hafa verið handteknir síðustu daga. Þetta eru mestu götu- mótmæli stjórnarandstæðinga í Rússlandi frá fyrstu árunum eftir hrun Sovétríkjanna. Pútín hefur ekkert sagt um mótmælin en talsmaður hans hefur ýjað að því að forsætisráðherrann og flokkur hans þurfi að huga að breyt- ingum. Stjórnmálaskýrendur í Moskvu segjast þó hafa litla trú á því að Pút- ín gerist allt í einu umbótasinni eftir að hafa sýnt einræðistilburði á ellefu ára valdatíma sínum. „Hann hefur ekki í hyggju að koma á umbótum. Valdatíma hans lýkur ef hann heim- ilar stjórnarandstöðu,“ hefur frétta- veitan AFP eftir Liliu Shevtsova, stjórnmálaskýranda við Carn- egie-miðstöðina í Moskvu. Hún telur það óhjákvæmilegt að upp úr sjóði í Rússlandi. „Spurningin er aðeins hvenær það gerist?“ Hagfræðingar spá því að Pútín notfæri sér miklar útflutningstekjur Rússlands vegna hás olíuverðs og auki ríkisútgjöldin á næstu árum til að bæta lífskjörin og auka vinsældir sínar að nýju. Þarf að koma á um- bótum eða herða tökin  Vladímír Pútín stendur á krossgötum eftir mikið fylgistap Sameinaðs Rússlands og fjöldamótmæli á götum Moskvu Kosið verði aftur » Míkhaíl Gorbatsjov, síð- asti forseti Sovétríkjanna, hvatti til þess í gær að þing- kosningarnar yrðu endur- teknar vegna kosningasvika. „Opinberu kjörtölurnar endur- spegla ekki vilja þjóðarinnar,“ sagði Gorbatsjov. » Rússneska ríkissjónvarpið hefur ekki sagt frá fjöldamót- mælunum í Moskvu. Vladímír Pútín Um 40% allra krabbameinstilfella, sem greind eru í Bretlandi, eða um 134.000 tilfelli á ári, stafa af lífs- stílsþáttum sem hægt er að forðast, svo sem reykingum, áfengis- drykkju og slæmu mataræði. Þetta er niðurstaða nýrrar rann- sóknar sem birt er í tímaritinu Brit- ish Journal of Cancer. Þar segir að helsti krabbameinsvaldurinn sé tóbak, í 23% tilfellum karla og 15,6% tilfellum kvenna. Í öðru sæti hjá karlmönnum sé of lítil neysla á ferskum ávöxtum og grænmeti en hjá konum er það offita. „Margir halda að það sé undir ör- lögunum komið, það fari eftir gen- unum eða sé tilviljunum háð hvort þeir fái krabbamein. Þegar við skoðum niðurstöður rannsóknar- innar er ljóst að 40% allra krabba- meina má rekja til þátta sem við höfum í valdi okkar að breyta,“ hef- ur fréttavefur breska ríkis- útvarpsins eftir Max Parkin, aðal- höfundi skýrslu um rannsóknina. Parkin segir að fyrir karlmenn sé besta ráðið að hætta að reykja, borða meira af ávöxtum og græn- meti og draga úr áfengisdrykkju. Konur ættu að hætta að reykja og gæta þess að verða ekki of þungar. Parkin segir að hann hafi ekki búist við því að neysla ávaxta og grænmetis gæti haft svo mikla þýð- ingu fyrir karlmenn til að vernda þá gegn krabbameini. Þá segist hann ekki hafa búist við því að of- fita væri stærri áhættuþáttur en áfengi meðal kvenna. Alls valda fjórtán lífsstíls- og um- hverfisþættir um það bil 134.000 krabbameinstilfellum ár hvert í Bretlandi. Rúman þriðjung, eða 34%, má rekja til reykinga, matar- æðis, áfengisneyslu og offitu. Um 40% krabbameins- tilfella stafa af lífsstíl  Reykingar, offita og slæmt mataræði helstu áhættuþættir Reuters Val Tóbak er helsti krabbameins- valdurinn sem hægt er að forðast. Maltverjinn Charles Sammut setur englastyttur á stóra jólaskreytingu í Ferreria-höll í Valletta, höfuðborg Möltu. Skreytingin er um fimm metra breið og sýnir fæðingu Krists í fjárhúsinu í Betlehem, með fjölmörg- um styttum, m.a. af Jesúbarninu, Maríu mey, Jósef og englum. Sumar stytturnar eru frá átjándu öld. Skreyt- ingin er sett upp fyrir jólin ár hvert í Ferreria-höll þar sem menntamálaráðuneyti Möltu er með aðsetur. Reuters Lokahönd lögð á jólaskreytinguna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.